Fréttablaðið - 29.06.2008, Page 66

Fréttablaðið - 29.06.2008, Page 66
26 29. júní 2008 SUNNUDAGUR HANDBOLTI Uwe Schwenker, framkvæmdastjóri Kiel, segir Alfreð Gíslason fyrsta kost sem næsti þjálfari þýska stórliðsins. „Við viljum helst fá Alfreð. Ef við náum saman þá gæti þetta klárast í næstu viku,“ sagði Schwenker í viðtali við þýska blað- ið Kieler Nachrichten en hann fullvissar alla um það að það verði allir hjá Kiel ánægðir með næsta þjálfara liðsins, hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða stuðn- ingsmenn. Meðal annara þjálfara sem hafa verið nefndir til sögu, gangi ekki upp að ráða Alfreð, eru Svíarnir Staffan Olsson (þjálfari Hammar- by IF) og Ola Lindgren (þjálfari HSG Nordhorn). Þá er talið líklegt að Stefan Lövgren leikmaður liðsins verði spilandi aðstoðar- þjálfari. - óój Framkvæmdastjórinn hjá Kiel: Alfreð er fyrsti kostur hjá Kiel EFTIRSÓTTUR Alfreð Gíslason er með samning við Gummersbach til ársins 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC GOLF Golfklúbbur Vestmannaeyja verður 70 ára á þessu ári en GV er þriðji elsti golfklúbbur landsins á eftir GR og GA. Íslandsmótið í höggleik mun af þessu tilefni fara fram í Eyjum og nú er komin út glæsileg bók, Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem golfklúbbur á Íslandi ræðst í slíka útgáfu. Þetta er fyrsta golfsögubókin á Íslandi og er hún 250 blaðsíður og prýdd fjölmörgum myndum. Höfundurinn Sigurgeir Jónsson, blaðamaður og kennari, vann að bókinni í tvö ár en hún er til sölu hjá GV. Hægt er að nálgast upplýsingar með því að senda tölvupóst á golf@eyjar.is. - óój 70 ára afmæli hjá GV: Fyrsta golfsögu- bókin komin út HÖFUNDURINN Sigurgeir Jónsson með bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Hólmar Örn Eyjólfsson hefur samið við enska úrvals- deildarliðið West Ham og hefur leikið sinn síðasta leik með HK í Landsbankadeildinni í sumar. Hólmar skrifar undir samninginn í næstu viku en hann er til þriggja ára. „Þarna er draumurinn að ræt- ast og það verður skemmtilegt að fá að takast á við þetta verkefni,“ segir Hólmar en þessi félaga- skipti eru búin að vera í vinnslu síðan í febrúar. HK og West Ham náðu saman í maí en West Ham hefur síðan verið í viðræðum við Hólmar Örn sem naut góðs af því að faðir hans Eyjólfur Sverrisson hefur þrettán ára reynslu sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Í þessum samningi West Ham við HK þá var klausa um það að ég myndi hætta að spila þannig að ég fengi frí eins og hinir áður en undirbúningstímabilið hæfist. Það er mjög erfitt að fara frá HK sem er mitt uppeldisfélag og sér- staklega að fara frá þeim þegar þeir eru í svona erfiðri stöðu. Ég hefði alveg viljað hjálpa þeim áfram,“ segir Hólmar Örn sem hefur samt trú á Kópavogsliðinu sem er sem stendur í neðsta sæti Landsbankadeildar karla með aðeins 4 stig út úr 8 leikjum. „Þeir redda sér pottþétt,“ segir Hólmar sem ætlar að styðja sína menn í Grindavík í dag. Hólmar skilur HK þó ekki alveg eftir tómhent því hann er dýrasti leikmaðurinn sem farið hefur frá íslensku liði og HK hefur því fengið góða upphæð fyrir strák- inn. Hólmar er hugsaður sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en hann hefur verið að spila þær stöður í Landsbanka- deildinni bæði í ár og í fyrra. „Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun á því hvar möguleikar mínir liggja á að kom- ast í aðalliðið. Ég ætla bara að fara út, byrja að æfa og sjá hvar ég stend. Ég ætla að gera mitt besta til þess að komast í hópinn,“ sagði Hólmar að lokum. Hólmar Örn hefur alls leikið 19 leiki í Landsbankadeildinni og hefur verið í byrjunarliði liðsins í þeim öllum. Hann á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og náði því að spila fyrir 17, 19 og 21 árs landsliðið í fyrra. - óój Hólmar Örn Eyjólfsson samdi við West Ham til þriggja ára og verður ekki með í Grindavík í dag: Erfitt að fara frá HK í svona erfiðri stöðu EFNILEGUR Hólmar Örn Eyjólfsson hefur byrjað alla 19 leiki sína í Landsbankadeildinni á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX FÓTBOLTI Allar líkur eru nú á því að það verði fjölgað um átta lið í lokakeppni EM og hún verði því með 24 liðum í framtíðinni. Formenn allra 53 aðildarlanda UEFA styðja þessa breytingu en þeir funduðu með Michel Platini, forseta UEFA, í Vín fyrir úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. Fyrsta úrslitakeppnin með 24 liðum ætti að fara fram árið 2016 en lokaákvörðunin verður tekin hjá framkvæmdanefnd UEFA á fundi þeirra í Bordeaux í Frakklandi í lok september. Líkur Íslands á að komast í lokakeppnina ættu að aukast verulega með þessu en Ísland er nú 42. besta lið Evrópu sam- kvæmt styrkleikalista FIFA. - óój Líkur Íslands aukast: Fjölgað upp í 24 lið á EM 2016 FÓTBOLTI Það verður mikil fótbolta- veisla á Suðurlandi og Suðurnesj- um í næstu viku þegar Ísland held- ur Norðurlandamót 16 ára landsliða kvenna. Á mótinu taka þátt auk Íslands sjö sterkar þjóðir sem eru allar á topp tuttugu á Styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar af fimm þeirra meðal tíu bestu. Hér er því kjörið tækifæri til þess að sjá bestu knattspyrnukonur framtíðarinnar. Riðill Íslands sem inniheldur Þýskaland, Noreg og Danmörku fer fram á Suðurlandi en hinn riðillinn með Svíþjóð, Hol- landi, Frakklandi og Finnlandi fer fram á Suðurnesjum. Verður mjög erfitt „Þetta verður mjög erfitt. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum og það er frábært að fá tækifæri til þess að spila á móti þeim. Þessi Norðurlanda- mót eru gríðarlega sterk þar sem þessar þjóðir sem eru að spila þarna eru eigileg bestu liðin í heiminum. Þetta er því mjög góður undir- búningur hjá okkur fyrir Evr- ópukeppnina sem fram fer á Ítalíu í október,“ segir Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari liðsins. „Við lentum í því í millriðli Evrópu- keppninnar í Danmörku að við vorum að skora flest mörk en fengum að sama skapi á okkur flest mörk líka. Við þurfum því að vinna í varnarleiknum hjá okkur og það verður lögð áhersla á það á þessu móti að allir í liðinu þurfa að spila vörn,“ segir Kristún. Berglind Björg Þor- valdsdóttir, framherji liðsins, var valin í A- landsliðshóp á dögunum og hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum í Landsbankadeild kvenna í sumar. Berglind hefur skor- að 10 mörk í 6 leikj- um fyrir 17 ára landsliðið og er markaskorari af guðs náð. „Hún er með mjög þroskaðan leikskilning, er greinilega búin að fylgjast mikið með fótbolta og læra af því. Hún er ótrúlega mark- heppin og nýtir færin sín venju- lega mjög vel,“ segir Kristrún um Berglindi. Miðjumennirnir Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór Akureyri og Heiða Dröfn Antonsdóttir úr Val hafa einnig náð sér í reynslu með því að spila stórt hlutverk með 17 ára landsliðinu, bæði síðasta haust og í milliriðlinum í vor. Berglind og Arna Sif eru fasta- menn í sínum liðum í Landsbanka- deildinni og það eru líka varnar- maðurinn Silvía Rán Sigurðardóttir frá Þór og framherjinn Guðrún Ólöf Olsen úr Keflavík. Erfitt að velja liðið „Það er mikil breidd í þessum árgöngum og ég held að það hafi aldrei verið jafn erfitt að velja í hópinn sem er frábært,” segir Kristrún sem segir ennfremur að leikmennirnir séu mjög jafnir. „Það getur verið kostur að vera með mjög jafnt lið því það er oft erfitt að vera með tvær hetjur í liðinu og þurfa síðan að treysta á að þær geri allt,” segir Kristrún og bætir við. „Það er mikil metnaður hjá þessum stelpum og ég er mjög ánægð með að sjá hvað þær eru óhræddar við að vera fótbolta- stelpur út í gegn. Þær eru ekkert feimnar við það.“ Kristrún segir oft vera mikinn mun á stelpunum milli fyrstu landsliðsverkefna þeirra og þegar þær snúa síðan aftur reynslunni ríkari. Allar saman á hóteli Landsliðið dvelur allt saman á Hótel Örk á meðan á mótinu stend- ur og dagskráin er svipuð og ef að liðið væri statt á móti erlendis. „Það er mjög gott að hafa aðgang að þeim allan sólarhringinn því það eru ekki of margar æfingar sem maður fær með þær. Við náum vonandi með þessu að mynda sterka liðsheild og ná upp stemn- ingu,“ segir Kristrún. Kristrún vonast líka til þess að það verði góð mæting á leiki liðsins. „Það er frábært að við séum komnar með svona flottar fyrir- myndir í A-landsliðinu. Þar sjá þær að það er allt hægt. Ég vona líka að þetta lið fái góðan stuðning og að fólk komi og styðji við okkur,” segir Kristrún að lokum. ooj@frettabladid.is Eru allar fótboltastelpur út í gegn Íslenska 16 ára landslið kvenna spilar á heimavelli á Norðurlandamótinu sem hefst á mánudaginn. Íslenska liðið er í riðli með þremur af bestu knattspyrnuþjóðum heims, Þýskalandi, Noregi og Danmörku. TÍU MÖRK Í SEX LEIKJUM Berglind Björg Þorvaldsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FYRIRLIÐARNIR Heiða Dröfn Antonsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir bregða á leik í myndatökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÍSLENSKA LIÐIÐ Markverðir Birna Berg Haraldsdóttir FH Þórunn Sigurjónsdóttir Fylkir Varnarmenn Fjolla Shala Leiknir R. Hanna María Jóhannsdóttir Fylkir Hulda Sigurðardóttir Leiknir R. Rebekka Sverrisdóttir KR Silvía Rán Sigurðardóttir Þór Ak. Miðjumenn Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór Ak. Ásta Eir Árnadóttir Breiðabliki Freyja Viðarsdóttir KR Heiða Dröfn Antonsdóttir Valur Katrín Ásbjörnsdóttir KR Katrín Gylfadóttir Valur Kristín Sverrisdóttir Þrótti Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir FH Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki Sóknarmenn Berglind Björg Þorvaldsd. Breiðabliki Guðrún Ólöf Olsen Keflavík LEIKIRNIR Í RIÐLINUM Ísland-Danmörk á Selfossi mán 30. júní Kl. 16:00 Ísland-Noregur í Þorlákshöfn þri 1. júlí Kl. 16:00 Ísland-Þýskaland á Hvolsvelli fim 3. júlí Kl. 16:00 16 ÁRA LANDSLIÐ KVENNA Stelpurnar eru góðir félagar og ætla að gera þetta saman á NM. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.