Fréttablaðið - 03.07.2008, Page 2

Fréttablaðið - 03.07.2008, Page 2
2 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Um 200 grömm af fíkniefnum, aðallega amfetamín, fundust við húsleit í Grafarvogi í fyrrakvöld. Karlmaður um fimmtugt var handtekinn vegna rannsóknar málsins. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Húsleitin var gerð að undan- gengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Við aðgerðina í gær, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglu- stjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollgæslunni. - jss Húsleit í Grafarvogi: Um 200 grömm af fíkniefnum SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, fordæmir þá ákvörð- un Afríkusambandsins að forseti Suður-Afríku skuli áfram einn hafa forystu um umleitanir til að leysa stjórnmála- kreppuna í Simbabve. Í samtali við fréttamenn á heimili sínu í Harare sagði Tsvangirai að flokkur hans, Lýðræðishreyfingin MDC, myndi ekki taka þátt í viðræðum um myndun þjóðstjórnar nema annar utanaðkomandi sáttasemj- ari kæmi að málum en Thabo Mbeki Suður-Afríkuforseti. „Fyrirvarar okkar gagnvart sáttaumleitunum undir stjórn Mbekis eru vel þekktar,“ sagði Tsvangirai. - aa Stjórnmálakreppan í Simbabve: Annar en Mbeki miðli málum MORGAN TSVANGIRAI Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 SLYS Karlmaður á fimmtugsaldri klemmdist til bana í vinnuslysi um borð í Selfossi í Hafnarfjarðar höfn laust fyrir klukkan átta í gærmorgun.Verið var að hífa tóma gáma um borð í skipið þegar slysið varð. Gáma- fleti er talið hafa sveiflast til í vindhviðu þannig að maðurinn klemmdist við lunningu skipsins að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem á skipið. Maðurinn er talinn hafa látist samstundis en rannsókn málsins er í höndum lögreglu. Maðurinn var pólskur en búsettur hér á landi. - ht Vinnuslys í Hafnarfjarðarhöfn: Maður á fimm- tugsaldri lést FISKVEIÐI „Það er ekkert leyndar- mál að ég hef farið að veiða án kvóta og ég ætla að halda því áfram,“ segir Ásmundur Jóhannes- son sjómaður, sem gerir út frá Sandgerði. Hann hefur nú þegar veitt um eitt og hálft tonn án afla- heimildar. Ásmundur tilkynnti sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyt- inu fyrir skömmu að hann ætlaði að fara til veiða án aflaheimilda. Bannað er samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 að veiða án aflaheimildar en skip Ásmundar hefur enn ekki verið tekið úr umferð. „Fiskistofa hótaði mér samt að ef ég mundi ekki hætta veiðinni þá mundu þeir svipta mig fiskveiði- leyfinu. Ef þeir taka mig þá fer ég með þetta fyrir dómstóla,“ segir Ásmundur. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið sendi Ásmundi bréf stuttu eftir að hann tilkynnti ráðu- neytinu um aflaheimildarlausar veiðar sínar. Í bréfinu var að sögn Ásmundar vísað til ýmissa laga- greina sem bönnuðu honum veið- arnar en þá hafi hann sent svar- bréf til baka þar sem hann rakti reynslu sína af kvótakerfinu. „Ég sagði þeim frá því að kvót- inn hefði verið hirtur af skipinu sem ég átti áður,“ segir Ásmund- ur. Hann segir hvatninguna til veiða án aflaheimildar vera nýlega álykt- un mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna þar sem kvótakerfið var fordæmt. „Kvótakerfið er stærsta glæpamál Íslands- sögunnar,“ segir Ásmundur. Eyþór Björnsson, forstöðu maður veiðieftirlits Fiskistofu, segir málið litið alvarlegum augum. Hann segir hefðbundið að menn eigi yfir höfði sér veiðileyfissvipt- ingu ef þeir veiði án heimildar. Í kjölfarið þarf viðkomandi síðan að greiða fyrir þann afla sem hann hefur veitt án heimildar. „Ef viðkomandi heldur síðan áfram að veiða án veiðileyfis þá getur þetta orðið töluvert alvar- legra mál,“ segir Eyþór. Hann segir Ásmund ekki hafa verið á rauðu ljósi hjá Fiskistofu þar sem hann sé einungis í nokkur hundruð kílóum í umframveiði. „Hann hefur enn gott tækifæri til þess að leiðrétta þetta,“ segir Eyþór. Viðurlög við brotum á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 geta varðað háum sektum eða fangelsi allt að sex árum ef um stórfelld brot á lögunum er að ræða. vidirp@frettabladid.is Hefur veitt eitt og hálft tonn án kvóta Sjómaður frá Sandgerði hefur farið nokkra róðra á kvótalausum þorskveiðibáti. Hann segir Fiskistofu hafa hótað sér veiðileyfissviptingu. Forstöðumaður veiði- eftirlits Fiskistofu segir hann enn hafa gott tækifæri til þess að leiðrétta þetta. ÁSMUNDUR JÓHANNSSON Hann hefur veitt eitt og hálft tonn án þess að hafa til þess aflaheimildir. MYND/VÍKURFRÉTTIR FISKAFLI Bannað er samkvæmt lögum að veiða á miðum Íslands án aflaheimildar. LÖGREGLUMÁL Íslenskur karl maður um tvítugt situr nú í gæsluvarð- haldi eftir að hann var gripinn með kókaín í Leifsstöð. Maðurinn var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn síðast- liðið sunnudagskvöld þegar Toll- gæslan á Suðurnesjum gómaði hann við hefðbundið eftirlit. Við nánari athugun reyndist hann vera með kókaín falið bæði inn- vortis og innan klæða, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Daginn eftir var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Hann hefur nú skilað efn- unum niður. Þegar öll kurl voru komin til grafar reyndist hann hafa verið með 200 grömm af kókaíni í sér og á, í það heila. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Hún staðfesti að karl- maður sæti nú í gæsluvarðhaldi og kvað rannsókn máls viðkom- andi honum ganga vel. Að öðru leyti var engar upplýsingar að fá um málið hjá henni. Þetta er í annað skipti á skömm- um tíma sem tollgæslan tekur einstakling með kókaín innvortis. Hollendingur kom hingað til lands með kókaín innvortis fyrir skemmstu. Það tók hann rúmlega hálfan mánuð að losa sig við þær um það bil áttatíu pakkningar sem hann hafði gleypt. - jss Tvítugur maður tekinn í Leifsstöð og úrskurðaður í gæsluvarðhald: Með 200 grömm af kókaíni innvortis og innan klæða VIÐSKIPTI Búið er að selja tvær einingar til að tryggja sem mest upp í kröfur lánardrottna, segir Stefán Magnússon aðstoðarforstjóri Eimskips. Stefán segir að hægt hafi verið að skipta Innovate niður í þrjár einingar; kælidreifingu, frystigeymslur og Innovate rail. Tilkynnt var í gær að búið væri að selja frystihlutann til Yearsley Group, sem er fyrirtæki í frystigeymslu og dreifingu. Auk þess hefur Stobart Group fest kaup á kæligeymsluhlutanum. Stobart Group hefur um 4.000 starfsmenn og er stór aðili í flutningsstarf- semi í Bretlandi og Evrópu. Stefán segir að ekki sé búið að selja þriðja hluta Innovate, Innovate Rail, en gerir ráð fyrir því að gengið verði frá sölu á honum á næstu dögum. Stefán segir jafnframt að salan hafi engin áhrif á rekstur Eimskips og allir fjármunir fari í að greiða kröfur lánadrottna. Stefán segir óljóst hve mikið tapist af kröfum lánardrottna en segir ljóst að ekki verði hægt að greiða allar kröfur að fullu. - bþa Yearsley og Stobart kaupa frysti- og geymsluhluta Innovate: Eimskip selur hluta Innovate EIMSKIP SELUR INNOVATE Stefán Magnússon, aðstoðarforstjóri Eimskips, segir að eitthvað muni tapast af kröfum lánardrottna á Innovate Holding. Garðar, ertu sáttur við að vera kominn á spjöld sögunnar? „Ég væri frekar til í kók og Prins.“ Garðar Örn Hinriksson knattspyrnudóm- ari setti nýtt Íslandsmet í fjölda gefinna rauðra spjalda á mánudag. Þá gaf hann sitt níunda rauða spjald í sumar, en áður hafði dómari mest gefið sjö rauð spjöld á einu sumri. KÓKAÍN Maður- inn reyndist vera með 200 grömm af kóka- íni í það heila. DANMÖRK Versti salmonellufarald- ur í fimmtán ár gengur nú yfir Danmörku. Talið er að milli 3.000 og 4.000 manns hafi sýkst síðustu vikur, samkvæmt Politiken. Sérfræðingar í Danmörku vinna nú hörðum höndum að því að komast að rótum vandans. Ekki hefur tekist að rekja faraldurinn til ákveðinnar vörutegundar, en grunur leikur á að kjötvörur séu sökudólgurinn. Byggir sá grunur meðal annars á því að engin grænmetisæta hefur leitað sér lækninga. Hinir sýktu eru á öllum aldri og búa víðs vegar um Danmörku. - kg Eitthvað rotið í Danaveldi: Þúsundir sýkst af salmonellu VESTMANNAEYJAR Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að stytta lundaveiðitímabilið í Vestmannaeyjum til að bregðast við litlu varpi lundastofnsins á undanförnum árum. Lundaveiðar verða heimilar frá 10. júlí til og með 31. júlí. Hugsanlegt er þó að tímabilið verði framlengt. Lundavarp hefur gengið illa í Vestmannaeyjum síðustu árin. Vöntun hefur verið á síli, sem er uppistaðan í fæðu pysjunnar fyrstu vikurnar eftir klak. - gh Bæjarstjórn Vestmannaeyja: Dregið verður úr lundaveiði LUNDI Sumir telja hlýnandi hafstrauma vera ástæðu þess að skortur er á síli við Vestmannaeyjar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.