Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2008, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 03.07.2008, Qupperneq 61
FIMMTUDAGUR 3. júlí 2008 Síðar í þessum mánuði býður hátíðin í Bayreuth áhugasömum uppá sýningu á veraldarvefnum á óperu Richards Wagner, Meistara- söngvurunum frá Nürnberg. Viðbúnaðurinn vegna þessa flutnings verður nokkur því útsendingin á vefnum verður frá frumsýningu á verkinu, sem er um leið opnunarsýning á hátíðahöld- um sumarsins þar í borg. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðist er í slíka útsendingu frá Bayreuth og gengur þessi virta og eftirsótta hátíð þá í lið með Metropolitan í New York og Teatro alla Scala í Mílanó. Það verður ekki ókeypis að taka við streymi frá Bæheimi klukkan 14 á GMT í þær tæpu fimm klukkustundir sem óperan tekur í flutningi: 49 evrur kostar dýrðin. Þykir óperuunnendum víða um heim það nokkuð dýr kostur en verð á svipuðum viðburðum hefur til þessa verið um 15 evrur. Miði á frumsýninguna kostar á bilinu 50 til 200 evrur, ef þú ert svo heppinn að eiga kost á miða. Sjö ára bið er eftir miðum á hátíðina í Bayreuth. Íslenskir Wagner-aðdáendur hafa allar götur frá flutningi Niflunga- hringsins hér á landi í Þjóðleikhús- inu notið þeirrar gæfu að fá tiltek- inn fjölda miða fyrir Wagner félagið á Íslandi. Segja gárungar að það sé stysta leiðin til að komast á hátíð- ina í Bayreuth að ganga í Wagner- félagið íslenska, en á þess vegum fer hópur ár hvert á hátíðina þar suður frá. Hátíðin í Bayreuth er einn af hápunktum í óperulífi Evrópu ár hvert. Til hennar var stofnað af tónskáldinu 1872 með tilstyrk Leopolds konungs í Bæjaralandi. Hún er helguð flutningi á tíu óperuverkum Richards Wagner og er með reglulegu millibili efnt til nýrra sviðsetninga á verkunum sem síðan eru endurflutt nokkur ár í röð. Íslendingar hafa komist næst framleiðslu á sýningum á hátíðinni þegar Lars von Trier var boðið að setja Niflungahringinn á svið fyrir fáum árum og átti Karl Júlíusson að gera leikmyndina. Á síðasta snúningi heyktist Lars á þessu mikla verki, en Árni Björns- son þjóðfræðingur hefur sýnt fram á með óyggjandi hætti að Richard Wagner nýtti mikið af fornnorræn- um textum við smíði Niflunga- hringsins. Að þessu sinni er það Katharina Wagner, barnabarnabarn tón- skáldsins sem setur verkið á svið: í samtali við fréttaritara AP segir hún þessa nýjung til að opna fleiri áhorfendum leið að flutningi hátíðar innar sem til þessa hefur verið bundin við sjónvarpsútsend- ingar og útgáfur á DVD. Upptaka þann 27. júlí verður síðan klippt til og gefin út á mynddiski í haust. Það háa verð sem menn verða að greiða segja forsvarsmenn að sé nauðsynlegt til þess að greiða kostnað við kaup á rétti söngvara. Útsendingin verður sýnd á stóru tjaldi á aðaltorgi bæjarins og er ókeypis. Kaupa má flutninginn eftir 27. júlí af vef hátíðarinnar til 2. ágúst. Þá geta menn fylgst með hátíðinni á bak við tjöldin í stutt- um myndum sem sækja má á hátíðar vefinn í gegnum iTunes. Kvikmyndun á verkinu er gerð með átta fjarstýrðum tökuvélum sem er haganlega komið fyrir í hinum sérstaka sal óperuhússins þar sem hljómsveitargryfja fyrir hljómsveit af stærstu gerð er hulin. Flest fyrirtæki sem sérhæfa sig í tökum af þessu tagi nota bæði mannstýrðar og fjarstýrðar töku- vélar en þess er ekki kostur hér: löngu er uppselt á frumsýninguna og því ekki létt að rýma fyrir töku- vélum. Þetta er í fyrsta sinn sem sviðsetning á vegum hátíðarinnar er fest á band síðan 1991 og í fyrsta sinn sem það er gert að áhorfend- um viðstöddum. „Við verðum að fylgja tímanum,“ segir Katharina Wagner og segir þessa tilraun marka nýja stefnu fyrir hátíðina og auðvelda áhugasömum aðgang að tónlist langafa síns. Meðal flytj- enda eru Klaus Florian Vogt, Franz Hawlata og Michaela Kaune. Sebastian Weigle stjórnar hljóm- sveitinni. Þeir sem vilja kynna sér þessa útsendingu geta leitað á slóð http://live.bayreuther-festspiele. de/index.html. Forstjóri Norræna hússins hafði í hyggju að bjóða upp á beinar útsendingar frá óperum norður- landa og víðar að í starfsemi Nor- ræna hússins. Af því hefur ekki orðið enn. Áhugamenn um óperur og óperutónlist hér á landi skipta þúsundum og gæfist þeim kostur á slíkum útsendingum yrði það vafa- lítið vel þegið. pbb@frettabladid.is Meistarasöngvararnir eftir Wagner sendir út á vefnum MENNING Wolfgang, sonarsonur Wagners og Kosimu, kona hans Guðrún og dóttir þeirra Katharina, en hluti fjölskyldu Wagners heldur fast um stjórnartauma í Bayreuth. MYND/NORDICPHOTOS/AFP Út er kominn kassi með fyrstu sjö diskunum sem gefnir voru út undir heitinu Íslandslög, en safnið er hugarfóstur Björgvins Halldórssonar söngvara og framleiðanda. Fyrsti diskurinn kom út 1991 og sá sjöundi í safninu er frá í fyrra. Kassanum fylgir vandaður bæklingur með upplýsingum um lögin sem eru frá ýmsum tímum á liðnum hundrað árum og ægir þar saman sönglögum fyrri tíma í bland við yngri tónsmíðar. Flutningur er í höndum allra helstu söngvara okkar og gefur safnið því einstakt yfirlit yfir íslenska sönglagahefð þótt útsetningar og túlkun sé okkar tíma. Það er Sena sem gefur kassann út og eru skýringar í bæklingnum á íslensku og ensku en safnið mun í upphafi hafa verið hugsað jafnt fyrir íslenska njótendur og erlenda gesti. Sena hefur einnig staðið fyrir útgáfu á nýjum diski með söngvaranum Helga Björnssyni þar sem saman er safnað íslenskum söngvum sem tengjast hesta- mennsku og útreiðum. Ann- ast Helgi sjálfur flutninginn og hefur kosið að setja lögin, sem eru af ýmsum uppruna og frá ýmsum tímum, í búning bandarískrar kántríhefðar. Diskurinn ber nafnið Ríðum sem fjand- inn og eru fjórtán lög í þessu safni af hestavísum og reiðlögum. Breska fyrirtækið Believer hefur sent frá sér nýjan disk með hljóðrit- unum Garðars Thors Cortes. Sena annast íslenska útgáfu á þessu nýja safni, en Cortes – When You Say You Love Me kom út samtímis hér á landi og á Bretlandseyj- um. Á disknum eru fjórtán lög, kunnar óperuaríur og kunn erlend lög auk íslenska lagsins við ljóð Jóhanns Sigur- jónssonar, Sofðu unga ástin mín. Frið- rik Karlsson stjórnar upptökum sem fóru fram í Tékklandi og á Englandi, en útsetningar eru eftir Óskar Einarsson. Þetta er þriðji diskurinn sem Garðar sendir frá sér á skömmum tíma. NÝJAR PLÖTUR + Bókaðu flug á www.icelandair.is * ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 28 90 0 6 2 0 0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Alla daga frá10 til 22 800 5555
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.