Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 12.07.2008, Qupperneq 58
34 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenskir knattspyrnu- menn hafa verið eftirsóttir starfs- kraftar á Norðurlöndum undan- farin ár og ekkert lát virðist vera á því. Lars Bohinen, íþróttamála- stjóri hjá Stabæk, telur megin- kosti íslenskra leikmanna sem koma til Noregs vera hversu harð- ir þeir séu og fljótir að aðlagast aðstæðum. Lars Bohinen kom hingað til lands á vegum norska liðsins Stabæk á dögunum til þess að skoða íslenska leikmenn og horfði meðal annars á leik KR og Vals í Landsbankadeild karla í fyrra- kvöld. „Þetta var fínn leikur og ég skemmti mér bara mjög vel. Ég sá líka leik í Landsbankadeildinni fyrir um ári síðan og mér fannst vera meiri gæði á þessum leik heldur en var þá,“ sagði Bohinen sem vildi ekki tilgreina hvort einhver leikmaður væri sér- staklega undir smásjánni hjá Stabæk þegar Frétta- blaðið fór þess á leit við hann, en norska liðið hefur meðal annars verið sterklega orðað við Pálma Rafn Pálmason, miðvallar- leikmann Vals. „Það er bara vinnuregla hjá okkur að vera ekki að blaðra um það í fjölmiðlum hvaða leik- menn við viljum fá og það sama gildir hvort sem fjöl- miðillinn er norskur eða íslenskur,“ sagði Bohinen á léttum nótum en viðurkenndi þó að hafa grætt eitthvað á ferð sinni. „Ég sá ekki bara einn leikmann, heldur nokkra leikmenn og við munum sjá til hvað við gerum í því. Leikmannamarkaðurinn í Noregi opnar 1. ágúst og við erum aðallega að leita að miðjumanni til þess að styrkja okkur í baráttunni um norska titilinn á yfirstandandi keppnistímabili. En auðvitað skoð- um við alla þá leikmenn sem við teljum að myndu styrkja leik- mannahóp Stabæk,“ sagði Bohin- en en Stabæk hefur góða raun af íslenskum leikmönnum. Harðir og aðlagast fljótt „Veigar Páll hefur staðið sig frá- bærlega hjá okkur og er einn af lykilmönnum liðsins og Helgi Sig- urðsson var líka frábær þegar hann lék hjá Stabæk, þannig að við vitum hvers íslenskir leik- menn eru megnugir. Einhverra hluta vegna framleiðir Ísland mikið af góðum leikmönnum, ég geri mér ekki sérstaklega grein fyrir því af hverju það er. En helsti kosturinn við íslenska leik- menn er hugarfarið, þeir eru rosa- lega harðir og fljótir að aðlagast aðstæðum í norska boltanum. Ég held líka að íslensku leikmennirn- ir sem ganga til liðs við sterkari félög erlendis geti með góðu móti bætt sig um 15-20 prósent,“ sagði Bohinen að lokum. omar@frettabladid.is Harðir og aðlagast aðstæðum fljótt Topplið Stabæk í norsku úrvalsdeildinni hefur fylgst með íslenskum leikmönnum undanfarið og Lars Bohinen íþróttamálastjóri var hér á landi og horfði á leik KR og Vals og hreifst af því sem hann sá. SLÆR Í GEGN Veigar Páll Gunnarsson hefur farið á kostum með Stabæk undanfarin ár og Bohinen metur hann eðlilega mikils. SCANPIX SKOÐAR ÍSLENSKA LEIKMENN Lars Bohinen, íþróttamálastjóri Stabæk, var nýverið á Íslandi til þess að skoða íslenska leikmenn en hann var á sínum tíma norskur landsliðsmaður og á mynd- inni er hann í baráttu við Zinedine Zidane og Didier Deschamps í landsleik árið 1998. NORDIC PHOTOS/AFP ÍSLENSKIR LEIKMENN HJÁ NORSKUM LIÐUM: Ármann Smári Björnsson (Brann) Baldur Sigurðsson (Bryne) Birkir Bjarnason (Viking/Bödo Glimt) Birkir Már Sævarsson (Brann) Garðar Jóhannsson (Fredrikstad) Gylfi Einarsson (Brann) Haraldur F. Guðmundsson (Aalesund) Indriði Sigurðsson (Lyn) Jóhannes Harðarson (Start) Kjartan H. Finnbogason (Sandefjord) Kristján Örn Sigurðsson (Brann) Ólafur Örn Bjarnason (Brann) Theodór Elmar Bjarnason (Lyn) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) FÓTBOLTI KR-ingurinn Björgólfur Takefusa hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum; búinn að skora í níu leikjum í röð, í deild og bikar, og samtals tólf mörk frá 2. júní. Sjö af þessum leikjum eru deildarleikir og með því að skora í næsta leik sem er á móti Grinda- vík þá jafnar hann met Þórðar Guðjónssonar frá 1993 yfir það að skora í flestum deildarleikj- um í röð á einu tímabili síðan að deildin innihélt fyrst tíu lið 1977. Það sem vekur athygli við markaskor Björg- ólfs er að hann skorar mörkin sín af stuttu færi, hvað eftir annað er hann réttur maður á réttum stað í markteignum. Einhverjir gætu bent á að hér væri breyttur Björgólfur á ferðinni en þegar hann kom fyrst fram hjá Þrótti sumar- ið 2003 þá skoraði hann hvert markið á fætur öðru af löngu færi. Nú treystir hann meira á markanefið sem var kannski stíflað í fyrra og í byrjun þessa tímabils (5 mörk í 24 leikj- um frá september 2006 til maí 2008) en upp á síðkastið virðist hann alltaf vera réttur maður á réttum stað í markteignum. Björgólfur skoraði annað mark úr markteignum á móti Val en það mark var dæmt af við skiljanlega mikla óánægju KR- inga. Björgólfur er búinn að skora átta af tólf mörkum sínum í deild og bikar í sumar úr markteignum eða innan við sex metra færi. Fyrir sumarið hafði hann aðeins skorað 5 af 37 mörk- um sínum í efstu deild af svo stuttu færi. Björgólfur skoraði 5 af fyrstu 17 mörkum sínum í úrvals- deild karla með skoti fyrir utan teig, annað- hvort í leik (2) eða beint úr auka- spyrnu (3). Hann hefur hins vegar aðeins skorað 1 af síðustu 30 mörkum sínum fyrir utan teig og skoraði síðast með langskoti í 3-0 sigri Fylkis á ÍBV á Hásteinsvell- inum 2. júlí 2005. Það var 21. mark hans í efstu deild og það sjötta sem hann skoraði utan teigs en síðustu 26 mörk hans hafa því komið úr teig eða vítum. - óój MÖRK BJÖRGÓLFS Í EFSTU DEILD 2003-2008 2003-2007 Samtals 37 Úr markteig 5 (14%) Úr teig utan markteig 21 (57%) Utan teigs 6 (16%) Vítaspyrnur 5 (14%) Mörk með vinstri fæti 8 Mörk með hægri fæti 23 (5 víti) Mörk með skalla 6 2008 Samtals 10 Úr markteig 6 (60%) Úr teig utan markteig 1 (10%) Utan teigs 0 (0%) Vítaspyrnur 3 (30%) Mörk með vinstri fæti 3 Mörk með hægri fæti 5 (3 víti) Björgólfur Takefusa er búinn að skora í níu deildar- og bikarleikjum í röð: Raðar inn úr markteignum FÓTBOLTI Það tók hreinlega á að tala við Gretu Mjöll Samúelsdótt- ur í gær. Hin geðþekka landsliðs- kona meiddist á æfingu með Breiðabliki í byrjun vikunnar og í gær fékk hún verstu tíðindi sem hún gat fengið. Hún er með slitið fremra krossband og verður frá keppni í margra mánuði. „Ég gat ekki fengið verri tíðindi. Fram undan eru styrktar- æfingar fyrir löppina til þess að bólgurnar hjaðni. Eftir það fer ég í aðgerð og síðan tekur við löng og ströng endurhæfing,“ sagði Greta sem sagðist eðlilega vera miður sín og hreinlega gáttuð. Hún var á leiðinni til Banda- ríkjanna í nám en ljóst er að ekkert verður úr því. „Ég tel að það sé best að endurhæfingin fari fram hérna heima,“ sagði Greta sem spilar ekki aftur knattspyrnu á þessu ári. - hþh Greta Mjöll Samúelsdóttir: Gat ekki fengið verri tíðindi GRETA Verður ekki með íslenska lands- liðinu gegn Frökkum. Meiðsli hennar eru mikið áfall fyrir Breiðablik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI KR hefur hafnað tveimur tilboðum frá sænska úrvalsdeild- arfélaginu GAIS í bakvörðinn Guðmund Reyni Gunnarsson. Guðmundur hefur vakið athygli margra liða á meginlandi Evrópu en tilboð GAIS var alltof lágt að mati KR. „Bæði við í KR og Guðmundur sjálfum erum pollrólegir þrátt fyrir að þetta jójó félag í sænsku deildinni hafi áhuga. Það er ekki spurning að Guðmundur fer einhverntíman út í atvinnu- mennsku, en þetta er ekki besti kosturinn í stöðunni,“ sagði Jónas Kristinsson í meistaraflokksráði KR. - hþh Guðmundur Reynir Gunnars.: KR hafnar tveim tilboðum GAIS GUÐMUNDUR Er í miklum metum hjá KR-ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Eiður vill búa í London eða Manchester Arsenal, Chelsea, Fulham, Tottenham og West Ham. Þetta eru félögin í ensku úrvals- deildinni sem í Lundúnum, óskastað Eiðs Smára Guðjohnsen sem mun væntan- lega færa sig um set frá Barcelona til Englands í sumar. Eiður hefur þegar neitað Aston Villa en reyndar segir faðir hans og umboðsmaður, Arnór Guðjohnsen, að Manchester-borg komi einnig til greina. Manchester City hefur sýnt Eiði áhuga auk West Ham. „Ég held að hann muni fara frá Barcelona og hann heldur öllum möguleikum opnum,“ sagði Arnór við Sky. FRJÁLSAR Helga Margrét Þor- steinsdóttir er í sjöunda sæti í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag á heimsmeistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum sem fram fer í Póllandi. Helga bætti árangur sinn í 200 m hlaupi um 12/100 úr sekúndu og varð fimmta. Þá bætti hún einnig sinn besta árangur í hástökki með því að fljóta yfir 172 cm í gær. Helga er komin með 3.318 stig sem er tíu stigum meira en þegar hún setti Íslandsmet sitt í síðasta mánuði sem er 5.524 stig. Helga keppir í langstökki, spjótkasti og 800 m hlaupi í dag. - hþh Helga Margrét Þorsteinsdóttir: Sjöunda eftir fyrir keppnisdag ÍBV vann sem kunnugt er Selfoss í topp- slag 1. deildar karla í fótbolta í fyrrakvöld og er nú komið með átta stiga forskot á Selfyssinga sem eru sem fyrr í öðru sæti deildarinnar þegar fyrri umferð Íslands- mótsins er að ljúka. Eyjamenn hafa unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum í 1. deildinni í sumar og aðeins fengið á sig fimm mörk og Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, getur eðlilega ekki verið annað en gríðarlega sáttur. „Eyjapeyjarnir eru bara búnir að standa sig mjög vel, það er bara svoleiðis og þeir kórónuðu það á móti Selfossi. Selfyssingar höfðu verið að fá mikið hrós fyrir leik sinn og réttilega þar sem þeir eru búnir að vera öflugir, en við skutum þá heldur betur niður á jörðina í þessum leik,“ sagði Heimir sem telur að mikil vinna yfir langt tímabil sé að skila sér í góðu gengi Eyjamanna í sumar. „Stöðugleikinn er lykillinn að góðum árangri Eyjamanna. Við vorum að spila vel í seinni umferðinni á Íslandsmótinu í fyrra þar sem við unnum níu leiki, gerðum eitt jafntefli og töpuðum einum leik og menn eru bara búnir að viðhalda þeim stöðugleika í sumar. Að mínu mati eru menn bara að passa sig að vera ekkert að fara fram úr sér, heldur er einfaldlega verið að vinna í leikskipulaginu og öðru því sem á að vera vinna í. Þannig viljum við gera þetta og þannig næst árangur,“ sagði Heimir sem er gríðarlega ánægður með unga leikmenn liðsins sem hafa virkilega stigið fram á þessarri leiktíð. „Við misstum náttúrulega mikið af mannskap þegar við féllum úr Landsbankadeildinni sumarið 2006 og staðan á fjárhagnum hefur ekki verið að hjálpa til með að fá nýja leikmenn síðan þá. Í sumar hef ég því verið að byggja liðið upp á leikmönnum sem eru á 2. flokks aldri eða eru nýstignir upp í meistaraflokk og þeir leikmenn hafa virkilega staðið sig og ég er gríðarlega ánægður með framlag þeirra til liðsins og vonandi heldur það áfram á sömu braut,“ sagði Heimir. HEIMIR HALLGRÍMSSON, ÞJÁLFARI ÍBV: GETUR VERIÐ KÁTUR MEÐ FRÁBÆRAN ÁRANGUR EYJAMANNA Í 1. DEILDINNI Stöðugleiki er lykillinn að góðri stöðu Eyjamanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.