Fréttablaðið - 21.07.2008, Side 12
12 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR
GANGA.IS
Ungmennafélag Íslands
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
23
61
0
5/
08
• OR ætlar að knýja meirihluta bílaflota síns með vistvænum eldsneytisgjöfum árið 2013. www.or.is
Ganga
um Hengils-
svæðið
Þriðjudaginn 22. júlí
verður farin fræðslu-
og gönguferð á
Hengilssvæðinu. Hugað verður að
orkunni og beislun hennar, orkujarð-
fræði, gróðri og sögu. Mæting í Hellis-
heiðarvirkjun við Kolviðarhól kl. 19:30. Þátttaka er ókeypis
og allir velkomnir. Leiðsögumenn eru Einar Gunnlaugsson
jarðfræðingur og Guðríður Helgadóttir lífræðingur.
Heimild Alþjóðlega saka-
máladómstólsins til að
rannsaka stríðsglæpi í
Darfúr-héraði er komin
frá öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, sem fól dóm-
stólnum málið fyrir þrem-
ur árum.
Á rúmlega klukkustundarlöngum
fundi í öryggisráðinu, sem hald-
inn var að kvöldi 31. mars árið
2005, samþykktu ellefu af fimmt-
án aðildarríkjum ráðsins ályktun
um að fela Alþjóðlega sakamála-
dómstólnum, sem er stríðsglæpa-
dómstóll á vegum Sameinuðu
þjóðanna með aðsetur í Haag, að
rannsaka ástandið í Darfúr-hér-
aði, þar sem þjóðarmorð virtist
hafa verið í algleymingi mánuð-
um saman.
Fjögur ríki sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna: Alsír, Brasil-
ía, Kína og Bandaríkin.
Fulltrúi Bandaríkjanna á fund-
inum sagði stjórn sína vera sam-
mála því að rannsaka eigi stríðs-
glæpi í Darfúr og draga hina seku
til ábyrgðar. Þess vegna hafi
Bandaríkin ákveðið að beita ekki
neitunarvaldi sínu í ráðinu, en
sleppa því samt að greiða atkvæði
vegna þess að þau eru andvíg
dómstólnum í Haag.
Niðurstaða saksóknara
Aðalsaksóknari dómstólsins í
Haag, Louis Moreno-Ocampo,
hefur nú, rúmlega þremur árum
síðar, komist að þeirri niðurstöðu
að handtaka eigi Omar al-Bashir
Súdansforseta fyrir þjóðarmorð,
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyninu. Nefnd þriggja dómara
dómstólsins, svonefnd forréttar-
stofa, fékk um leið það verkefni
að fara yfir sönnunargögnin, sem
saksóknarinn hefur aflað, og taka
afstöðu til þess hvort fara eigi
fram á handtöku forsetans.
Sú vinna gæti tekið nokkra
mánuði. Fari svo að alþjóðleg
handtökubeiðni verði lögð fram,
gæti þó reynst hægara sagt en
gert að handtaka al-Bashir. Súd-
ansstjórn harðneitar því að dóm-
stóllinn hafi nokkra lögsögu í
málinu, enda er Súdan ekki aðili
að dómstólnum – ekki frekar en
Bandaríkin.
Engin samvinna
Þótt öryggisráðið hafi, í fyrr-
nefndri ályktun frá 2005, krafist
þess að Súdansstjórn sýni dóm-
stólnum fulla samvinnu við rann-
sókn málsins, þá hefur stjórninni
ekki dottið í hug að ansa því.
Á síðasta ári ákærði saksókn-
arinn tvo aðra Súdani fyrir stríðs-
glæpi í Darfúr. Annar þeirra er
Ahmed Muhammed Harun,
núverandi ráðherra mannúðar-
mála í Súdan, en hann var áður
yfirmaður öryggismála í Darfúr-
héraði. Hinn er Ali Kushayb, einn
helsti leiðtogi vígasveita araba,
svonefndra janjaweed-sveita,
sem dómstóllinn telur hafa full-
vissu fyrir að hafi með vitund og
að undirlagi stjórnvalda stundað
skipulagða ofbeldisherferð á
hendur íbúum Darfúr.
Súdanstjórn tekur ekki í mál að
framselja þessa tvo menn til
dómstólsins. Því síður mun hún
afhenda forseta landsins, þannig
að ákæran er í reynd varla annað
en orðin tóm sem útilokað gæti
reynst að fylgja eftir í verki.
Óvissa
Óljóst er því hvaða gildi ákæra
dómstólsins hefur í raun. Þó má
reikna með því að þrýstingur á
Súdansstjórn og al-Bashir for-
seta aukist á alþjóðavettvangi.
Hann mun ekki eiga jafn auðvelt
með að ferðast til annarra landa,
þar sem hann má fastlega búast
við handtöku stigi hann á land
sem aðili er að dómstólnum.
Ekki verður staða hans þó svo
slæm að hann eigi hvergi í skjól
að venda. Bæði Arababandalagið
og Afríkusambandið hafa gagn-
rýnt yfirlýsingu saksóknarans og
ákæruna á hendur al-Bashir.
Hann ætti því að geta ferðast
áfram til margra araba- og Afr-
íkulanda, að minnsta kosti.
Tímamót
Ákæran á hendur al-Bashir mark-
ar þó tímamót og er í raun eins-
dæmi því aldrei fyrr hefur þjóð-
arleiðtogi verið ákærður fyrir
stríðsglæpi meðan hann situr enn
að völdum.
Í fjölmiðlum víða um heim hafa
menn velt því fyrir sér hvaða
þýðingu þessi tímamót hafi.
Mark Levine, sagnfræðipróf-
essor við Kaliforníuháskóla í
Bandaríkjunum, spyr til að
mynda í grein, sem birtist á vef
arabísku fréttastöðvarinnar Al
Jazeera, hvort nú verði ekki
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti örugglega næst ákærður
fyrir að fyrirskipa stríðsglæpi
Bandaríkjahers í Írak.
Fleiri hafa velt þessum mögu-
leika fyrir sér, en hann virðist þó
afar fjarlægur. Nærtækara er að
óttast að ákæran og hugsanleg
handtökubeiðni hafi áþreifanleg
áhrif á starfsskilyrði þeirra
alþjóðlegu friðargæsluliða sem
starfað hafa í Darfúr-héraði.
Nicolas D. Kristof, dálkahöf-
undur í International Herald Tri-
bune, spyr hins vegar hvort nú
þurfi ekki að ákæra kínversk
stjórnvöld fyrir að vera samsek
þjóðarmorðinu í Darfúr-héraði,
þar sem megnið af skotvopnum
stjórnarhersins og vígasveitanna
í Súdan hefur verið keypt frá
Kína, auk þess sem Kína hefur
selt Súdansstjórn herþotur og séð
um að þjálfa súdanska orrustu-
flugmenn.
Þessi möguleiki einn og sér
gæti styrkt stöðu íbúanna í Dar-
fúr. Hætti Kínverjar að útvega
Súdönum vopn gæti al-Bashir átt
fárra annarra kosta völ en að
sætta sig við öflugra friðargæslu-
starf.
Súdansforseti ákærður
FRIÐARGÆSLULIÐAR Í DARFÚR Saksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag telur sig hafa fullar sannanir fyrir því að al-Bashir
Súdansforseti beri ábyrgð á fjöldamorðum og öðru ofbeldi vígamanna í Darfúr-héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Al-Kaída, „bækistöðin“ á arabísku, eru alþjóðleg hryðjuverkasamtök súnní-
íslamista sem Osama bin Laden stofnaði árið 1989. Endanlegt markmið
þeirra er að sameina múslima í eitt ríki undir íslamskri stjórn sem væri
„hreint“ af vestrænum áhrifum. Samtökin hafa staðið á bak við alræmdar
hryðjuverkaárásir, á borð við árásirnar í New York árið 2001 og í London árið
2005.
Hver er uppruni al-Kaída?
Al-Kaída varð til meðal íslamskra vígamanna sem höfðu hrundið innrás
Sovétmanna í Afganistan með aðstoð Bandaríkjamanna og Sádí-Araba.
Höfuðstöðvar samtakanna færðust til Súdans 1991 en fluttust aftur til Afgan-
istans 1996 þar sem vel var tekið á móti þeim af stjórn talibana. Samtökin
komu þar upp þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn.
Hvað hefur al-Kaída gert?
Al-Kaída hefur staðið á bak við ýmis vel þekkt hryðjuverk. Meðal þeirra er
sprengjuárás á sendiráð Bandaríkjanna í Kenýu árið 1998, árás á Tvíbura-
turnana og Pentagon í Bandaríkjunum árið 2001, sprengjuárás í lestarkerfi
Madrídar árið 2004 og sprengjuárás í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Öflug
deild al-Kaída hefur starfað í Írak og hindrað viðleitni til uppbyggingar eftir
innrás Bandaríkjamanna og annarra árið 2003.
Hvernig hefur „stríðið gegn hryðjuverkum“ gengið?
Eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin
árið 2001 lýsti George W. Bush
Bandaríkjaforseti yfir „stríði
gegn hryðjuverkum“.
Bandaríkjamenn réðust
ásamt öðrum Atlants-
hafsbandlagsríkjum inn
í Afganistan í nóvem-
ber 2001 og steyptu
talibanastjórninni af
stóli. Yfirstjórn al-Kaída,
þar á meðal bin Laden,
tókst þó að flýja austur
yfir landamærin við
Pakistan. Líklegt er að
hún dveljist enn þar á
svæðum sem pakistönsk
stjórnvöld hafa lítið vald
yfir. Bandaríkjamönnum
hefur tekist að handsama
eða drepa marga hátt
setta aðila innan raða
al-Kaída. Erfitt hefur þó
reynst að uppræta samtökin
þar sem innan þeirra
starfar fjöldi
deilda víða
um heim sem
starfað geta
nokkurn veginn
sjálfstætt.
FBL-GREINING: HRYÐJUVERKASAMTÖKIN AL-KAÍDA
Hreinsun íslamlanda
FRÉTTASKÝRING: Stríðsglæpir í Darfúr-héraði í Súdan
FRÉTTASKÝRING
GUÐSTEINN BJARNASON
gudsteinn@frettabladid.is
Omar Hasan Ahmad al-Bashir
Súdansforseti er 64 ára gamall.
Hann er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem
Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag
ákærir fyrir stríðsglæpi.
Hann var ofursti í her landsins árið
1989 þegar hann steypti stjórn
landsins, varð sjálfur forsætisráð-
herra og æðsti yfirmaður hersins.
Fjórum árum síðar tók hann sér
forsetavald og bannaði starfsemi
stjórnmálaflokka.
Árið 2005 féllst Bashir á frið-
arsamkomulag sem batt enda á
blóðugt borgarastríð milli norður-
og suðurhluta Súdans, sem staðið
hafði síðan 1983 og kostað nærri
tvær milljónir manna lífið.
Önnur borgarastyrjöld hafði þó
brotist út árið 2003 í Darfúr-héraði,
sem er vestan til í landinu. Íbúar
þar, sem að meirihluta eru af
ættbálkum þeldökkra Afríkuþjóða,
höfðu fengið nóg af mismunun
stjórnvalda, sem jafnan gerðu
arabískum íbúum frá norðanverðu
landinu hærra undir höfði. Darfúr-
búar gerðu uppreisn, en stjórnin
brást við af fullri hörku og er talin
hafa fengið í lið með sér Janja-
weed-vígasveitirnar, sem saksókn-
arinn í Haag segir hafa stundað
skipuleg fjöldamorð og nauðganir
á íbúum héraðsins með fullri
vitund stjórnvalda og hreinlega að
undirlagi al-Bashirs sjálfs.
Al-Bashir er sagður gefa lítið fyrir
hugmyndafræði og stjórnmála-
stefnur, heldur tekur á hverju máli
eftir því sem honum sjálfum virðist
koma best hverju sinni. En bregst
ókvæða við ef honum þykir lítið úr
sér gert.
OMAR AL-BASHIR SÚDANSFORSETI
ÁKÆRÐUR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Omar
al-Bashir komst til valda í Súdan árið
1989 og tók sér alræðisvald fjórum
árum síðar. NORDICPHOTOS/AFP
Auglýsingasími
– Mest lesið