Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 2
2 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Arnar, er gott vaxtastig í þessu hjá Lárusi? Við leitum hæstu vaxtanna, enda eru þeir langbestir í ræktinni. Arnar Grant líkamsræktarfrömuður er vinsæll einkaþjálfari og einn þeirra sem púla hjá honum er Lárus Welding, forstjóri Glitnis. HEILBRIGÐISMÁL Ef læknir kemur frá svæði utan Evrópska efna- hagssvæðisins, EES, til að stunda lækningar á Íslandi þarf hann að gangast undir próf hjá lækna- deild Háskóla Íslands til að fá íslenskt lækningaleyfi. Prófið er á íslensku en leyfilegt er að svara á ensku. Í Fréttablaðinu á dögunum var sagt frá því að læknir, með próf frá háskóla í Austur-Evrópu fékk ekki íslenskt lækningaleyfi og hefði þurft að hefja læknanám sitt upp á nýtt ef til þess hefði komið. Í staðinn hóf hann nám í sjúkraliðun hjá Háskóla Íslands. „Vandinn er að þetta fólk hefur ekki sam- bærilega þekk- ingu við íslenska lækna, því margir læknaskólar í Austur-Evrópu hafa ekki reynst sérlega góðir. Margir hafa fallið í læknaprófunum okkar sem koma þaðan,“ segir Reynir Tómas Geirsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann var deildarforseti lækna- deildarinnar þegar reglurnar voru settar og var einn þeirra sem mótaði reglurnar sem gilda í dag. Að sögn Reynis fá erlendir læknar að starfa á heilbrigðis- stofnunum á ábyrgð yfirmanna í allt að eitt ár áður en þeir taka prófið til þess að geta undirbúið sig. „Það er meira en gert er í nágrannalöndunum, því þar fá erlendir læknar engan sérstakan undirbúning,“ segir Reynir og segir Ísland tiltölulega frjálslynt í þessum efnum, miðað við nágrannalöndin. Prófað er í helstu sérgreinum læknisfræðinnar. Margir falla og einkum þeir sem koma frá lækna- skólum sem veita ekki nógu góða menntun segir Reynir en að hans sögn eru þeir læknar mikið til frá Austur-Evrópu. „Þetta eru mjög sanngjörn próf sem við leggjum fyrir og þau prófa viðlíka þekkingu og þarf að hafa til þess að útskrifast úr læknadeild Háskóla Íslands,“ segir Reynir. Ekki er sjálfgefið að erlendir læknar fái vinnu þó að þeir hafi tilskilin leyfi að sögn Reynis því þeir þurfa að fara í gegnum ráðn- ingarferli eins og aðrir. Íslenskir læknar sem læra utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa einnig að taka þetta tiltekna próf til þess að fá íslenskt lækningaleyfi. Erlendir læknar sem fá menntun innan EES þurfa ekki að taka prófið. vidirp@frettabladid.is Læknar frá A-Evrópu með síðri menntun Læknar utan EES þurfa að standast próf hjá HÍ til þess að fá íslenskt lækninga- leyfi. Skólar frá Austur-Evrópu hafa ekki reynst sérlega góðir og það fólk hefur ekki sömu þekkingu og íslenskir læknar, segir prófessor í læknisfræði. LANDSPÍTALINN Læknar sem fá menntun sína utan EES þurfa að taka próf hjá læknadeild HÍ til þess að geta fengið íslenskt lækningaleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAREYNIR TÓMAS GEIRSSON ® FÓLK Áhöfn veiðiskipsins Árbaks RE 205 gaf kaffistofu Samhjálpar matvöru skipsins eftir að leggja þurfti því í höfn. „Þetta eru mjög góðir menn hérna á áhöfninni á RE. Við ákváðum í sameiningu [að gefa Samhjálp matvöruna]. Við ætluðum að skipta þessu á milli manna en ákváðum að gefa þetta þeim sem meira þurfa en við,“ segir Aron Víðisson, netamaður á Árbaki. Aron segir um að ræða alls kyns matvöru: lambahrygg, kjúkling og dósamat. Leggja þurfti Árbaki í höfn vegna hækkandi olíuverðs og aflasamdráttar og er óljóst um framtíð skipsins. Aron segir að áhöfnin verði ráðin á önnur skip. Vilhjálmur Svan, forstöðumaður kaffihúss Samhjálpar, segist þakklátur áhöfn Árbaks. Á kaffistofunni geta þeir sem lítið hafa á milli handanna fengið að borða. Vilhjálmur segir nokkuð um að sjómenn styðji við starfsemi kaffihússins með matargjöfum. - gh Áhöfn Árbaks RE 205 þurfti að leggja skipi og gaf Samhjálp matvöru skipsins: Sjómenn styðja við Samhjálp ARON VÍÐISSON OG KARL HILMAR Aron afhendir Karli matvæli fyrir kaffistofu Samhjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIMBABVE, AP Robert Mugabe Simbabveforseti og Morgan Tsvangiraí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um myndun þjóðstjórnar í Simbabve. Viðræður eiga að hefjast á fimmtudag í Pretoriu, höfuðborg Suður-Afríku, og stefnt er á niður stöðu innan tveggja vikna. Yfirlýsingin kveður á um endalok pólitísks ofbeldis, nýja stjórnarskrá og endurreisn efnahags Simbabve. Hún markar tímamót eftir mikil átök stjórnar og stjórnarandstöðu í tengslum við nýlegar forsetakosn- ingar. Tsvangiraí dró sig úr baráttunni um forseta- embættið, að sögn vegna ofbeldis stjórnarliða gegn stjórnarandstöðunni. Ekki er þó fjallað um skiptingu valds innan nýrrar þjóðstjórnar í yfirlýsingunni. Stjórnarandstæðingar viðurkenna ekki réttmæti Mugabes sem forseta. Efnahagur Simbabve er í molum eftir mikla óstjórn stjórnar Mugabes. Seðlabanki ríkisins gaf í gær út nýjan hundrað milljarða Simbabvedollara seðil, en verðbólga í landinu er 2,2 milljón prósent samkvæmt opinberum tölum. - gh Stjórn og stjórnarandstaða í Simbabve hefja viðræður um myndun þjóðstjórnar: Ræða myndun þjóðstjórnar ROBERT MUGABE OG MORGAN TSVANGIRAÍ Stjórnmálamenn- irnir hittust í fyrsta sinn í tíu ár í gær. NORDICPHOTOS/AFP AKUREYRI Fimm ára drengur hlaut opið beinbrot á fæti þegar hann varð fyrir jeppa á Akureyri um miðjan dag í gær. Hann gekkst undir aðgerð og er á batavegi. Drengurinn varð fyrir jeppan- um þegar hann hljóp í aksturslínu á bílastæði Bónuss við Langholt. Hann var fluttur með opið bein- brot á fæti, auk skráma um allan líkamann á Sjúkrahúsið á Akur- eyri. Þar gekkst hann sem fyrr segir undir aðgerð og síðdegis í gær, og mun hún hafa tekist vel. Að sögn læknis stóð til að dreng- urinn yrði á gjörgæsludeild í nótt, og yrði fluttur á barnadeild í dag. - kg Hlaut opið beinbrot á fæti: Fimm ára pilt- ur varð fyrir bíl BRETLAND, AP Tólf manns voru myrt með hnífum á Bretlandi í síðustu viku, þar af sex unglingar. Bretar hafa miklar áhyggjur af vaxandi tíðni hnífaglæpa. Í fyrra voru 26 unglingar myrtir með hnífum í London, samanborið við færri en tuttugu árið áður. Nítján hafa þegar verið myrtir í ár. Hnífar eru notaðir til að fremja tvo þriðju hluta manndrápa í Bretlandi. Byssueign er fátíð. Svo virðist sem æ fleiri unglingar beri hnífa sér til verndar og fyrirtæki sem framleiða hnífheld vesti kveðast aldrei hafa selt meira en um þessar mundir. - gh Æ fleiri ungmenni bera hnífa: Áhyggjur af hnífamorðum SORG Ungmenni syrgja átján ára vin sem myrtur var með hnífi. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR Heimsmarkaðs- verð á smjöri er tæpar 310 krónur á kílóið en til saman- burðar þá var verðið fyrir tveimur árum 129,4 krónur á kílóið. Þetta kemur fram á vefnum naut.is. Kílóverð á undanrennudufti er nú 278,4 krónur en fyrir tveimur árum kostaði það 156,8 krónur. Hins vegar náði verðið hámarki í fyrrasumar en þá var kílóið á 399,9 krónur. Langmest af þeirri mjólk sem framleidd er umfram innan- landsþarfir er flutt út sem smjör og undanrennuduft. Skyr er vaxandi í útflutningi en nú fæst mun betra verð fyrir það en undanrennuduftið. - hþj Heimsmarkaðsverð á smjöri: Nærri tvöfalt hærra en 2006 BAGDAD Barack Obama, forseta- frambjóðandi demókrata og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ræddu tímasetningu á afturköllun herliðs Bandaríkja- manna frá Írak á fundi í Bagdad í gær. Barack Obama hefur heitið því að afturkalla herlið frá Írak innan sextán mánaða frá því hann verður svarinn í embætti Bandaríkjafor- seta, ef svo verður. Íraski forsætisráðherrann sagði eftir fundinn í gær að viðræður hefðu verið þarfar og uppbyggilegar, en ekkert hefði verið ákveðið um tímasetningar. - kg Obama heimsækir Írak: Ræddu um aft- urköllun herliðs BARACK OBAMA LÖGREGLUMÁL Fimm drengir á aldrinum fjórtán til sautján ára hafa játað á sig mikil skemmdar- verk á golfvellinum á Strönd, mitt á milli Hellu og Hvolsvallar, í síðustu viku. Drengirnir tóku golfbíla ófrjálsri hendi, spóluðu á grasinu og óku á ljósastaura og klúbb hús- ið. Rannsókn málsins er ekki lokið af hálfu lögreglu. - kg Golfvöllurinn á Strönd: Unglingar játa skemmdarverk SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.