Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 21
ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL lh hestar ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2008 Stóðhesturinn Aris frá Akureyri varð efstur í A-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum. Knapi var Árni Björn Pálsson. Bættust þeir félagar þar með í hóp fárra útvaldra sem unnið hafa þennan titil, sem þykir einn sá eftirsóknarverðasti í hesta- mennskunni. Úrslitin í A-flokki voru dramat- ísk. Fyrirfram spáðu flestir hinum reynda knapa Sigurbirni Bárð- arsyni fyrsta sætinu. Er það eini stóri titillinn sem hann hefur ekki unnið á löngum og litríkum ferli og því mikið í húfi. Hann hafði úr að spila tveimur úrvals gæðing- um, þeim Stakki frá Halldórsstöð- um, sem er í eigu Kára Stefánsson- ar, og Kolskeggi frá Oddhóli, sem er stóðhestur úr hans eigin rækt- un. Kolskeggur var efstur bæði í forkeppni og milliriðli og þar með efstur inn í úrslit. Stakkur þurfti að keppa í B-úrslitum, vann þau og þar með réttinn til að keppa í A-úr- slitum. ÆÐRI MÁTTARVÖLD GRÍPA Í TAUMANA Það ríkti mikil eftirvænting um það hvorn hestinn Sigurbjörn myndi velja. Stakkur er óhemju sterkur í úrslitum. Það fór klið- ur um brekkuna þegar hann reið Kolskeggi inn á völlinn. Það voru að sama skapi mikil vonbrigði þegar ljóst varð að Stakkur var ekki með í úrslitunum. Þótti mörg- um það óvirðing við hestinn og mótsgesti. Kolskeggur byrjaði vel, var efstur þegar keppnin var hálfnuð. Hann varð hins vegar fyrir því óhappi að missa undan sér skeifu á brokkinu og átti enga möguleika eftir það. Þóttust margir skynja að þar hefðu æðri máttarvöld gripið í taumana. Sig- urbirni hefði verið refsað fyrir að velja ekki Stakk. Árni Björn hélt hins vegar sínu striki á Aris. En það var mjótt á munum og úrslit- in ekki ljós fyrr en síðustu tölur höfðu verið lesnar upp. Sjá viðtal við Árna Björn á síðu 10. Dramatísk úrslit í A- flokki á Landsmóti Árni Björn Pálsson fagnar sigri í A-flokki gæðinga á Aris frá Akureyri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. MYND/JENS EINARSSON Þrítugasta Íslandsmótið í hesta- íþróttum verður haldið í Víðidal, félagssvæði Fáks í Reykjavík, dagana 24.–27. júlí. Mótið er það stærsta til þessa hvað þátttöku varðar, um 500 skráningar hjá um tvö hundruð knöpum. Þetta er þriðja stóra mótið sem Fákur heldur á þessu ári. Reykja- víkurmótið í hestaíþróttum var haldið þar í vor og síðan hvíta- sunnumót Fáks, sem var gæðinga- keppni og úrtaka fyrir Landsmót. Dagana 14.–17. ágúst mun Fákur svo halda Íslandsmót barna, ung- linga og ungmenna. Geri aðrir betur. Allir helstu knapar landsins eru skráðir til leiks að þessu sinni og ljóst að hart verður slegist á toppnum. Skemmst er að minnast spennandi úrslita í tölti á LM2008 þar sem Viðar Ingólfsson á Tuma og Þorvaldur Árni Þorvalds- son á Rökkva börðust um hverja kommu í tölti. Í undirbúningi er að útbúa leiksvæði fyrir börn í Reið- höllinni. Aðgangur að því verður ókeypis en skipulögð gæsla verð- ur ekki á leiksvæðinu. Mótið hefst síðdegis á fimmtudag og lýkur síð- degis á sunnudag. Því má bæta við að Fákur aug- lýsir eftir sjálfboðaliðum til starfa á mótinu. Í staðinn er í boði falleg- ur reiðjakki fyrir þá sem vinna að minnsta kosti átta klukkustundir. Þeir sem vilja slá til geta hringt í Jón Finn í síma 898-8445. Íslandsmótið í hesta- íþróttum þrjátíu ára Flestir bestu knapar og hestar landsins eru skráðir til leiks á Íslandsmótinu í hesta- íþróttum. Þar á meðal eru þeir Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi sem sigruðu tölt á LM2008 eftir harða baráttu. MYND/JENS EINARSSON Átjánda Landsmót hestamanna var haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu fyrstu viku júlímánaðar. Mótið er það fjölmennasta til þessa. Talið er að um fjórtán þús- und manns hafi verið á svæðinu þegar flest var. Sunnlenskir vind- ar gerðu hressilega vart við sig á Rangárvöllum fyrstu daga móts- ins. Í tvígang gerði storm sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir í hvort skipti. Ætlaði þá allt um koll að keyra. Flugbjörgunarsveit- in á Hellu kom fólki til aðstoðar sem þurfti að taka niður tjöld sín. Nokkrir fengu gistingu í íþrótta- húsinu á Hellu. Sem betur fer varð þó ekkert úr slagviðri sem spáð var. Veðurguðirnir gengu síðan til liðs við hestamenn og þrjá síð- ustu daga mótsins naut fólk hverr- ar stundar í sól og blíðu. Síðan skein sól Sólin skín á efsta stóðhest í fimm vetra flokki, Óm frá Kvistum. MYND/JENS EINARSSON „Ég tel nauðsynlegt að vekja upp meiri félagsvitund á meðal hesta- manna. Það eru hestamannafélög- in í landinu sem standa að Lands- mótinu. Þau ættu að vera sýnilegri á þeim vettvangi,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH. „Við þurfum að taka þessa um- ræðu. Vera vakandi yfir því hvert við stefnum. Það er alveg ljóst að ímynd hestamannafélaganna sjálfra hefur farið halloka í móts- haldinu. Þetta er ólíkt því sem ger- ist í flestum öðrum íþróttagrein- um. Þar er meiri áhersla lögð á gildi þess að vera í íþróttafélagi; að menn séu að keppa fyrir sitt félag, í félagsbúningi. Við getum litið til heimsmeistaramótanna. Þar á hvert land sitt svæði í áhorf- endastúkunni. Það er keppni milli þjóða og mikil stemning. Allt í mesta bróðerni, en þetta þjappar fólki saman og gerir alla að virk- ari þátttakendum,“ segir Harald- ur. Vill auka félagsvitund Á heimsmeistaramótum styður hver þjóð sína menn. MYND/JENS EINARSSON Magnús Helgi og Þorsteinn Lofts- synir í Haukholtum í Hruna- mannahreppi fór beint á toppinn með fyrsta hrossið sem þeir rækta og fara með í dóm. Það er hryssan Elding frá Haukholtum, sem varð efst í sex vetra flokki hryssna á LM2008. Elding er undan Hrynj- anda frá Hrepphólum og Fjöð- ur frá Haukholtum, sem er ósýnd hryssa út af Feyki frá Hafsteins- stöðum og Gulltoppi frá Árna- nesi. Þeir Haukholtabræður eru fyrst og fremst fjárbændur en ákváðu eftir veru sína á Hvann- eyri að hefja hrossarækt. „Elding er hörkuhross, hún vill áfram,“ segir Magnús Helgi sem segir að í Haukholtum hafi alltaf verið til dugleg og góð reiðhross. Haukholtabræð- ur á toppinn Magnús Helgi og Þorsteinn taka við verðlaunum fyrir efstu sex vetra hryss- una á LM2008. MYND/JENS EINARSSON Formenn nokkurra hestamannafé- laga og aðrir sem vildu geta sofið í næði á LM2008 eru afar óhress- ir með það sem þeir kalla skríl- slæti á tjaldstæðunum. Aðalhlið- ið var fært til að þessu sinni og ekki þurfti að fara í gegnum það til að komast inn á tjaldstæðin. Er það ætlan margra að tjaldstæð- in hafi fyllst af unglingum sem hafi komið í þeim eina tilgangi að komast ókeypis á útihátíð. Fram- kvæmdastjóri Landsmóts segir að gæsla á svæðinu hafi brugðist. Formaður Flugbjörgunarsveitar segir skipulagsleysi um að kenna. Ekki sé hægt að kalla það skríl- slæti að syngja og spila á gítar. Sjá fréttir á bls. 2. Ekki skrílslæti að spila á gítar Fyrir skömmu fór fjöldi hrossa í WorldFeng, upprunaættbók ís- lenska hestsins, yfir 300.000 hrossa múrinn. Alls eru 300.200 hross skráð í upprunaættbókinni hinn 17. júní síðastliðinn. Um 74 prósent hrossanna voru fædd á Ís- landi, eða 222.459, og næstflest ís- lensk hross eru skráð fædd í Dan- mörku um 9 prósent, eða 26.762 hross. Þegar Fengur, forveri WorldFengs, var opnaður árið 1991 fyrir 17 árum, þá voru um 9.000 hross í gagnagrunni hrossarækt- arinnar á Íslandi. Í dag eru skráð hross fædd í 27 löndum. Þennan góða árangur má þakka frábæru starfi skrásetjara WorldFengs um allan heim og þátttakendum í skýrsluhaldi hrossaræktarinnar. Upprunabók stækkar Söngkonan Elísabet Alla sló í gegn á Landsmóti hestamanna BLS. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.