Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 48
24 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 L L 7 12 L HELLBOY 2 kl. 6 - 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 6 - 8 - 10.10 12 L HELLBOY 2 kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 - 8 - 10.10 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45 - 5.50 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 L 12 L 14 HELLBOY 2 kl. 6 - 8.30 - 11 MAMMA MIA kl. 6 - 8.30 - 10.50 HANCOCK kl. 10 KUNG FU PANDA ENSKT TAL kl. 6 - 8 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 12 7 12 12 HANCOCK kl. 6 - 8 - 10 MEET DAVE kl. 6.10 - 8.30 - 10.40 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.20 SÍMI 530 1919 FÍNASTA SUMARSKEMMTUN - V.J.V., TOPP5.IS/FBL Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI! * * * * Ó.H.T, RÁS 2 * * * T.V, Kvikmyndir.is * * * L.I.B, Topp5.is/FBL STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR FARA HAMFÖRUM Í BESTA BESTA ÞRILLER SUMARSINS Forsýnd í kvöld tryggðu þér miða í tíma ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS DARK KNIGHT forsýnd kl. 10:20 12 DARK KNIGHT forsýnd kl. 10:20 VIP MAMMA MÍA kl. 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20 L MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 VIP DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40D - 6 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANCOCK kl. 8 12 WANTED kl. 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 DARK KNIGHT forsýnd kl. 10:20 12 DECEPTION kl. 8 - 10:30 14 MEET DAVE kl. 6 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L WANTED kl. 8D 16 NARNIA 2 kl. 5:15 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 12 DIGITAL DARK KNIGHT forsýnd kl. 10:20 12 HELLBOY 2 kl. 8 - 10:20 12 MAMMA MÍA kl. 8 L DARK KNIGHT forsýnd kl. 10:20 12 NARNIA 2 kl. 5:40 7 DECEPTION kl. 8 - 10:20 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 L WANTED kl. 8 12 DARK KNIGHT forsýnd kl. 10:20 12 MAMMA MÍA kl. 8 L HANCOCK kl. 8 12 THE BANK JOB kl. 10:20 16 FORSÝND Í KVÖLD - bara lúxus Sími: 553 2075 HELLBOY 2 kl. 5.40, 8 og 10.15 12 MAMMA MIA kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.15 L HANCOCK kl. 8 og 10 12 KUNG FU PANDA -DIGITAL kl. 4-D - Íslenskt tal L NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 5 7  - T.V, Kvikmyndir.is  - Ó.H.T, Rás 2  - L.I.B, Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI V.J.V. - Topp5.is/FBL  Tommi - kvikmyndir.is Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlist- ina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priks- ins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnem- ar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðju- daga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljót- andi,“ útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time“ og „Aron Pálmi“. „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti,“ segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inn- tökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kall- aðir til baka, og svo voru þrír skorn- ir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar,“ segir Ari og hlær við. -sun Húsband spilar eftir fíling Sigrún Harpa Jósepsdóttir, stund- um þekkt sem Núrgis, sýnir myndir sínar á Café Rót, en þær voru teknar um borð í Ásbirni RE 50. Sýningin nefnist Sjóriða II og er styrkt af HB Granda og Vífil- felli. Hvernig er sjómennskan? „Mér finnst hún fín. Þetta er beggja blands, bæði mjög erfitt og líka mikil upplifun. Ég fór út í fyrsta skipti í fyrra og fyrir mér var allt svo framandi. Meira að segja ryðblettur fannst mér áhugaverður. Þess vegna hélt ég sýningu í fyrra sem hét Sjóriða. Ég varð sem sagt ekki sjóveik heldur var ég með sjóriðu í viku eftir að ég kom í land. Það var sama sagan núna, ég var með sjór- iðu helmingi lengur en ég var úti á sjó.“ Hvað heillaði hana nú, ver- andi vanari sjónum? „Ég er nú ekki orðin það sjóuð. Sjóriða II er stærri og veglegri. Ég gat lagt meira í þetta.“ Sigrún hefur ýmsa menntun, í margmiðlun, klassískum söng, húsgagnasmíði, hársnyrtingu og almennri hönnun. „Já, ég hef farið víða. Sumt af þessu hef ég tekið saman, eins og sönginn og hönn- unina. Ástæðan fyrir því að ég fór út í margmiðlun var að mig lang- aði að vinna við myndræna þátt- inn í tónlist, tónlistarmyndbönd og þess háttar. Síðan komst ég að því að ég hef ekki eirð í mér að sitja við tölvu allan daginn.“ Næst ætlar Sigrún í tónsmíðar. „Maður verður bara að gera það sem hjartað segir manni að gera. Mig hefur langað að semja tónlist síðan ég var lítil.“ Varðandi hús- gagnasmíðina segir hún: „Það var mjög gagnlegt. Í raun ættu allir að gera þetta. Þetta sparar manni fullt af tíma inni á heimilinu.“ „Ég er alveg að gera fleira líka. Ég er að læra á gítar hjá gítar- smið og er einstæð móðir. Ég geri bara það sem mér sýnist. Mér dettur eitthvað í hug og svo fram- kvæmi ég það. Með misjöfnum árangri náttúrulega.“ Hefur eitt- hvað gengið illa? „Alveg fullt af hlutum. En þá gerir maður bara eitthvað annað eða reynir aftur. Ég reyndi að flytja til Danmerkur, það gekk alls ekki. Ég kom aftur, fékk mér húðflúr af Íslandi og er að fara að ganga í Ásatrúarfélag- ið. Ég vil ekkert fara af þessum klaka aftur.“ Sýningin var opnuð seinasta laugardag en opnun tvö, „af því að þetta er Sjóriða tvö,“ verður á föstudagskvöldið klukkan níu. Plasmabell og fleiri spila fyrir gesti og léttar veitingar verða í boði. - kbs Með sjóriðu í viku GERIR ÞAÐ SEM HENNI SÝNIST Sigrún, sjóari með meiru, sýnir verk sín á Café Rót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í NÁM TIL NEW YORK Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason fer í tónlistarnám til New York í haust. Hann var hársbreidd frá því að fá inni í Juilliard. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlist- ar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskrift- ina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu. „Þetta er framhald af ráðstefnu sem við vorum með í fyrra og hét Who is in control? Hún tókst gríðar- lega vel, um 130 manns mættu, þar af 30 að utan,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmda- stjóri IMX, um ráðstefnu sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir í október í tengslum við Airwaves-hátíðina. Að sögn Önnu Hildar vöktu kynningar á milli pall- borðsumræðna á ráðstefnuninni í fyrra mikla lukku, en þar var sýnt hvernig má markaðssetja tónlist stafrænt á ódýran hátt. „Þetta er tilraun til að viðhalda vitrænum samræðum um þá þróun sem er í gangi og skoða í leiðinni þá möguleika sem eru að opnast í því að gefa út sjálfur. Er mögulegt að vera algjörlega sjálfstæður listamaður og hvaða teymi þarftu í kringum þig til að það heppnist vel? Núna er þetta ekki bara spurning um að fá plötusamning hjá stórfyrirtækjunum heldur skapast alls konar ný viðskiptasambönd við stór vörumerki sem vilja fjárfesta í tónlist. Svo erum við að skoða mjög gaumgæfulega hvernig netið virkar í þessum nýja veruleika sem við sem störfum í tónlist búum við.“ Anna segir stafrænan þátt tónlistarútgáfu hafa aukist gríðarlega og dæmi séu um að allt að 80 prósent viðskipta plötufyrirtækja séu stafræn. IMX flytja inn milli 20 og 30 manns, sérfræðinga á sínu sviði, til að tala á ráðstefnunni, sem fylgjast svo með Iceland Airwaves-hátíðinni. En hverjir sækja svona ráðstefnur? „Ég á von á því að það verði bæði tónlistarmenn og fólk frá plötufyrirtækj- um og vörumerkjum sem hafa áhuga á að fjárfesta í tónlist. Svo erum við líka með aðila frá síma- og leikjafyrirtækjum. Símafyrirtæki eru að verða mikilvægir samstarfsaðilar varðandi dreifileiðir og svo framvegis.“ Einn fyrirlesara ráðstefnunnar er einmitt Steve Schnur, yfirmaður Electronic Arts, eins stærsta leikjafyrirtækis Bandaríkjanna. Ráðstefnan stendur frá klukkan 10-17 báða dagana. Innifaldir verða tveir hádegisverðir „þar sem fólki gefst tækifæri á að efla tenglanet sitt, bæði við þá sem koma fram og þá sem sækja ráðstefnuna“. Búist er við um 50 erlendum gestum. Hægt verður að skrá sig í gegnum heimasíðuna icelandmusic.is eftir 1. ágúst. Þá mun félag tónlist- armanna fá sérkjör á ráðstefnuna. kolbruns@frettabladid.is Ræða þróun tónlistarheimsins RÁÐSTEFNA TIL EFLINGAR TÓNLISTARMANNA Anna Hildur er framkvæmdarstjóri IMX. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.