Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 51
ÞRIÐJUDAGUR 22. júlí 2008 27 TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–11 (7–6) Varin skot Þórður 2 – Bjarki 3 Horn 4–8 Aukaspyrnur fengnar 19–10 Rangstöður 2–2 ÞRÓTTUR 4–5–1 Bjarki Guðmundsson 5 Jón Ragnar Jónsson 6 Þórður St. Hreiðarss. 6 Michael Jackson 6 Kristján Ó. Björnsson 5 Andrés Vilhjálmsson 6 (72. Magnús Lúðvíks. -) Dennis Danry 7 (65. Rafn Haraldsson 6) Hallur Hallsson 6 *Sigmundur Kristj. 8 Adolf Sveinsson 5 (74. Hjörtur Hjartars. -) Jesper Sneholm 6 FJÖLNIR 4–5–1 Þórður Ingason 5 Magnús I. Einarsson 5 Óli Stefán Flóventss. 6 Kristján Hauksson 5 Gunnar V. Gunnarss. 6 Tómas Leifsson 6 (90. Andri V. Ívarss. -) Ágúst Gylfason 6 (90. Davíð Rúnarss. -) Ásgeir Aron Ásgeirss. 7 Gunnar Már Guðm. 6 Pétur Georg Markan 6 Ómar Hákonarson 6 (72. Ólafur Johnson -) 0-1 Dennis Danry (víti, 38.), 1-1 Ágúst Gylfason (45.), 2-1 Ásgeir A. Ásgeirs- son (77.), 2-2 Magnús Lúðvíks. (82.), 3-2 Pétur Markan (85.), 3-3 Hallur Hallsson (87.), 3-4 Sigm. Kristj. (90.) Fjölnisvöllur, áhorf.: 1047 Fjölnir Þróttur 3-4 Kristinn Jakobsson (7) GRINDAVÍK 2-1 KR 0-1 Gunnar Örn Jónsson (31.) 1-1 Sjálfsmark (43.) 2-1 Scott Ramsay (50) Grindavíkurvöllur, áhorf.: 772 Valgeir Valgeirsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–22 (5–10) Varin skot Zankarlo 7 – Stefán Logi 3 Horn 2–12 Aukaspyrnur fengnar 13–11 Rangstöður 0–0 Grindavík (4-4-2): Zankarlo Simunic 7 - Ray Anth- ony Jónsson 6, Marinko Skaricic 7, Zoran Stamenic 7, Bogi Rafn Einarsson 6 - *Scott Ramsay 7, Orri Freyr Hjaltalín 5 (67. Jóhann Helgason 4), Eysteinn Hauksson 6, Jósef Jósefsson 6 (78. Alexander Veigar Þórarinsson -) - Gilles Mbang Ondo 7 (88. Aljosa Gluhovic -), Andri Steinn Birgisson 5. KR (4-4-2): Stefán Logi Magnússon 4 -Skúli Jón Friðgeirsson 5, Grétar Sigurðarson 6, Pétur Marteinsson 6, Guðmundur Reynir Gunnarsson 5 - Gunnar Örn Jónsson 6 (69. Guðmundur Pétursson 5), Jónas Guðni Sævarsson 6, Óskar Örn Hauksson 6, Atli Jóhannsson 4 (73. Jordao Diogo -) - Guðjón Baldvinsson 4, Björgólfur Takefusa 5. FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson mætti ekki á fyrstu æfingu ÍA í gær undir stjórn Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Valur haft hann undir smásjánni í nokkurn tíma. Ótthar Edvards- son, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Vals, neitaði að tjá sig um málið í gær. Kaupa þyrfti Bjarna frá ÍA en Valur hagnaðist vel á sölunum á Birki Sævarssyni og Pálma Rafni Pálmasyni sem spilar sömu stöðu og Bjarni. Pétur Stephensen, framkvæmda- stjóri FH, sagðist ekki hafa spurst fyrir um Bjarna en ef hann færi frá ÍA hefði FH áhuga á að skoða það. Jónas Kristinsson, stjórnar- formaður KR-Sports, sagði að KR hefði ekki haft samband við ÍA vegna Bjarna. - hþh Bjarni æfði ekki með ÍA í gær: Á leið til Vals? GÓÐIR FÉLAGAR Bjarni er hér með Vals- aranum Helga Sigurðssyni. Þeir námu saman Viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík á síðasta ári. Þeir gætu orðið liðsfélagar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Laugardalsvöllur, áhorf.: 512 Fram Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–5 (7–2) Varin skot Hannes 2 – Fjalar 4 Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 8–10 Rangstöður 4–1 FYLKIR 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 5 Valur Fannar Gíslason 4 Kristján Valdimarsson 4 Ólafur Stígsson 4 Víðir Leifsson 5 Ian Jeffs 3 (69. Halldór Hilmiss. 4) Hermann Aðalgeirs. 3 (80. Haukur I. Guðna. -) Allan Dyring 4 Andrés M. Jóhannss. 3 Kjartan Á. Breiðdal 4 Kjartan Baldvinsson 3 (69. Jóhann Þórhalls. 4) *Maður leiksins FRAM 4–4–2 Hannes Þ. Halldórss. 7 Jón Orri Ólafsson 6 Reynir Leósson 7 Auðun Helgason 7 Sam Tillen 6 *Paul McShane 8 Halldór H. Jónsson 7 Heiðar G. Júlíusson 7 Joseph Tillen 8 (90 Örn K. Haukss. -) Ívar Björnsson 7 (83. Guðm. Magnús. -) Hjálmar Þórarinsson 7 (77. Grímur Grímss. -) 1-0 Joseph Tillen (42.) 2-0 Hjálmar Þórarinsson (64.) 3-0 Joseph Tillen (76.) 3-0 Einar Örn Daníelsson (7) STAÐAN Í LANDSBANKAD. KARLA: 1. Keflavík 12 8 2 2 26-16 26 2. FH 12 8 1 3 26-12 25 3. Fjölnir 12 7 0 5 22-14 21 4. Breiðablik 12 6 3 3 25-17 21 5. Valur 12 6 2 4 19-15 20 6. Fram 12 6 0 6 13-11 18 7. KR 12 6 0 6 20-15 18 8. Grindavík 12 5 2 5 17-20 17 9. Þróttur R. 11 3 4 4 15-20 13 10. Fylkir 12 4 0 8 12-22 12 ------------------------------------------------------ 11. ÍA 12 1 4 7 9-13 7 12. HK 12 1 2 8 12-28 5 FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson lagði upp tvö mörk fyrir Stabæk í 5-1 sigri liðsins á Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann brenndi auk þess af vítaspyrnu en Garðar Jóhannsson kom Fredrikstad yfir með áttunda marki sínu í deildinni. Stabæk komst þar með upp fyrir Fredrikstad á toppi deildarinnar. - hþh Uppgjör toppliðanna: Garðar skoraði og Veigar í stuði HANDBOLTI Íslensku stelpurnar í U20 ára landsliði Íslands gerðu 23-23 jafntefli við Ungverja í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í gær. Stella Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir Ísland og Karen Knútsdóttir sex. Guðrún Ósk Maríasdóttir varði tólf skot í markinu og var með 46% markvörslu. - hþh Ísland á HM U20 liða: Jafnt í fyrsta leik FÓTBOLTI Framarar endurtóku í gær leikinn frá því í fyrstu umferð deildarinnar þegar þeir unnu Fylk- ismenn 3-0. Sömu úrslit urðu í Árbænum í byrjun móts. Framar- ar náðu þar með að rétta úr kútn- um eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn sýndu frábæra frammistöðu í Kaplakrika í síð- ustu umferð en það stóð vart steinn yfir steini í leik þeirra í gær. Varnarleikur alls liðsins var mjög dapur og sendingar virki- lega ónákvæmar. Frömurum hefur gengið illa að skapa sér færi upp á síðkastið en í gær var annað uppi á teningnum og var mönnum bersýnlega ansi létt eftir leikinn. „Við þurftum algjörlega á þess- um stigum að halda,“ sagði Hann- es Þór Halldórsson, markvörður Fram, eftir leikinn. „Við vorum að koma úr þremur erfiðum leikjum en við stóðum saman í dag. Við ræddum það fyrir leikinn að byrja að hafa gaman af þessu aftur og vera ekki að hugsa of mikið um töfluna. Það skilaði sér í dag, við bara gengum í barndóm.“ Fyrri hálfleikurinn í gær var virkilega bragðdaufur. Meira líf var í gestunum til að byrja með en svo náðu Framarar meiri völdum og skoraði Joseph Tillen rétt fyrir hálfleik eftir stungusendingu frá Paul McShane. Fram var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og Hjálmar Þórar- insson bætti við langþráðu marki eftir frábæra fyrirgjöf Ívars Björnssonar. Hjálmar hafði ekki skorað síðan í fjórðu umferð þang- að til hann kom knettinum í netið í gær. Tillen skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Fram þegar hann skoraði í autt markið eftir sendingu Heiðars Geirs Júlíusson- ar. „Það virðist vera komin ein- hver Fram-grýla í Árbæinn og við höfum tök á þeim,“ sagði Hannes. „Eftir að við komumst yfir keyrð- um við bara yfir þá. Við gáfum fá færi á okkur, ég þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum og þannig á það að vera. Við sköpuðum fín færi og vonandi er stíflan brostin.“ - egm Framarar gengu í barndóm eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð: Fylkir brotlenti í Laugardalnum ERFITT Það gengur hvorki né rekur hjá Fylki sem tapaði sínum áttunda leik í sumar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Þróttur vann mikilvægan sigur á Fjölni, 3-4, í hádramatískum leik í Grafarvogi í gærkvöld. Þrótt- ur er nú níu stigum frá fallsæti en Fjölnir missti af gullnu tækifæri til að nálgast toppsætið. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleik og gerðist fátt markvert þar til Dennis Danry kom Þrótti yfir af vítalínunni á 38. mínútu. Ágúst Þór Gylfason jafnaði með síðasta skoti hálfleiksins beint úr aukaspyrnu. Það tók liðin 32 mínútur að finna netmöskvana í síðari hálfleik, þar var Ásgeir Aron Ásgeirsson á ferð- inni fyrir Fjölni. Þá hófst veislan. Þróttur jafnaði á 82. mínútu og Hjörtur Júlíus Hjartarson, vara- maður hjá Þrótti, fékk rautt spjald mínútu síðar. Fjölnir komst í 3-2 tveimur mínútum síðar. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Hallur Hallsson metin með marki af löngu færi. Það var svo Sigmundur Kristjánsson sem tryggði Þrótti sigurinn mikilvæga með öðru skoti af löngu færi. Þróttarar voru baráttuglaðir í leiknum og greinilegt að óánægja Gunnars Oddssonar eftir jafnteflið í Grindavík í síðasta leik hefur kveikt í mönnum. „Hún var allt sem góðan fótbolta- leik þarf að prýða, þessi frammi- staða hjá mínum mönnum,“ sagði Gunnar í leikslok. „Það var ekki hægt að biðja um meira á útivelli á móti Fjölni sem hefur verið á hvín- andi siglingu.“ „Við hugsum um markmiðin okkar en auðvitað vorum við búnir að spila fjóra leiki í röð án þess að landa sigri og þetta var kærkomið. Góð frammistaða síðast og ekki síst og það verður byggt á þessu,“ sagði Gunnar í leikslok. Fjölnir var manni fleiri og marki yfir þegar fimm mínútur voru til leikslok. Þá má segja að kæruleysi hafi tekið völdin. „Hugsanlega verða menn pínu værukærir og það vantar að komast alveg upp á tærn- ar. Þessi staða sem við erum í er fljót að breytast ef við höldum okkur ekki á tánum. Við komum ekki nógu grimmir til leiks og kannski að hugarfarið spili þar inn í. Ég er ánægður með hvernig við komum inn í síðari hálfleikinn og komum okkur í góða stöðu. Það er því mun erfiðara að tapa þessu,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálf- ari Fjölnis, í leikslok. -gmi Þróttur tryggði sér ótrúlegan sigur manni færri í uppbótartíma í gær: Dramatíkin tók öll völd í Grafarvoginum HETJAN Fyrirliðinn Sigmundur Kristjánsson tryggði Þrótti ótrú- legan sigur á Fjölni í uppbótar- tíma í gær. FÓTBOLTI Grindvíkingar komu til baka þriðja leikinn í röð og fögnuðu sínum fyrsta heimasigri í sumar þegar þeir unnu KR-inga 2-1 í Landsbankadeild karla í Grindavík í gær. Sóknarmaðurinn Gilles Mbang Ondo frá Gabon spilaði sinn fyrsta leik í sumar og var mjög ógn- andi allan tímann en það var þó Scott Ramsay að venju sem gerði útslagið í leiknum þegar hann skorðai sigurmarkið beint úr auka- spyrnu af um 35 metra færi. KR- ingar voru mun meira með boltann, sköpuðu sér fjölda færa en eins og oft áður í sumar var það ekki nóg því Grindavíkurvörnin hélt út. „Ég var mjög heppinn í markinu því boltinn fór í varnarmann. Við vorum líka heppnir að fá þrjú stig en við erum mjög ánægðir með að fá loksins þrjú stig á heimavelli. Við þiggjum alltaf þrjú stig þótt við höfum ekki leikið sérstaklega vel,“ sagði hetja Grindvíkinga, Scott Ramsay. Þjálfari hans Milan Stefán Jankovic viðurkenndi líka að sitt lið hafi verið heppið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri háfleik og vorum heppnir að skora jöfnunarmarkið. Það gaf okkur meira sjálfstraust í seinni hálfleikinn sem var betri. Scottie kom ekki á óvart í markinu því hann er bara eins og hann er. KR er með sterkt lið og þeir spiluðu vel en við höfðum lukkuna með okkur,” sagði Milan Stefán glaður í leikslok. KR-ingar náðu upp ágætri pressu í upphafi leiks og Grindavíkurliðið lá aftarlega á vellinum og leyfði KR-liðinu að vera með boltann. KR- ingar komust sanngjarnt yfir þegar Gunnar Örn Jónsson skallaði bolt- ann inn af markteig eftir frábært upphlaup og enn betri fyrirgjöf frá bakverðinum Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó ekki á því að gefast upp. Þeir voru aðeins grimmari eftir þetta mark og skömmu fyrir leikhlé bar það árangur þegar Gunnar Örn varð fyrir því óláni að mishitta fasta fyr- irgjöf Andra Steins Birgissonar þannig að hún söng í netinu, óverj- andi fyrir Stefán Loga Magnússon í KR-markinu. Seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Scott Ramsay kom Grindavíkurliðinu yfir með frábæru marki beint úr aukaspyrnu af um 35 metra færi. Ramsay fékk auka- spyrnuna sjálfur og átti lúmskt skot sem fór af veggnum og í bláhornið. KR-ingar pressuðu mikið eftir markið hans Ramsay en þéttskipuð vörn með þá Marinko Skaricic og Zoran Stamenic í fararbroddi og Zankarlo Simunic öruggan í mark- inu sá til þess að sóknarmenn KR- inga fundu ekki leið í markið þrátt fyrir margar hættulegar tilraunir. “Þetta er búið að gerast of oft í sumar og þá sérstaklega í leikjum tvö, þrjú og fjögur. Þegar Grindavík var komið í þá stöðu að vera búnir að jafna og vera tiltölulega sáttir með leikinn þá spiluðu þeir mjög öfluga vörn. Okkur tókst að skapa færi gegn fjölmennri vörn en við skoruðum bara ekki úr þeim. Við mætum þeim strax aftur í bikarnum og þar er stund hefndarinnar von- andi runnin upp,” sagði Logi Ólafs- son, þjálfari KR. ooj@frettabladid.is Það má aldrei líta af Scott Ramsay Grindvíkingar unnu fyrsta heimasigur sumarsins eftir að hafa staðist mikla pressu KR í gær. Eins og svo oft í sumar óðu KR-ingar í færum en þeir stóðu uppi stigalausir eftir góða frammistöðu. GÓÐUR Scott Ramsay lék KR-inga oft grátt með leikni sinni og hann tryggði Grind- víkingum sigur með marki beint úr aukaspyrnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V ÍK U R FR ÉT TI R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N *M að ur le ik sin s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.