Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 54
30 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. skipalægi, 6. íþróttafélag, 8. tala, 9. eyða, 11. hæð, 12. góð lykt, 14. ná ekki andanum, 16. klaka, 17. dreift, 18. gestrisni, 20. skóli, 21. sóða. LÓÐRÉTT 1. fiskur, 3. mannþvaga, 4. lögtak, 5. á nefi, 7. verkfæri, 10. angra, 13. þakbrún, 15. megin, 16. vætla, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. höfn, 6. fh, 8. sjö, 9. sóa, 11. ás, 12. ilmur, 14. kafna, 16. ís, 17. sáð, 18. löð, 20. ma, 21. agða. LÓÐRÉTT: 1. ufsi, 3. ös, 4. fjárnám, 5. nös, 7. hólksög, 10. ama, 13. ufs, 15. aðal, 16. íla, 19. ðð. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Arnar Grant 2 Þjóðhagsstofnun 3 6-1 fyrir Blika „Besti bitinn í bænum er Serr- ano. Hollur og góður matur og þeir eru með margt á matseðlin- um sem ég get borðað og finnst mjög gott. Ferskt hráefni.“ Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri. Skemmtisamsteypan Baggalútur er nú lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna. Svo ber við að upprunaleg ritstjórn vefsíðunnar fer saman í kynningarferð til Vestur- heims í byrjun ágúst og munu þá hittast aftur þeir sex sem saman skópu vefsíðuna árið 2001. „Við ætlum að heimsækja hið æsispennandi ríki Iowa og skella okkur síðan til Kanada á Íslendingadaginn,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, öðru nafni Enter. Hann segir að Haraldur Hallgrímsson – Kaktus – búi í Iowa ásamt fjölskyldu og þannig standi á þessu frumlega staðarvali. Það að Baggalútur heimsæki Íslendingabyggðir í Gimli passar eins og flís við rass ímyndar vefsíðunnar sem hefur alltaf verið rammíslensk og forn. „Við hlökkum sérstaklega til að sjá Fjallkonuna sem er sérlega glæsileg í ár,“ segir Bragi. „Hún heitir Alma Sigurdson og er á milli 60 og 70 ára. Svo ætlum við að reyna að gista á eyjunni Heclu. Þeir skrifa það með c- i. Málfræðin hefur eitthvað glutrast þarna niður hjá þeim.“ Ýmislegt áhugavert fangar athygli Baggalútsmanna í Iowa. „Þar er hver bær með sitt. Einn er með stærsta jarðarber Bandaríkjanna og annar með stærstu kúna sem er búin til úr smjöri. Við ætlum að reyna að skoða sem mest.“ Fljótlega eftir hina tíu daga kynningarferð má búast við að vefsíðan verði opnuð á ný. „Mann hefur óneitanlega klæjað í puttana í sumar, til dæmis hefði verið gaman að fjalla um ísbjarnarfárið. Við náðum reyndar fyrsta ísbirninum áður en við fórum í frí.“ Útvarpsþáttur samsteypunnar er nú sendur út hvern laugardag kl. 18.26 á Rás 1 og hljómsveitararmurinn er með nýja partíplötu í vinnslu. „Við erum að spila inn Roxy Music- gítara og að leita að tækinu sem gerir dúúú diskóhljóðin,“ segir Bragi. - glh SKOÐA JARÐARBER OG GISTA Á HECLU Upprunaleg ritstjórn Baggalúts – Spesi, Kaktuz, Enter, Myglar, Dr. Herbert og Númi Fannsker – hlakkar óskaplega til að sjá fjallkonuna Ölmu. „Þetta var mjög sérstök upplifun. Einhvers konar sambland af því að vera staddur í Babettes Geste- bud eða í Fellini-mynd. Þegar upp var staðið reyndist þetta einhver besta veisla sem ég hef upplifað á ævi minni,“ segir Atli Bergmann – vinur Mumma í Götusmiðjunni. Guðmundur Týr Þórarinsson, sem betur er þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, varð fyrir því að fá hjartáfall í fimmtugsafmælisveislu sinni sem haldin var síðasta laugardagskvöldið. Hann er nú á spítala og er á góðum batavegi en að sögn Atla mátti engu muna. „Við héldum að hann væri að deyja. Læknarnir segja að á mælikvarðanum einn til tíu þá hafi þetta verið hjartáfall upp á níu,“ segir Atli. Veislan var haldin á Silfrinu, Hótel Borg, en Mummi hafði ákveðið að bjóða aðeins nánustu vinum og ættingjum sem taldi um 25 manna hóp. Sem betur fer var þarna fólk sem kunni að bregðast rétt við. Hringt var á sjúkrabíl sem kom sjö mínútum síðar og var farið með Mumma beint á spítalann. Honum var bjargað á elleftu stundu. „Þetta var í upphafi veislu. Mummi var slappur, með brjóstsviða og hafði ekkert borðað en drukkið þeim mun meira af kaffi. Og var eitthvað stressaður. Svo versnaði þetta hratt. Var alveg rosalegt. Svo hneig hann niður. Og var farinn að kenna doða í útlimum,“ segir Atli. Kærasta Mumma, Sunna Ólafs- dóttir flugfreyja, fór með honum á spítalann en veislugestirnir ákváðu að sitja áfram. Ákvörðun sem Atli segir hafa verið þá einu réttu í stöðunni – eins og átti eftir að koma í ljós. Vinir Mumma, innsti hringur, var óvænt samankominn á þessari ögurstundu. Og reyndist þetta veisla sem Atli segir afar sérstaka og muni seint líða sér úr minni. „Mjög skrítin framan af yfir þeim góða mat sem fram var borinn: Forrétt- inum og aðal- réttinum. Við fengum fréttir með reglu- legu millibili og svo áður en eftirrétturinn kom bárust þau tíðindi að aðgerðin hefði tekist vel. Og þá urðu allir ofsaglaðir. Mikill feginleiki braust út og því er þetta einhver besta veisla sem ég hef upplifað,“ segir Atli sem hefur heimsótt Mumma vin sinn á spítalann þar sem hann er farinn að braggast og segja brandara og taka upp gjafir. jakob@frettabladid.is GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON: VAR VIÐ DAUÐANS DYR Mummi fékk hjartaáfall í afmælisveislu sinni MUMMI Í GÖTUSMIÐJUNNI Fékk hjartaáfall í byrjun fimmtugs-afmælisveislu sinnar og var hætt kominn. Vesturheimsk draumaferð Baggalúts Fyrrverandi Idolstjarnan og Drag- kóngur Íslands árið 2007, Ylfa Lind Gylfadóttir, fæddi á dögunum fyrsta barn sitt, soninn Gylfa Val. Drengurinn er skírður í höfuðið á föður Ylfu Lindar og bróður henn- ar og að eigin sögn gekk fæðingin vel. „Meðgangan gekk áfallalaust fyrir sig og fæðingin sjálf gekk líka mjög vel. Ég gekk tíu daga fram yfir með barnið en fór svo sjálf af stað.“ Ylfa Lind er einhleyp en segist ekki kvíða því að ala barnið upp einstæð móðir þar sem hún eigi góða fjölskyldu til að styðja við bakið á sér. „Ég ákvað að gera þetta ein, það er langbest að sjá bara um þetta sjálfur,“ segir Ylfa Lind, en aðspurð út í faðerni barnsins sagðist hún ekki vilja ræða málið að svo stöddu. Ylfa Lind segir það vera ótrú- leg tilfinningu að vera orðin mamma og að sonurinn sé mjög vær. „Þetta er eitt af því merki- legasta sem maður getur gengið í gegnum. Barnið sefur allan sólar- hringinn og vaknar aðeins til þess að fá að drekka, þannig að hann er algjör engill.“ Þegar hún er spurð hvort hún haldi að drengur- inn muni feta í fótspor móður sinnar og leggja sönginn fyrir sig segir hún að það gæti vel verið, hann sé duglegur að þenja radd- böndin nú þegar. Ylfa Lind mun krýna arftaka sinn sem Dragkóng Íslands 6. ágúst næstkomandi og segist hún hlakka mikið til þess að vera við- stödd keppnina. „Ég held að ég muni líklega bara skreppa að heiman til þess að krýna næsta Dragkóng og fara svo aftur heim til barnsins. En ég hlakka mjög mikið til þess að sjá keppnina í ár, þetta er alltaf jafn gaman,“ segir hin nýbakaða móðir. - sm Dragkóngur eignast barn STOLT MÓÐIR Ylfa Lind eignaðist sitt fyrsta barn fyrir stuttu og gekk fæðingin vel. ATLI BERGMANN Vinir Mumma sátu milli vonar og ótta í veislunni meðan afmælisbarnið var í aðgerð. Rottweiler-hundar eru nú á leið til Ósló þar sem þeir ætla að spila fyrir rappglaða Nojara 20. september en áður ætla þeir að ferðast um Skandin- avíu og spila vítt og breitt. Í nægu er því að snúast hjá for- söngvara Rottweiler en Erpur Eyvind- arson bíður nú frumsýningar myndar Sólveigar Anspach „Skrapp út” í ofvæni en þar leikur hann stórt hlutverk. Fréttablaðið greindi frá því, hér á þessum stað, um helgina að Steini í Kók (sem sumir kalla nú Steina í Tab), eða Þorsteinn M. Jónsson hafi fest kaup á ómáluðu verki Hallgríms Helgason- ar á fjáröflunarupp- boði UNICEF fyrir margt löngu. Svo skemmtilega vill til að þeir munu frændur, Steini og Hallgrímur. Hallgrímur er sonarsonur systur Jóns Þórarins- sonar sem er pabbi Steina. Systir Jóns var Málfríður Þórarinsdóttir og sonur hennar er Helgi Hallgríms- son, fyrrum vegamálastjóri, svo ættfræðinni sé nú til haga haldið. Meðan aðdáendur Ólafs Gunn- arssonar rithöfundar bíða næstu skáldsögu þessa sagnameistara geta þeir stytt sér stundir við að glugga í fyrstu skáldsögu Ólafs, Milljón prósent menn (1978), sem kom nýverið út á ensku. Ólafur á sér aðdáendur víða og til dæmis vitna JPV-menn, útgefendur Ólafs, í Julian Evans hjá BBC sem segir Ólaf einn beittasta og viðkunnanleg- asta íslenska rithöfundinn. Og: „Í miðri skáldsögu Laxness er logn, en í hjarta skáld- sagna Ólafs er hyldjúpt mannlegt öngþveiti.” - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI GANGA.IS Ungmennafélag Íslands STÓR HUMAR, LÚÐA, LAX, TÚNFISKUR Úrval skrétta á grillið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.