Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 50
26 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Skagamenn vonast örugglega eftir sömu umbreyt- ingunni á ÍA-liðinu og varð síðast þegar tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku við. Það er ekki langt síðan Skaga- menn stóðu í sömu sporum, voru þjálfaralausir, í fallsæti og fimm stigum frá öruggu sæti. Þegar Ólafur Þórðarson hætti með ÍA 30. júní 2006 var ÍA í 10. sæti með aðeins 6 stig og markatöluna 10- 17. Arnar og Bjarki voru þá báðir leikmenn liðsins en gerðust jafn- framt þjálfarar þess í seinni umferðinni. Skagaliðið hóf að leika bullandi sóknarleik og stig- in fóru að streyma upp á Skaga. ÍA fékk 16 stig í seinni umferð- inni en aðeins Valur og KR fengu fleiri. Ekkert lið skoraði fleiri mörk í síðustu níu umferðunum og liðið fékk fjórum mörkum færra á sig en í fyrri hlutanum. Skagaliðið tapaði aðeins einum leik eftir að tvíburarnir tóku við en það var 0-1 tap fyrir verðandi Íslandsmeisturum FH þar sem Hjörtur Hjartarson átti mögu- leika á að jafna leikinn í seinni hálfleik þegar hann lét verja frá sér vítaspyrnu. Í tveimur af fjór- um jafnteflum liðsins áttu Skaga- menn einnig að flestra mati skilið þrjú stig. Þeir misstu niður 1-3 forskot á Fylkisvellinum og óðu í færum í 2-2 jafntefli við Blika í Kópavogi. Munurinn sást ekki síst í frammistöðu leikmanna og þar gefur einkunnagjöf Fréttablaðs- ins ágæta mynd af umbreyting- unni. Leikmenn Skagaliðsins voru aðeins með 5,33 í meðalein- kunn eftir fyrri umferðina en spiluðu best allra liða í seinni umferðinni þar sem leikmenn liðsins voru með 6,44 í meðalein- kunn. Báðir bræðurnir spiluðu líka mun betur, Arnar hækkaði sig úr 5,6 í 6,6 og Bjarki fór úr 6,5 upp í 7,0. Nú er að sjá hvað gerist og hvort bræðurnir bjarga Skagalið- inu aftur frá falli. Þegar þeir tóku við fyrir tveimur árum þá vann ÍA tvo fyrstu leikina, fyrst 2-1 heimasigur á Grindavík og svo ótrúlegan 3-2 sigur á KR-vellin- um þar sem liðið lenti tvisvar undir. Þeir verða ekki með á móti FH um næstu helgi en verða mættir við stjórnvölinn þegar liðið sækir Framara heim á Laug- ardalsvellinum 6. ágúst. - óój BREYTINGARNAR Á SKAGALIÐINU 2006: (Fyrir og eftir að Arnar og Bjarki tóku við þjálfun liðsins) Árangur +7 sæti Fyrir 10. sæti í fyrri umferð Eftir 3. sæti í seinni umferð Stig í húsi +10 stig Fyrir 6 stig (22% stiga í boði) Eftir 16 stig (59% stiga í boði) Tapleikir -6 tapleikir Fyrir 7 töp Eftir 1 tap Mörk skoruð +7 mörk Fyrir 10 mörk (1,1 í leik) Eftir 17 mörk (1,9 í leik) Mörk fengin á sig -4 mörk Fyrir 17 mörk (1,9 í leik) Eftir 13 mörk (1,4 í leik) Meðaleinkunn leikmanna +1,11 Fyrir 5,33 Eftir 6,44 Skagamenn breyttust í besta sóknarliðið þegar tvíburarnir tóku við 2006: Bjarga bræðurnir ÍA aftur? AÐ STÖRFUM Þjálfararnir Arnar og Bjarki. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR FÓTBOLTI Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Arnar og Bjarki snúa aftur heim upp á Akranes því þetta er í þriðja sinn sem þeir koma saman til baka. Það eru nítján ár síðan tvíbur- arnir léku sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA í 3-1 sigri í Keflavík. Arnar var í byrjunarlið- inu og skoraði en Bjarki kom inn á sem varamaður. Eftir þrjú ár í atvinnumennsku komu tvíburarnir aftur heim haustið 1995 og Skaginn vann 8-2 sigur á Keflavík í fyrsta leik þar sem Arnar skoraði þrennu en hann átti eftir að skora 15 mörk í 7 leikjum um sumarið. Báðir áttu síðan eftir að koma einir til baka áður en þeir léku saman á ný með ÍA. Arnar lék tvo leiki með liðinu sumarið 1997 og Bjarki skoraði 7 mörk í 7 leikjum sumarið 2002. Þeir léku síðan báðir með liðinu sumarið 2006 eftir að hafa komið til baka frá KR og tóku síðan við þjálfun þess um mitt sumar. - óój Tvíburarnir Arnar og Bjarki: Komnir aftur heim í 3. sinn FÓTBOLTI Atburðarásin frá því að Guðjón Þórðarson var rekinn í gærmorgun og þar til tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir skrifuðu undir samning út tíma- bilið seinni partinn í gær var hröð. Staða ÍA er slæm og stjórn félagsins sá þann kostinn vænstan að reka Guðjón sem er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki á bakinu. Hann stýrði liðinu í 102 leikjum og vann 59 þeirra. Hann hefur alls unnið 99 leiki með öllum félögum í efstu deild í 192 leikjum. Arnar og Bjarki höfnuðu HK þegar það falaðist eftir kröftum þeirra nýverið. Arnar neitar því ekki að þeir hafi verið farnir að hugsa um þann möguleika að taka við ÍA þegar hringt var í þá í gær- morgun. „Okkur dauðlangaði til að gera þetta og við hugsuðum okkur ekki lengi um,“ sagði Arnar. „ÍA er sérstakur klúbbur. Hann hefur alltaf átt mikla samúð hjá fólki sem hefur tengt það við fót- boltahefð. Við vorum aldir upp þarna og fundum strax fyrir því. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda í hefðina,“ sagði Arnar en þeir félagar ólust upp steinsnar frá vellinum og æfðu með ÍA frá því að þeir voru nógu stórir til að sparka í bolta. Hann segir þá félaga ekki ætla að fá neina nýja leikmenn til ÍA en báðir munu þeir draga fram Skagabúninginn á nýjan leik. „Það hefur ekki hvarflað að okkur að leita að liðsstyrk. Hluti af hefðinni er að tefla fram ungum og efnilegum leikmönn- um, við erum dæmi um það,“ sagði Arnar en tvíburarnir spil- uðu sinn fyrsta leik fyrir ÍA 25. júní 1989, aðeins sextán ára gaml- ir. Arnar fiskaði víti, skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri. Bjarki kom inn á sem vara- maður í leiknum. Arnar viðurkennir að staða liðs- ins sé ekki góð en segir getuna vera til staðar. Þá sé aðeins eitt raunhæft markmið. „Það er að bjarga liðinu frá falli. Það er númer eitt, tvö og upp í sex,“ sagði Arnar sem hrósar jafnframt FH fyrir að sleppa þeim án nokk- urra vandkvæða. „FH-ingar komu fram eins og sannir heiðursmenn í málinu og slepptu okkur strax. Við erum þeim þakklátir fyrir það,“ sagði Arnar sem býr í Reykjavík en Bjarki í Hafnarfirði. Það verður því meira um akstur hjá þeim bræðrum í sumar en til þessa. Arnar segir þá bræður hafa svipaða skoðun á þjálfaramálun- um og hvorugur ráði, þeir geri hlutina í sameiningu. „Við krefj- umst ákveðins aga en höfum ákveðið kerfi í huga þar sem leik- menn njóta smá frjálsræðis, eins og við viljum gera. Það er oft sem leikmenn sem fara að þjálfa gleyma hvað var skemmtilegast að gera,“ sagði Arnar sem boðar skynsaman sóknarbolta. „Ef þetta lið á að falla, fellur það með stæl. Það verður ekkert spilaður varnarbolti,“ sagði Arnar. Hann segir einnig að það komi vel til greina að halda ísböð- unum margfrægu gangandi en segir best að þegja spurður hvort þeir hyggist halda áfram að spila eftir tímabilið. „Við höfum hætt svo oft við að hætta,“ sagði Arnar léttur. hjalti@frettabladid.is Ef við föllum gerum við það með stæl Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir stýra ÍA út tímabilið. Arnar segir að þeir hafi nánast beðið eftir þessu tækifæri og boðar skynsaman sóknarbolta hjá uppeldisfélaginu sem rak Guðjón Þórðarson í gær. Gunnar Sigurðsson átti stórleik í mark FH í 4-0 sigrinum á móti HK en hann tók stöðu Daða Lárussonar sem var meiddur. „Þetta var mjög sætt og þetta gekk ágætlega í þetta skiptið,“ sagði Gunnar hógvær þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Gunnar sagðist ekki vera að missa sig yfir þessum eina leik. „Það geta allir verið ánægðir með mann í dag en síðan eru allir óánægðir með mann í næsta leik. Þetta er upp og niður í þessu. Ég er ennþá að fá að heyra „Gunni undir sig“ þannig að ég er alveg rólegur yfir þessu,“ sagði Gunnar. Daði Lárusson var búinn að standa í FH-markinu í 137 deildarleikjum í röð eða í öllum leikjum FH síðan liðið komst aftur upp í efstu deild árið 2001. „Daði er allur að koma til. Þetta er allt í bróðerni hjá okkur Daða og það skiptir mig engu máli þótt ég verði kominn á bekkinn í næsta leik. Ég er ekki að stressa mig yfir því þar sem ég kom hingað með því hugarfari að styðja við bakið á honum,“ segir Gunnar sem var kominn með leið á boltanum en áhuginn vaknaði aftur þegar hann fór á kíkja á FH-æfingar í fyrra. „Ég þekkti Eirík markmannsþjálfara og fór á nokkrar æfingar í fyrra. Mér fannst það gaman og ákvað því að slá til í sumar bara til þess að vera með en pældi ekkert í því hvort ég fengi eitthvað að spila. Daði hefði alveg getað verið Peter Cech fyrir mér því það hefði ekki skipt neinu máli,“ segir Gunnar um af hverju hann sneri aftur í boltann eftir að hafa lagt hanskana á hilluna. Þetta var 116. leikur Gunnars í efstu deild en sá 115. í röðinni var á móti FH í lokaumferðinni 2005. Gunnar spilaði með Fram í 1. deildinni árið eftir þegar liðið komst upp aftur en lagði síðan skóna á hilluna. Gunnar býst alveg eins við því að setjast aftur á bekkinn þegar Daði verður orðinn heill. „Heimir gaf mér tækifæri til þess að spila smávegis og það er bara hans að ákveða hvað hann gerir í framhaldinu. Fyrst að þetta fór svona þá var þetta ótrúlega gaman og það gerði það ennþá sætara að við skyldum ná að halda hreinu,“ sagði Gunnar að lokum. GUNNAR SIGURÐSSON: TÓK STÖÐU DAÐA LÁRUSSONAR SEM HAFÐI LEIKIÐ 137 LEIKI Í RÖÐ Í MARKI FH Hefði alveg getað verið Peter Cech fyrir mér GANGA.IS Ungmennafélag Íslands > Tvíburarnir ekki með þjálfararéttindi Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir mega ekki stýra liði í efstu deild þar sem þeir hafa ekki næg þjálfararéttindi. Þeir eru með 2. stig réttinda en nauðsynlegt er að hafa KSÍ-A gráðu. ÍA fær viðvörun vegna þessa nú en leyfiskerfi sam- bandsins meinar þeim að byrja nýtt tímabil með liðið. Dagur Sveinn Dagbjartsson hjá KSÍ sagði Fréttablaðinu í gær að þeir gætu ekki sótt öll námskeiðin í réttri röð og lokið gráðunni fyrr en árið 2010. Þeir gætu þó mögulega farið krókaleið til að klára fyrr. Arnar sagði í gær að þeir bræður stefndu á að halda menntun sinni áfram sem fyrst. Hann bjóst jafnframt við því að þeir fengju undanþágu sýndu þeir fram á að þeir væru að sækja sér réttindin. FYRSTA ÆFINGIN Arnar og Bjarki eru hér á fyrstu æfingu sinni með ÍA frá því árið 2006 í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.