Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 44
20 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Ég fer mikið í bíó og
bíð spennt, eins og
margir, eftir Dark
Knight, nýju Batman-
myndinni. Það er þó
ekki alveg laust við
það að mér sé farið að
finnast nóg um hetju-
myndaflóðið. Á
þessu ári höfum við
þegar fengið að líta
Hulk, Iron Man, Hancock og Hell-
boy og ekki sér fyrir endann á
þessu æði. Þá eru ekki meðtaldar
þær hetjur sem ekki birtast í formi
fígúru, Indiana Jones, bræðralag
leigumorðingja í Wanted og fleiri.
Hvert sem maður lítur er einhver
að bjarga heiminum. Ekki mis-
skilja mig, þetta eru afbragðs
myndir upp til hópa og skemmt-
anagildi þeirra er óumdeilanlegt.
Það sem truflar mig er ástæðan
fyrir æðinu, orsökin frekar en
afleiðingin. Er heimurinn svo illa
staddur að honum þarf sífellt að
vera að bjarga? Og hver bjargar þá
hinum raunverulega heimi?
Ein af mögulegum ástæðum gæti
verið þörf fólks til að sjá líf með
tilgang, ólíkt þeirra eigin. Hvað er
tilgangsfyllra en það að hafa örlög
heimsins í höndum sér? Sumir
segja að eftir 11. september sam-
sami almúginn sér með fólki í
hættu og þrái lausn, hetju sem
kemur þeim til bjargar.
En er barátta meðalmannsins, í
Bandaríkjunum sem og hér, ekki
mun persónulegri, ógnin lúmskari?
Baráttan við að halda vinnunni,
geta borgað af lánum og rekið bíl-
inn. Þá væri nær að finna upp nýjar
hetjur, Bensín-manninn, Hagkerf-
ishetjuna og Atvinnuaflarann. Ég
veit ekki um aðra, en glæpagengi
plaga mig ekki í mínu daglega lífi.
Nema þá í formi ríkisstjórna og
ráðamanna. Ég bý ekki í Gotham.
Þessar hetjur eru reyndar
meingallaðar. Hellboy og Hancock
kunna ekkert á samskipti, eru ein-
mana og utanveltu. Hulk ræður
ekki við eðli sitt og gereyðingar-
mátt. Iron Man er rotinn vopnasali
og egóisti. Minnir þetta nokkuð á
stjórnmálamenn heimsins? Það er
þá kannski ekki furða að almenn-
ing dreymi um menn sem breytast
í hetjur.
STUÐ MILLI STRÍÐA Allir eru að bjarga heiminum
KOLBRÚN BJÖRT SIGFÚSDÓTTIR ER Á HÖTTUNUM EFTIR HETJU
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Beituverslun Villa
Opið
Við erum
með orma!
Við líka, en við auglýsum
það ekki!
Óglatt aftur?
Svolítið, já!
Ef ég gæti tekið þetta að mér
myndi ég gera það! In a flash!
Ógleði, mjaðmagliðnun og
hríðir! Bring it on!
Lygari! Ég veit!
Glaður að vera
maður!
En þú missir
samt af dálitlu!
Tilfinningunni að
bera líf innra með
þér!
Eins og fólk-
ið í Alien!
Allt í einu ...
skvíííííík!
Óglatt aftur?
Viltu rétta
mér saltið?
Gjörðu svo
vel Hvar eru salt- og
piparkvarnirnar?
Seldi
þær á
netinu
Hvað
sagðirðu!?
Og fullt af öðru
dóti sem við
þurfum ekki á að
halda. Sniðugt,
ekki satt?
Það er ótrúlegt hvað fólk
kaupir.
Gefðu mér
þetta!!
Ó, Sfinx, tveir skunkar
eru skotnir í mér. Jón og
Hermann. Segðu mér hvor
þeirra verður sá heppni?
Jón vill giftast þér!
Hermann vill vera heppinn.
Hún á afmæli í
daag!
Ptuuuuhhhhh! Ó! Alveg
eins og
í fyrra
Kannski ættum við
að láta eitt kerti
duga á næsta ári
TILBOÐ TIL
HLUTHAFA
365 HF.
365 – Skaftahlíð 24 – 105 Reykjavík – Sími 512 5000 – www.365.is
Tilboð opnað að nýju til miðvikudagsins
23. júlí 2008 kl. 16.00
Vegna fyrirhugaðrar afskráningar 365 hf. af skipu-
legum verðbréfamarkaði er hluthöfum 365 hf. gert
tilboð um að selja hlutabréf sín í félaginu á gengi
1,20 kr. á hvern hlut. Tilboðið gilti til 11. júlí
síðastliðinn en ákveðið hefur verið að opna það að
nýju og mun tilboðið vera opið til kl. 16.00 þann 23.
júlí næstkomandi.
Þeir hluthafar sem hafa ekki hug á að taka tilboðinu
halda ósjálfrátt áfram sem hluthafar í óskráðu félagi
365.
Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála
sem koma fram í bréfi sem sent var til hluthafa 3.
júlí síðastliðinn. Í bréfinu eru einnig leiðbeiningar um
tilboðið ásamt notandanafni og lykilorði, sem
hluthafi verður að nota til að taka þátt í tilboðinu. Ef
bréfið hefur ekki borist hluthafa skal hafa samband
við 365 í síma 512 5000, þar sem eru veittar allar
upplýsingar.
Stjórn 365 hf.
GANGA.IS
Ungmennafélag Íslands
Auglýsingasími
– Mest lesið
með ánægju
Vodafonehöllinni 24. júlí
Miðasala á midi.is
Sumartónleikar ársins í boði Iceland Express
Buena vista social club