Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 22. júlí 2008 21 Nýr formaður hefur verið skipaður fyrir samstarfs- sjóð Íslands og Danmerkur – Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde – Jörn Lind í stað Bent A. Koch fyrrver- andi ritstjóra sem hefur gegnt formennsku í sjóðn- um um áratuga skeið. Jörn er formaður í Det danske Sprog- og Literaturselskab og sinnti formennsku í hinni umtöl- uðu nefnd sem valdi útvalsverk danskrar menningar – svokallaða kanónu. Bent A. Koch hefur um árabil reynst Íslendingum haukur í horni í flestum málum sem varðað hafa samskipti þjóðanna. Hann hefur gegnt formennsku í sjóðnum í 44 ár og á marga vini hér á landi. hann lét af formennskunni á stjórnarfundi sjóðsins hér á landi snemma í þess- um mánuði og sótti á þessum tíma- mótum heim ýmsa forystumenn í menningarlífi hér og stjórnsýslu. Sjóðurinn var stofnaður eftir stríð og hafði það beinlínis á stefnu- skránni að styrkja samstarf land- anna eftir stofnun lýðveldisins sem mæltist misjafnlega fyrir í Dan- mörku. Hann hefur hin síðari ár einkum styrkt heimsóknir barna á vegum skólastofnana milli land- anna, en styrkir einnig heimsóknir danskra og íslenskra lista og vís- indamanna, forystumenn úr ung- mennastarfi. Það eru vaxtatekjur af sjóðseign- inni sem úthlutað er og hafa sjóðn- um af og til borist tillegg sem bæt- ast við höfuðstólinn, síðast frá Baugi. Hann er ásamt fleiri nor- rænum sjóðum mikill styrkur fyrir samskipti milli þjóðanna og hefur undir forystu Kochs staðið fyrir mörgum góðum fundum milli þess- ara fornu þegnþjóða Danakonungs. pbb@frettabladid.is Fornvinur víkur um set MENNING Bent A. Koch ritstjóri lætur af formennsku í samstarfsþjóði dana og Íslendinga eftir hátt í hálfrar aldar starf menning@frettabladid.is Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum. Velgengni laganna sem Benny Anderson stýrði nýjum upptökum á eykur verulega líkurnar á að þeim félögum takist að koma söngleik sínum eftir sögum Vilhelm Moberg, Kristínu frá Duvemala, á svið vestanhafs sem þeir hafa stefnt leynt og ljóst að um margra ára skeið. Sölukippurinn og velgengni Mamma mia! vestanhafs glæða vonir um að Abba slái loksins í gegn í Ameríku sem þeim gekk aldrei þrátt fyrir sterka stöðu á flestum öðrum mörkuðum. Mamma mia! situr nú í efsta sæti vin- sældalistans í kvikmyndahúsum hér á landi en myndina höfðu ríflega 30 þúsund gestir séð eftir helgina. Athygli vekur að konur eru víða í miklum meirihluta gesta og fara í hópum, jafnvel fleiri en ein kynslóð. Þá er þegar tekið að gæta þess að ungir áhorfendur sjái myndina oftar en einu sinni. - pbb Abba selst og selst TÓNLIST Sænsku poppararnir ásamt söngkonum sínum og um tíma eiginkonum á þeim tíma þegar frægð þeirra stóð sem hæst. Ysti hringurinn eftir Alexander Solsenit- syn, sem hann lauk við 1964 og kom út skömmu síðar í Sovét- ríkjunum í styttri útgáfu og var þá bann- aður, er nú loks vænt- anlegur í enskri þýð- ingu óstyttur og má vænta þess að þýðing- ar á fleiri tungur fylgi í kjölfarið. Sagan sem af mörgum er talin eitt höfuðverk hins aldna skálds var þrátt fyrir styttingar hans til að þóknast sov- éskum yfirvöldum bönnuð þar í landi en handritinu með styttingum var smyglað út og kom sagan víða út á Vesturlöndum í kjölfarið. Var útgáfan umdeild, sökum þess að hún setti höfundinn í hættu. Sjálfur lagðist hann opinberlega gegn útgáfunni, taldi menn vilja græða á sér. Sagan gerist í fanga- búðum Síberíu, rétt eins og Dagur í lífi Ivans Denisovitz og Gúlag-eyjarnar sem báðar voru þýddar á íslensku. Þýðingin af öllu verkinu var tilbú- in 2005 en útgáfa hefur dregist sökum fráfalls þýðandans. Sagnaskáldið er nú komið hátt á níræðis- aldur en vinnur lát- laust að frágangi á verkum sínum sem koma nú út í loka- gerðum hans í Moskvu. - pbb Ysti hringurinn heill BÓKMENNTIR Alexander Solsenitsyn. Ritsafn hans er þessi misserin að koma loks út í heild sinni í Rússlandi. Metropolitan-óperan í New York sendi í fyrravetur út í háskerpu- útsendingu sex óperusýningar sem varpað var á stór tjöld valinna kvik- myndahúsa víðs vegar um Banda- ríkin og Kanada. Þær koma allar út á diskum í haust, en á komandi vetri verður haldið áfram sýningum af þessu tagi og verða þá ellefu sýn- ingar sendar á valda sýningarstaði. Með þessari dreifingartilhögun hefur Metropolitan stækkað áhorf- endahóp sinn en óperuunnendur eru víða um lönd soltnir af verkum þeirra höfunda sem sinnt hafa þessu kröfuharða formi. Fetar óper- an slóð rokksveita, en Bon Jovi var fyrst hljómsveita til að nýta sér þessa tækni og hafa ýmsir sótt í sama farið, eins og Sigur Rós. Ekki er vitað til að íslenskir kvik- myndahúsaeigendur hafi sýnt þessu efni áhuga, en Norræna húsið hafði lýst áhuga á að taka upp slíka þjónustu. Telja má víst að sá tugur þúsunda óperuáhuga- manna sem halda uppi aðsókn að óperusýningum Íslensku óperunn- ar hefði áhuga á slíkum sýningum. Meðal verkanna sem sýnd voru í fyrra og koma út í haust eru Hansel og Gretel eftir Humperdinck, Mak- beð Verdis, Fyrsti keisarinn eftir Tan Dun sem Placido Domingo söng, Manon eftir Pucchini með finnsku sópransöngkonunni Karitu Mattila, Peter Grimes eftir Britta- in og La Boheme með Angelu Gheorghiu og Ramon Vargas. Það er vefurinn sem gerir þessar útsendingar mögulegar en minna má á að ein röksemd fyrir síman- um á sínum tíma var sú að hann gæfi mönnum tækifæri til að hlusta á beinar útsendingar á óperum. - pbb Óperur í bíó TÓNLIST Óperusýningar um net færast í vöxt og hver vill ekki heyra og sjá Placido í beinni útsendingu í góðum græjum og á stóru tjaldi? ATH Nú stendur sem hæst sýningin STRAUMAR í Listasafni ASÍ í Ásmund- arsal við Freyjugötu. Á sýningunni eru verk sem spanna hundrað ára skeið í íslenskri listasögu; elstu verkin á sýningunni eru rómantísk landslagsverk Þórarins B. Þorlákssonar frá byrjun síðustu aldar en það yngsta er lágmynd Svövu Björnsdóttur. Ásmundarsalur er helgaður Þingvöllum og hugmyndum um íslenskt þjóðerni sem verið hafa leiðarmótív í íslenskri myndlist frá 1930 og tekið á sig ólíkar birtingarmyndir. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga frá 14-18 og er aðgangur ókeypis. > Ekki missa af … danskri þáttaröð um rang- hverfuna á nítjándu öldinni, þeim tíma sem skóp íslenska sjálfstæðishreyfingu. Fyrsti þátturinn er á dagskrá á Ríkis- sjónvarpinu í kvöld kl. 21.15 og fjallar um þann tíma þegar Danir misstu tök á nýlendu sinni í norðri vegna ófriðar í Evrópu. Ráðist var á Kaup- mannahöfn og Englendingar gerðu danska flotann upp- tækan, ríkið varð gjaldþrota og sumir söknuðu Noregs. En í þessu litla landi kraumuðu tilfinningar og trúin á listina og vísindin. Ein af aðalpers- ónum þessa skeiðs var Adam Oehlenschläger sem átti sér marga aðdáendur hér á landi er líða tók á öldina. Daniel Day Lewis, hinn kunni skap- gerðarleikari, hefur tekið að sér hlutverk í söngvamyndinni Nine sem Rob Marshall er nú með í und- irbúningi. Verkið sem byggist ljóst og óljóst á vandræðum Fellinis eftir að hann lauk við 8½ og lenti í rit teppu verður filmuð í haust. Lewis hleypur inn í stað Javier Bardem sem sagði sig frá rullunni sem bæði Antonio Banderas og Raul Julia hafa túlkað á sviði. Öll önnur meginhlutverk söngleiksins eru í höndum kvenna og fer þar fríður flokkur: Penelope Cruz, Sophia Loren (Guido’s Mother), Nicole Kidman, Kate Hudson og Judi Dench meðal annarra. Nine er eftir þá Maury Yeston og Arthur Kopit og var verðlaunaður bæði við frumflutning 1982 og er hann var tekinn upp með Banderas 2003. Leikstjórinn Guido Contini er umvafinn konum en er í stórum vandræðum með líf sitt og feril. Minningar og sálarkvalir kalla á þar sem hann er kominn til Feneyja til að ná sér á strik á heilsuhæli. Hann er líka að verða fertugur. Upphaflega ætlaði Antony Ming- ella að kvikmynda verkið en nú hefur Marshall tekið við en hann reið feitu hrossi frá meðhöndlun sinni á Chicago sem margir þekkja af sviði Borgarleikhússins og síðar af kvikmynd hans. - pbb Day Lewis í söngleik TJALDÚTSALA HAWK 5 CORDOBA 6 CORDOBA 5 10.000 kr. 10.000 kr. kr. 5.000 kr. FESTI VAL 2. ma nna t jöld frá kr . 3.99 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.