Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 12
12 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Kolmunni (fræðiheiti:Micromesis- tius poutassou) er hvítur fiskur af þorskaætt. Hann finnst í Norður- og Norðaustur- Atlantshafi, allt frá Svalbarða að strönd Norð- ur-Afríku. Kol- munni getur orðið allt að hálfur metri á lengd en mælingar sýna að hann er oftast 30 til 40. Kolmunni heldur sig mest í úthaf- inu, í miðsævinu eða uppsjónum á 200 til 400 metra dýpi. Fyrir 1980 var kolmunni lítið veiddur en er nú mikilvægur nytjafiskur, einkum notaður í fiskimjölsframleiðslu. KOLMUNNI LÍTT NÝTTUR FYRIR 1980 Ýmir Vigfússon er dokt- orsnemi í tölvunarfræði við Cornell-háskóla í New York-ríki. Snemma á árinu sótti hann um styrk til fyrir- tækisins Yahoo og var í kjölfarið boðin sumarvinna í rannsóknardeild þeirra. Hjá Yahoo vinnur Ýmir með litlum hópi sem sér um að þróa dreifða skáarvinnslu á þúsundum terabæta en hann segir starfsumhverfið hjá Yahoo frábrugðið því sem Íslend- ingar eiga að venjast. „Ég sótti um styrk til Yahoo, þeir hafa verið að gefa stóra opna styrki til fimm nema í Bandaríkjunum en vildu breyta til. Í stað þess að vera með fimm stóra eru þeir nú með fjóra stóra og nokkra minni, ég hlaut einn af þessum litlu.“ Rann- sóknarstyrkurinn sem Ýmir fékk hljóðar upp á 400 þúsund með aðgangi að gögnum hjá Yahoo, ráð- stefnuboðum og fleira. Ými var svo boðið starf hjá fyrirtækinu stuttu síðar. „Ég fékk tilboð frá AT&T, IBM og Google líka en leist best á Yahoo,“ segir Ýmir og bætir því við að samkeppnin sé gríðarleg. „Það er skortur á fólki bæði í nám og störf tölvunarfræðinga.“ Til þess að halda í gott starfsfólk hafa fyrirtæki á borð við Yahoo, Google og Microsoft tekið upp á því að bjóða upp á óhefðbundna vinnuað- stöðu. „Samkeppnin á milli fyrirtækja gengur út á að láta fólki líða vel. Það er engin stimpilklukka og maður kemur og fer að vild. Stund- um er mætt klukkan átta, stundum klukkan ellefu,“ segir Ýmir. „Það eru haldin spilakvöld og nýlega var ratleikur um byggingar Yahoo en þær eru allnokkrar.“ Eins kostar maturinn lítið: „Ég borga um 300 krónur fyrir dýrindis hádegismat og allir drykkir eru ókeypis.“ Af leiktækjum á vinnustaðnum er nóg. „Það eru leikherbergi í öllum byggingum. Til dæmis eru borðtennis- og billjardborð þar sem hægt er að dreifa huganum auk fyrsta flokks leikfimis- aðstöðu.“ Ýmir segir að það sé ótrúlegt hve mikið verði úr vinnudeginum. „Á þennan hátt fá starfsmenn ekki aðeins útrás heldur hlakka til að koma í vinnuna.“ Ýmir bætir því við að launin spilli ekki fyrir. „Nýlega kom upp umræða um að Microsoft myndi kaupa Yahoo. Þá var ákveðið að semja við starfs- menn um launaðan uppsagnarfrest upp á 4-24 mánuði. Bara til þess að fólk hætti að hafa áhyggjur og myndi vinna betur.“ helgath@frettabladid.is Yahoo dekrar við starfsfólk sitt ÝMIR VIGFÚSSON DOKTORSNEMI Spilar billjard í vinnunni og hefur aldrei verið duglegri við störf Skorar á Bubba „Af hverju gerir hann þetta ekki sjálfur?“ segir Birgitta Jónsdóttir skáld um Bubba Morthens, sem sagði í viðtali á dögunum að Björk og Sigur Rós hefðu frekar átt að halda tónleika til að vekja athygli á fátækt en náttúruvernd. „Svo gleymist líka að Björk gaf allan ágóða af remixinu sínu til fórnar- lamba flóðbylgjunnar í Indónesíu. Hún hefur gert fullt af góðum hlut- um og alltaf verið samkvæm sjálfri sér, en það hefur Bubbi ekki verið. Ég er ekkert endilega sammála öllu sem Björk segir, eða Sigur Rós, en mér hefur allavega fundist þau vera gegnheil í því sem þau hafa verið að gera og samkvæm sjálfum sér. Þau voru að vekja athygli á því hverju er verið að fórna. Það kom aldrei fram að þau væru eitthvað á móti áli. Ég skora bara á Bubba að búa til svona flottan vef eins og náttúra.is er, með upplýsingum um fátækt á Íslandi.“ SJÓNARHÓLL UMMÆLI BUBBA MORTHENS UM TÓNLEIKA BJARKAR OG SIGUR RÓSAR BIRGITTA JÓNSDÓTTIR - SKÁLDKONA Landslið Íslands í þýskukunnáttu er á leið á Ólympíuleikana í þýsku í Dresden sem hefjast á morgun og standa í tvær vikur. Ragna Kemp, formaður félags þýskukennara á Íslandi, segir keppendur valda út frá meðmæl- um kennara. „Að auki erum við með keppni sem er kölluð Þýsku- þraut.“ Krakkarnir sem taka þátt að þessu sinni eru þau Ásgrímur Einarsson Gunnhildarson, Svala Lind Birnudóttir og Halla Lind Arnardóttir. „Krökkunum er skipt niður í vinnuhópa og er áhersla lögð á hlustun, skilning, tal og ritun.“ Þegar keppni lýkur á daginn sitja þau ekki auðum höndum heldur tekur við dagskrá sem saman- stendur af kynnisferðum, skemmt unum og fleiri uppákom- um. „Við kennararnir sem förum með höfum einnig nóg fyrir stafni, okkur er kynnt nýtt náms- efni, við erum látin vinna auk þess að skoða umhverfið,“ segir Ragna. Vinningshafar fá meðal annars að launum þriggja vikna þýsku- námskeið í Berlín á næsta ári. Íslendingurinn María Helga Guð- mundsdóttir hafnaði í þriðja sæti í keppninni árið 2005. - hþj Þrír íslenskir unglingar keppa á Ólympíuleikunum í þýsku DRESDENFARARNIR Ragna Kemp, Halla Tinna Arnardóttir, Svala Lind Birnudóttir, Ásgrímur Einarsson og Valgerður Guðjónsdóttir. Af lífs og sálar kröftum „Ölæði fólks frá fermingar- aldri og uppúr í miðborg Reykjavíkur má kalla nokkurs konar mótmælaaðgerðir að sínu leyti. Þar mótmælir fólk lífi sínu.“ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON UM ÁSTANDIÐ Í MIÐBORGINNI. Fréttablaðið 21. júlí. Sitthvað vespa og Vespa „Það er notað orðið vespa, sem er skrásett vörumerki, í öðru hverju orði.“ GUNNAR HANSSON VESPUSALI ER EKKI PAR HRIFINN AF OFNOTKUN ORÐSINS VESPA. Fréttablaðið 21. júlí. RV U n iq u e 0 60 80 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukið öryggi á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu „Það er alltaf nóg að gera,“ segir Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri þegar hann gaf sér tíma til að líta upp úr handriti sem hann er að skrifa. Hann er þó vanur að hafa þann háttinn á að segja sem minnst um hálfkláruð verkefni en þó segir hann að handritið sé gert eftir skáldsögu sem á að gerast í Reykjavík undir lok síðari heimsstyrjaldar. „Svo var ég að ganga frá heimildarmynd um myndlistarmanninn Dieter Roth sem er einn af merkilegustu listamönnum 20. aldarinnar, hvorki meira né minna. Ég er búinn að vera að vinna að þessari mynd í nokkur ár. Hann var svissnesk-þýskur en búsettur til margra ára hér á Íslandi. Og þar sem viðmælendurnir koma víða að verður hún á fjórum tungumálum, það er að segja íslensku, ensku, þýsku og dönsku.“ Hilmar er sem fyrr fámáll um það sem ekki er fast í hendi en segir þó líklegast að myndin verði frumsýnd í Englandi nú í haust. „Svo hefur hljómsveitin Melchior komið saman eftir 27 ára hlé,“ segir hann og hlær við. „Þetta er hljómsveit sem ég var í og nú erum við að taka upp en það verður ekki gefið út fyrr en það hefur fengið að þroskast vel í meðförum okkar.“ En hvernig er með listamennina, taka þeir sér ekki frí eins og annað fólk? „Þar sem ég vinn hjá sjálfum mér og viðfangs- efnin leita sífellt á mann er ég eiginlega hættur að skynja það hvenær ég er í fríi og hvenær ekki.“ En hvað sem því líður ætlar hann að fara með fjölskylduna austur á firði í dag og tjaldið verður tekið með þó að veðráttan fái hann til að vonast til þess að það verði ekki notað. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HILMAR ODSSON KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI Hvenær er maður í fríi og hvenær ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.