Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 46
22 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > BOND Í HÆLUM Daniel Craig neyddist til að fara í skó með þykkum botni og földum hæl fyrir sumar senurnar í nýju Bond- myndinni. Craig, sem er 178 sentí- metrar á hæð, er á meðal þeirra lágvöxnustu sem hafa tekið að sér hlutverk Bonds. Mótleikkona hans, Gemma Arterton er 170, en í hælum gnæfði hún yfir mótleikara sinn, sem kippti sér ekkert upp við að smella sér sjálf- ur í hælaskó. Söngkonan Pink skildi við eiginmann sinn, mótor- hjólakappann Carey Hart, í febrúar eftir tveggja ára hjónaband. Pink hefur verið að hitta rokkarann Todd Morse upp á síðkastið, en hann er í hljóm- sveitinni Juliette and the Licks, sem spilaði hér á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum. Vinur vinkonunnar segir að hún sé mjög hrif- in af Todd og að hún njóti þess að vera með honum. Eiginmaðurinn fyrrverandi, Carey, er þó enn miður sín með skilnaðinn og sagði hann í viðtali við tímaritið People að hann ætti erfitt með að aðlagast breyttum aðstæð- um. „Við tölum enn saman og reynum að halda vináttunni gangandi. Þetta er erfið aðstaða að vera í og ég elska hana ennþá og sakna hennar mjög mikið.“ Það er vonandi að Carey jafni sig bráðum eftir sambandsslitin. Pink laus og liðug PINK Söng- konan skildi við mann sinn fyrir stuttu en nýtur samt lífsins. Kate Moss langar í einkaþotu til að geta ferðast út um allan heim. Í viðtali við glanstímaritið Vogue í Bandaríkjunum segist ofurfyrir- sætan vera að safna sér fyrir einkaþotu sem hún ætli að nefna „Kate express“ eftir sjálfri sér. Hin 34 ára Kate hefur einnig hug á að flytjast út í sveit þar sem hún myndi vilja ala upp fimm ára dóttur sína, Lilu, en Kate á hús í Gloucestershire á Englandi þar sem hún dvelur reglulega með dóttur sinni. Þrátt fyrir að vilja veita dóttur sinni heilbrigt upp- eldi segist ofurfyrirsætan aldrei munu hætta að reykja. Vill einkaþotu VILL FLYTJA ÚT Í SVEIT Kate Moss dreymir um að fljúga út um allan heim á einka- þotu og langar til að flytjast með fimm ára dóttur sinni út í sveit á Englandi. Óðum styttist í stuttmyndahátíð- ina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Mynd- irnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta,“ segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frá- bært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house“-bíó, ásamt öðru,“ segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum – fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Ein- arsson, sem er einn af síðustu sýn- ingarstjórunum úr gömlu bíóun- um,“ segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári,“ útskýrir Guð- rún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gest- um kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur“ sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun Styttist í Shorts&Docs YFIRTAKA AUSTURBÆ Shorts&Docs kvik- myndahátíðin fer fram í Austurbæjarbíói í ágúst, og eru framkvæmdastjórinn Guðrún Ragnarsdóttir og verkefnastjór- inn Lára Marteins afar ánægðar með undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Blake Fielder-Civil, eiginmaður Amy Winehouse, var dæmdur í 27 mánaða fangelsi í gær, fyrir líkamsárás og að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Dómarinn David Radford sagði Fielder- Civil hafa hagað sér á „huglausan og smánarlegan hátt að tilefnislausu“. Málið kom upp í júní 2006, þegar Fielder-Civil og vinur hans, Michael Brown, réðust á James King, með þeim afleiðingum að hann kinn- beinsbrotnaði meðal annars, og þarf ennþá á aðstoð sálfræðings að halda. Þeir voru ákærðir fyrir líkamsárás, en hófu þá ráðabrugg til að forðast sakfellingu. Fielder- Civil og Brown ætluðu að múta King með um 200 þúsund pundum til að draga skýrslu sína til baka og halda til útlanda meðan á réttar- höldunum stæði. Til verksins réðu þeir menn að nafni Anthony Kelly og James Kennedy, sem áttu báðir að fá 20 þúsund pund fyrir viðvikið. Þeir héldu hins vegar beinustu leið á ritstjórn blaðs til að reyna að selja myndir af upphaflegu árásinni, og upp komst um ráðagerðina. Brown og Fielder-Civil lýstu sig báða seka í málinu. Fórnarlambið King var hins vegar sýknað af ákæru um tilraun til að hindra framgang réttvísinnar í síðasta mánuði. Blake fékk 27 mánaða dóm YFIR TVEGGJA ÁRA VIST Blake Fielder-Civil þarf að sitja í fangelsi í yfir tvö ár fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. NORDICPHOTOS/GETTY Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því að Sienna Miller og gifti kær- asti hennar ætli að hefja búskap bráðlega. Samband þeirra hefur bakað Siennu miklar óvinsældir. „Áður en þau fóru í frí til Ítalíu var Sienna svo gott sem flutt inn til Balthazars. Eiginkona hans og börnin þeirra fjögur höfðu flutt út og Sienna og Balthazar nutu þess til hins ýtrasta að vera ein í hús- inu. Hana langar þó ekki að flytja inn í húsið sem Balthazar deildi með konu sinni heldur vill hún finna nýtt heimili fyrir sig og Balthazar. Vinum hennar finnst hún þó vera að fara einum of geyst í sakirnar,“ sagði heimildarmaður við Mirror. Sienna og Balthazar eyddu saman tíma á Ítalíu fyrir stuttu og náðust þar myndir af parinu þar sem þau föðmuðust og kysstust í sólinni. Eiginkona Balthazars hefur hingað til ekki tjáð sig um málið en í kjölfar birt- ingar myndanna lét hún hafa eftir sér að henni finnist hún niðurlægð vegna framkomu parsins. „Sienna naut athyglinnar sem hún fékk frá Balthazar á Ítalíu og virtist vera algjörlega grunlaus um það sem hún er að gera konu hans og börnum,“ var haft eftir einum sjónarvotti. Það eru þó ekki nema tveir mánuðir síðan leikkon- an ræddi um samband sitt við leik- arann Rhys Ifans og sagði við það tækifæri að hún hefði með honum fundið sanna ást. „Þegar einhver segir nafnið hans þá brosi ég eins og kjáni því það fær mig til að hugsa um hann og það gerir mig hamingjusama. Ég elska Rhys, en hann er jafnframt minn besti vinur,“ sagði leikkonan um Rhys. Stuttu seinna sleit hún samband- inu við leikarann símleiðis. Rhys Ifans tilheyrir vinahóp sem hefur mikil völd innan tísku- og kvik- myndaheimsins og er hann meðal annars góður vinur fyrirsætunnar Kate Moss. „Framkoma Siennu gerði marga vini Rhys mjög reiða og með því málaði hún sig algjör- lega út í horn,“ var haft eftir heim- ildarmanni. Með sambandi sínu við Balthazar virðist Sienna vera að skaða nafn sitt enn frekar því Rosetta Getty, eiginkona Balthaz- ars, er vel liðin meðal fólks í Holly- wood. „Sienna á eftir að eiga erf- iða tíma fram undan og henni verður ekki tekið opnum örmum í Hollywood.“ Vinir Siennu segja að þótt hún virðist oft vera hæversk sé hún mjög sjálfsörugg og með- vituð um eigin fegurð. Sienna málar sig út í horn SIENNA MILLER Ekki vinsæl þessa dagana eftir að samband hennar við kvæntan mann komst í hámæli. NORDICPHOTOS/GETTY Skítt með kerfið! Lifðu núna Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.