Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 8
8 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hver er einkaþjálfari Lárusar Welding, forstjóra Glitnis? 2 Hvaða fornfrægu stofnun vilja þingmenn Samfylkingar- innar endurreisa? 3 Hvernig fór leikur Skaga- manna og Blika í knattspyrnu karla um helgina? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 ÍRAK Bandarískir hermenn drápu frænda og sautján ára son héraðsstjóra í Salaheddin-héraði í Norður-Írak á sunnudag, að því er vefmiðill al-Jazeera greinir frá. Segir að hermennirnir hafi ráðist inn í hús sem fjölskyldan átti. Þeir hafi komið að drengjun- um með byssur í höndunum, talið þá hættulega og skotið þá. Bandaríkjaher segist hafa handtekið liðsmann Al-Kaída í árásinni. Fjölskylda drengjanna hefur fordæmt atvikið og krafist rannsóknar. - gh Bandarískir hermenn: Drápu son hér- aðsstjóra í Írak BANDARÍSKIR HERMENN FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVISS, AP Evrópusambandið (ESB) bauðst í gær til að skera niður tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum um sextíu prósent á Doha-ráðstefnu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). WTO er alþjóðastofnun sem ætlað er að greiða fyrir alþjóðleg- um viðskiptum. Flest ríki heims eiga aðild að stofnuninni, þar á meðal ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Kína, Indland og Bras- ilía. Doha-ráðstefnan hefur staðið í sjö ár án niðurstöðu. Tilgangur hennar var að komast að samkomu- lagi um lækkun tolla og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi sem efldi hag fátækari ríkja. Í gær hófst maraþonvika í Doha- ráðstefnunni og er líklegt að dipl- ómatar muni sitja fundi daga og nætur næstu sólarhringa. Stjórn- málaskýrendur segja að ef niður- staða náist ekki í vikunni sé líklega úti um samkomulag. Samkomulag hefur hingað til einkum strandað á deilu þróunar- landa og ríkari landa Evrópu og Norður-Ameríku. Þróunarlönd vilja að ríku löndin lækki landbúnaðar- tolla og dragi úr niðurgreiðslum í landbúnaði. Ríku löndin vilja að þróunarlöndin dragi úr höftum á innflutningi iðnaðarvarnings og þjónustu, einkum bankastarfsemi. ESB vonast til þess að nýjasta útspilið, besta tilboð sambandsins hingað til, muni auðvelda samkomu- lag. Líklega eykur það þrýsting á Bandaríkin um svipaðar tilslakanir. Óvíst er hins vegar að þróunar- ríki verði fús til að koma til móts við kröfur ríkari landanna. Stór hluti tekna fátækari landa kemur frá innflutningstollum og þau telja þá mikilvæga til að vernda nýsköp- un í iðnaði og þjónustu. Nýleg rann- sókn Alþjóðabankans benti til þess að fátæk ríki myndu lítið hagnast á samningnum sem ríku löndin hafa boðið. Náist ekki samkomulag á Doha- ráðstefnunni er líklegt að athygli ríkja beinist frá alþjóðlegum við- skiptum og að svæðisbundnum við- skiptablokkum á borð við Evrópu- sambandið og Fríverslunarsamtök Norður-Ameríku. Slíkt fyrirkomu- lag kæmi helst niður á veikari ríkj- um með slaka samningsstöðu. gunnlaugurh@frettabladid.is Evrópusambandið vill lækka tolla um sextíu af hundraði ESB bauðst í gær til að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum um sextíu prósent. Vonast samband- ið til að tilboðið hleypi lífi í viðskipaviðræður sem staðið hafa í sjö ár á vegum WTO án niðurstöðu. FRANSKIR BÆNDUR Franskir og írskir bændur eru andvígir lækkun landbúnaðartolla í ESB. NORDICPHOTOS/AFP Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) er alþjóðleg stofn- un 153 ríkja sem ætlað er að stuðla að verslunar- frelsi í heiminum og skera úr ágreiningsmálum ríkja um viðskipti. Ákvarðanir stofnunarinnar eru bind- andi og hún getur heimilað viðskiptaþvinganir gegn aðildarríkjum sem brjóta reglur stofnunarinnar. Stofnunin, sem á aðsetur í Genf í Sviss, varð til 1995. Hún tók við af GATT, viðskiptasáttmála sem 23 ríki samþykktu 1948. Æðsta vald WTO er ráðherraráðið. Ráðið hittist á tveggja ára fresti og kýs meðal annars framkvæmda- stjóra stofnunarinnar. ALÞJÓÐAVIÐSKIPTASTOFNUNIN FÓLK Georg Eiður Arnarson frá Vestmannaeyjum hefur veitt lunda í næstum því þrjátíu ár. „Mér finnst það vera mikil forréttindi að fá að veiða lundann, þetta hefur veitt mér mikla ánægju í öll þessi ár,“ segir hann. Georg sinnir einnig trillu- útgerð en segist njóta sín best með lundanum. „Ég fór vestur að Dalsfjalli í norðankalda um daginn og náði í tæplega 160 lunda á þremur tímum,“ segir hann en tekur það fram að lundaveið- ar séu ekki fyrir alla. „Þetta er mikið puð. Það þarf að bera lundann fram og til baka frá veiðistaðnum,“ segir Georg. Hann segir unga fólkið ekki hafa mikinn áhuga á lundanum. „Fuglinn er lúsugur og manni verður mjög heitt við þetta og svitnar mikið.“ Georg segir að það sé margt að læra ef stunda á lundaveiðar. „Það tók mig nokkur ár að læra þetta, það þarf að læra á fuglinn og mikið um vindáttir.“ Lundinn flýgur á móti vindi og því skiptir vindáttin öllu þegar háfurinn er mundaður. „Það þarf líka að hugsa mikið um hvaða fugl er verið að veiða, það veiðir til dæmis enginn vanur maður sílafugla, þeir þurfa að sjálfsögðu að koma með æti. Það væri eins að kippa fótunum undan stofninum.“ - hþj Georg Eiður Arnarsson náði 160 lundum á þremur tímum í Vestmannaeyjum: Forréttindi að veiða lundann SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjómann sem fallið hafði niður stiga um borð í íslenskum togara norður af Horni síðdegis í gær. Stefndi togarinn í átt að Ísafirði og var kominn að Fljótavík þegar þyrlan kom á staðinn. Slasaði sjómaðurinn var hífður upp í þyrluna sem lenti við Landspítala í Fossvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann kvartaði um eymsli í baki og hafði einnig hlotið höfuðáverka. - ht Þyrla Landhelgisgæslunnar: Sótti sjómann að Fljótavík GEORG MEÐ LUNDANN Á HEIMLEIÐ Hann segir veiðarnar mikið puð og alls ekki fyrir alla að hafa gaman af. STJÓRNMÁL Áður en þingfrestun var í vor sagðist Geir H. Haarde forsætisráðherra ætla að halda fund í sumar með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna til að ræða eftirlaunafrumvarpið. „Það hefur ekki verið boðað til þessa fundar enn og ég hef engar upplýsingar um hvenær hann verður boðaður,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hitt Geir H. Haarde á förnum vegi um daginn og hann sagt að fundur yrði haldinn í ágúst. - vsp Eftirlaunafrumvarpið: Fundarboð hef- ur ekki borist PASCAL LAMY Núver- andi framkvæmda- stjóri WTO. NORDICPHOTOS7AFP VEISTU SVARIÐ? SKIPULAGSMÁL Mýrargata og Geirs- gata verða lagðar í samfelldan lok- aðan stokk frá Ánanaustum að Sæbraut til móts við Faxagötu ef farið verður að tillögum umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborg- ar. Í bókun ráðsins frá 15. júlí er þetta lagt til. Að auki verði gert ráð fyrir almenningssamgöngum fyrir strætó, léttlestakerfi og hjólarein- um á yfirborði stokkanna. Þörf er sögð á fjórum akreinum í stokknum svo hann anni vel umferð og er vísað í umferðarspá sem bygg- ist á áætlunum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu því til stuðnings. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni var einn um að greiða atkvæði gegn bókuninni. „Við telj- um komið að því að hætta að greiða svona mikið fyrir bílaumferð í mið- borginni,“ segir Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Við viljum hugsa hlutina upp á nýtt í stað þess að miða við áframhaldandi einkabílisma í anda amerískrar bílaborgar.“ Vegna áætlaðrar byggðar í Örfir- is ey telur Þorleifur einfaldara að gera göng en stokka. „Þær áætlanir eru jafnvel fjórum milljörðum ódýr- ari en þann kost þarf að rannsaka frekar.“ Hann segir að vegna bygg- ingar tónlistar- og ráðstefnuhúss geti menn hins vegar ekki beðið eftir niðurstöðum rannsókna. „Það er raunverulega verið að gera þenn- an stokk fyrir Portus, eigendur tón- listar- og ráðstefnuhússins.“ - ovd Fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn segir umferðarstokk gerðan fyrir Portus: Mýrargata og Geirsgata í stokk UMFERÐARSTOKKUR Á MÝRARGÖTU Gert er ráð fyrir að árið 2017 fari 31 þúsund bílar um Geirsgötu við Tollhúsið á hverjum sólarhring. Af sérstökum ástæðum er til sölu veitinga- staður í Miðborginni með mikla aðsókn og góða afkomu. Húsnæði getur fylgt. Ragnar Tómasson 896 2222 Veitingahús – fullt alla daga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.