Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 10
10 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR STÓRIR SMOKKAR Fólk klætt í smokka- búninga mótmælti andstöðu kaþólsku kirkjunnar við notkun getnaðarvarna í Ástralíu um helgina. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR „Sveitarstjórnin hefur kallað eftir því á hverju ári síð- ustu ár að vegurinn út í Dyrhólaey verði lagfærður en hann er varla lengur fær hópferðabifreiðum“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. „Vegagerðin hefur brugðist við með því að sinna lágmarksvið- haldi á veginum en miðað við þá miklu umferð sem er út í eyna allt árið um kring þarf meira til.“ Svanur G. Bjarnason, svæðis- stjóri hjá Vegagerðinni, segir engar stórar framkvæmdir í und- irbúningi vegna vegarins út í Dyr- hólaey. „Meiri viðgerðir á veginum eru orðnar tímabærar en komast í fyrsta lagi á dagskrá þegar vega- áætlun verður endurskoðuð, vænt- anlega á næsta þingi.“ - ht Gríðarlegur straumur ferðamanna er út í Dyrhólaey: Vegurinn varla fær hópferðabílum DYRHÓLAEY Mikill ferðamannastraumur er út í eyna allt árið um kring en vegin- um hefur lítið verið sinnt til margra ára. Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air 1,36 kg, þyngd í samanburði við: Fartölvu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,50 kg Erlent tímarit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,64 kg Handtösku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,37 kg F í t o n / S Í A MacBook Air – örþunn, fislétt, líka fyrir Windows Þegar þú snertir nýju MacBook Air breytist allt sem þú taldir þig vita um fartölvur og verður aldrei eins aftur. MacBook Air á þig um leið og þú sérð hana. Létt, örþunn, öflug. Fágun. Upplifun. Óviðjafnanleg. MIÐBÆRINN „Mér finnst tillögurnar í heild sinni ekki eins góðar og ég hafði vonað. Sú sem fékk fyrstu verðlaun er of groddaleg og fer gegn einróma bókun skipu- lagsráðs, sem fylgdi með skil- málum í sam- keppninni, um að halda skuli í gömlu húsin,“ segir Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG og fyrrum formað- ur skipulags- ráðs. Dómnefndin hafi því farið gegn vilja alls ráðsins, þegar hún samþykkti tillögu +Arki- tekta um nýjan Listaháskóla við Laugaveg. Ráðið hafi ætlað þrem- ur gömlum húsum að standa, en tvö þeirra eiga að víkja, samkvæmt tillögunni. „Reykjavíkurborg fer með skipu- lagsvald á þessum reit eins og öðrum og ég vil enn þá halda í það að þetta snúist um lýðræði og vald kjörinna fulltrúa,“ segir hún. Svandís bendir á að eitt húsanna verði ekki flutt en það er húsið sem hýsir verslunina Vínberið. „Húsið er hlaðið og þess vegna hefur verið mjög lengi rætt um að hlífa því,“ segir hún. Aðrar tillögur hafi tekið ríkara tillit til þessa og því verið betri. Fulltrúa Samfylkingar í skipu- lagsráði, Björk Vilhelmsdóttur, kemur einnig á óvart að gömlu húsin á Frakkastígsreitnum eigi að víkja. Rík krafa hafi verið um verndun þeirra. „Og við erum með borgarstjóra sem vill vernda 19. aldar götu- mynd. Það er svo sannarlega ekki gert í þessari tillögu,“ segir hún og minnir á að skipulagsyfirvöld eigi eftir að fara yfir tillöguna. „En það er margt jákvætt og skemmtilegt við þessa tillögu. Til dæmis þessi íslensku mynstur í gluggunum, ég er mjög hrifin af þeim,“ segir hún. klemens@frettabladid.is LHÍ gegn vilja skipulagsráðs Tillaga að Listaháskóla við Laugaveg fer gegn bók- un í samkeppnisskilmálum sem skipulagsráð setti í heild sinni, segir Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG. TILLAGA AÐ LISTAHÁSKÓLA Hér er séð aftan á skólann, frá Hverfisgötu. Rætt er um að skólinn stækki í framtíðinni og fái einnig aðstöðu vinstra megin götunnar, af myndinni séð. MYND/SAMSON BJÖRK VILHELMSDÓTTIR SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR KÓLUMBÍA, AP Kröfugöngur og tón- leikar fóru fram víðs vegar um heiminn í gær til að krefjast þess að kólumbísku uppreisnarsamtökin FARC losi gísla úr haldi. FARC hafa í áratugi barist gegn stjórnvöldum í Kólumbíu og hafa mörg hundruð gísla í haldi sínu. Hundruð þúsunda sóttu göngur og tónleika, meðal annars hjá kól- umbísku söngkonunni Shakiru. Hin fransk-kólumbíska Ingrid Betan- court, sem nýlega var frelsuð frá FARC, hvatti á tónleikunum til frels- unar gísla. - gh Biðla til FARC með tónleikum og kröfugöngum: Vilja fá gísla lausa Á TÓNLEIKUM Söngkonan Shakira syngur fyrir frelsun gísla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND, AP Franska þingið samþykki í gær með naumum meirihluta tillögur Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seta um breytingar á stjórnarskrá. Þær fela í sér að Frakklandsfor- setar geta aðeins setið tvö kjörtímabil, þingið fái neitunarvald gegn ýmsum ákvörðunum forseta, vald forseta til fjöldanáðunar sé lagt af og sjálfstæði þingsins til vals í þingnefndir sé eflt. Gagnrýnt hafði verið að tillögurnar heimiluðu forseta að ávarpa þingið, en sumir töldu það stríða gegn skiptingu löggjafar- og framkvæmdarvalds. - gh Vald franska þingsins aukið: Frakkar breyta stjórnarskránni NICOLAS SARKOZY HEILBRIGÐISMÁL Ný hjartaþræðing- ar stofa verður tekin í notkun á Landspítalanum við Hringbraut í nóvember. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Hjarta- þræðingartæki verður fjármagnað með gjafafé frá styrktarsjóði Jón- ínu S. Gísladóttur og Hjartaheill, en spítalinn greiðir kostnað við byggingu á stofu fyrir tækið. „Það er stórkostlegt tækifæri fyrir okkur og mikil bót fyrir starf- semina að ná þessari fullkomnu hjartaþræðingarstofu í gagnið til að halda áfram að berjast við svo- kallaða biðlista,“ sagði Björn Zoëga, starfandi forstjóri Land- spítalans við undirritun í gær. Björn sagði jafnframt að þrátt fyrir að framleiðsla hefði aukist mikið á síðustu árum hefði spítal- inn þurft að berjast við það að bið hafi verið á þjónustunni. „Nú ætlum við að taka alveg á því með þessu. Biðlistinn hefur minnkað um þriðjung en við ætlum að gera betur og koma þessu niður í það að það verði ekki biðlisti heldur eðli- legur vinnulisti,“ segir Björn. Á hjartaþræðingardeild Land- spítalans eru fyrir tvö hjartaþræð- ingartæki, annað frá árinu 2001 en hitt nokkuð eldra. Styrktarsjóður Jónínu Gísladóttur tók einnig þátt í kaupum á hjartaþræðingartækinu sem keypt var árið 2001. - þeb Nýtt hjartaþræðingartæki verður tekið í notkun á Landspítalanum við Hringbraut í nóvember: Vonast til þess að biðlistum verði eytt SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri A. Karlssonar ehf., sem er seljandi tækisins, undirrituðu samninginn á hjartaþræðingardeild Landspítalans við Hringbraut í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Hreiðarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs A. Karlssonar, fylgdust með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.