Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 42
18 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Mér finnst alveg prýðilegt að verða fertug, lífið verður alltaf betra og betra,“ segir Vala Þórsdóttir leikskáld glöð í bragði. Vala er fertug í dag en hún stendur í flutningum um þessar mundir og ætlar að nýta daginn í þá. „Fertugs- afmælisdagurinn er alveg jafn góður til þess eins og aðrir dagar. Kannski fer ég síðan út að borða í kvöld.“ Vala ætlar að halda stóra veislu ásamt fleiri vinkonum næsta haust en langt er síðan hún hélt síðast upp á stóraf- mæli. „Ég hélt upp á þrítugsafmæl- ið mitt þegar ég var átján ára. Ég bjóst við að annaðhvort væri ég líklegast dáin eða ég myndi ekki hafa neinn tíma til að halda upp á það þegar ég yrði þrítug. Ég var nú ekki dáin en ég hafði engan tíma til þess þannig að ég var ósköp glöð að hafa gert það þegar ég var átján ára.“ Vala segir það hafa farið vel í sig að verða þrítug. „Þetta var bara eins og hvert annað afmæli. Svo núna hef ég svolítið verið að bíða og sjá hvort það gerist eitthvað við að verða fjörutíu ára, en ég hugsa bara að ég hafi ekki þenn- an sjokkstuðul í mér,“ segir Vala hlæj- andi sem hefur ekki miklar áhyggjur af því að eldast enda lifa konurnar í henn- ar ætt allar vel og lengi. Sigríður Frið- riksdóttir frænka hennar kom til dæmis í blöðunum um daginn í tilefni þess að vera orðin 100 ára gömul. „Hún er ein af þessum fögru konum í ættinni minni sem ná að lifa lengi og hlæja og vera glaðar. Það er sko allt of lítill tími til að vera í fýlu.“ Vala er ekki mikið fyrir langtíma- markmið og eina sem hún setti sér fyrir afmælið var að vera búin að flytja inn í nýju íbúðina. „Ég náði því nú ekki, en ég næ allavega að hafa sofið í íbúðinni,“ segir hún hlæjandi. Það virðist lítil þörf fyrir langtímamarkmið hjá Völu sem hefur í nógu að snúast án þeirra. „Ég hef verið mikið á faraldsfæti upp á síð- kastið, var nú síðast á frábæru höfunda- setri í Visby á Gotlandi að skrifa. Ég er að skrifa handrit fyrir ýmsa miðla og svo er ég að gera örsagnabók sem gefin verður út í Tyrklandi næsta haust.“ Það hljómar kannski ótrúlega að ís- lenskt kvenleikskáld sé þekkt í Tyrklandi en svo er nú samt með Völu. „Búið er að gefa út hluta af leikritunum mínum þar og verið er að þýða Eldhús eftir máli á tyrknesku, ásamt örsagnabókinni. Mikil þörf er á verkum fyrir konur í Tyrk- landi. Ekki er mikið þýtt af evrópskum verkum, sérstaklega ekki eftir konur, svo verkin mín eru í stöðugri notkun í leiklistarskólum þar í landi.“ Það er því nóg í gangi hjá leikskáld- inu Völu sem segir mikilvægt að hafa mörg járn í eldinum. Hún ætlar þó að njóta dagsins í dag og biður fyrir kærri kveðju til vina og vandamanna sem búast mega við veislu með haustinu. mariathora@frettabladid.is VALA ÞÓRSDÓTTIR LEIKSKÁLD: FAGNAR FERTUGSAFMÆLINU Í DAG Verkin mín í Tyrklandi OSCAR DE LA RENTA ER 76 ÁRA Í DAG „Tískuheimurinn hefur aldrei verið meira spennandi en í dag. Konur stjórna sínum eigin örlög- um, neytandinn er meðvitaðri, og ég verð að vera betri hvern ein- asta dag.“ Oscar de la Renta er einn af fremstu tískuhönnuðum í dag. Hann er fædd- ur í Dóminíska lýðveldinu árið 1932 en fluttist um tvítugt til Spánar þar sem hann fór fljótt að hanna fyrir fremstu hönnuði landsins. timamot@frettabladid.is Wiley Post varð fyrstur manna til að fljúga hringinn í kring- um jörðina þennan dag fyrir 75 árum. Það tók Wiley sjö daga og nítján klukkustund- ir að fara þessa löngu leið og var honum tekið fagnandi af 50.000 manns þegar hann lenti í New York. Wiley var frumkvöðull í flug- bransanum og átti meðal ann- ars þátt í að þróa fyrsta loft- þrýstingsbúnaðinn. Flugferill Wileys hófst í flugsirkus þar sem hann stökk reglulega í fall- hlíf. Hann missti augað við starfið en notaði slysabæturn- ar til að kaupa sér fyrstu flug- vélina. Wiley lést aðeins 37 ára að aldri þegar hann missti stjórn á heimagerðri flug- vél sem hann flaug ásamt vini sínum Will Rogers. ÞETTA GERÐIST: 22. JÚLÍ 1933 Flaug kringum jörðina Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, Ingibjargar Jónsdóttur frá Eskifirði. Bestu þakkir til starfsfólks dagvistar og deildar 4 í Sunnuhlíð, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Greta J. Ingólfsdóttir Friðný Ingólfsdóttir Auður Ingólfsdóttir Bragi Michaelsson Ingólfur Friðgeirsson Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Guðbjargar Guðmundsdóttur Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir góða hjúkrun og umönnun. Reynir Guðmundsson Gréta Guðmundsdóttir Runólfur Elentínusson Símon Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, sr. Birgir Snæbjörnsson fyrrverandi prófastur, Holtateig 48, Akureyri, lést 17. júlí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13.30. Sumarrós Garðarsdóttir Jóhanna Erla Birgisdóttir og fjölskylda Birgir Snæbjörn Birgisson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Oddur Guðjón Örnólfsson Hlíf II, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 18. júlí. Útförin auglýst síðar. Kristín Guðrún Jónsdóttir Þórhildur Oddsdóttir Jónatan Hermannsson Margrét Oddsdóttir Ólafur G. Jónsson Örnólfur Oddsson Védís Ármannsdóttir Jón Halldór Oddsson Martha Ernstdóttir Gunnar Oddsson Sólveig Guðnadóttir Bára Elíasdóttir Óskar Ármannsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, Sigríður Kristín Pálsdóttir Stóru-Sandvík, lést að morgni 16. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudag- inn 24. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda Ari Páll Tómasson Guðrún Guðfinnsdóttir Rannveig Tómasdóttir Viðar Ólafsson Magnús Tómasson Líney Tómasdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aldís Sigurjónsdóttir Tindaflöt 5, Akranesi, er lést á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 18. júlí sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 24. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Þóra Jósefsdóttir Kristinn Steinarsson Sigurjón Tómas Jósefsson Guðrún Þóra Guðmundsdóttir Róbert Jósefsson Guðrún Björnsdóttir Margrét Jósefsdóttir Hermann Traustason barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hilmars Þórs Björnssonar fv. útgerðarmanns, Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Magnús Þór Hilmarsson Björn Þór Hilmarsson Birna Katrín Ragnarsdóttir Hilmar Þór Hilmarsson Þórunn Arinbjarnardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Jónsson stýrimaður, Laugarnesvegi 89, lést á landspítalanum 20. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vera Einarsdóttir Þorgerður J. Einarsdóttir Snorri H. Harðarson Ólafur Einarsson Sólveig Björnsdóttir Hrönn Einarsdóttir Óskar Bjartmarz Jón Einarsson Guðný Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gunnhildur Guðmundsdóttir Hvassaleiti 20, Reykjavík, lést laugardaginn 19. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Sigurðsson Valgerður Marínósdóttir Áslaug Sigurðardóttir Sveinn Hannesson María Sigurðardóttir Einar Loftsson Hrefna Sigurðardóttir Haukur Valdimarsson Sigurður Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Bjarni S. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. VALA ÞÓRSDÓTTIR Hélt upp á þrítugsafmælið sitt þegar hún var átján ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.