Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 24
● lh hestar 22. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Röðull frá Kálfholti, knapi Ísleifur Jónasson. MYND/JENS EINARSSON Fyrsta Íslandsmótið í hesta- íþróttum var haldið á Selfossi 1978 á vegum Íþróttaráðs LH, sem stofnað var árinu áður. Keppt var í tölti, fjórgangi, fimmgangi, gæðingaskeiði, fimi keppni og hindrunarstökki. Unglingar kepptu í sérstökum flokki. Sleipnismenn á Selfossi tóku á honum stóra sínum við undirbúning mótsins, byggðu nýja velli, reiðgerði og áhorf- endasvæði. Í fréttum eftir mótið var sagt meðal annars: „Vaxandi áhugi hefur að und- anförnu komið upp hjá hesta- mönnum fyrir því að skipa hestamennsku á bekk með öðrum íþróttagreinum og vinna henni sess sem slíkri.“ Reynir Aðalsteinsson var að- almaðurinn á þessum árum. Hann keppti á Penna frá Skollagróf, varð efstur í fimm- gangi og stigahæsti knapi mótsins. Sigurbjörn Bárðar- son var að koma sterkur inn á þessum árum og sigraði gæð- ingaskeiðið á Garpi frá Odds- stöðum. Töltið sigraði Sig- fús Guðmundsson á Þyti frá Hamarsheiði. Trausti Þór Guð- mundsson varð efstur í fjór- gangi á Svarta-Blesa frá Hindis- vík og Eyjólfur Ísólfsson efstur í fimiæfingum á Glaumi frá Ytri- Hömrum. Gísli Gíslason var efstur í tölti unglinga á Kópi frá Hofstöðum og Tómas Ragnars- son varð efstur í íslenskri tví- keppni. Íslandsmót í hestaíþróttum hafa verið haldin á hverju ári síðan. Oftast á suðvesturhorn- inu en þó tvisvar á Dalvík, svo dæmi sé tekið. Undanfarin ár hafa þau verið tvískipt, full- orðnir sér og börn, ungling- ar og ungmenni sér. Umfang mótanna hefur aukist ár frá ári. Hestaíþróttin er orðin að við- urkenndri íþróttagrein. Á svo- kölluðum hestaíþróttamótum má sjá víðari hóp knapa en á kynbótasýningum og í gæð- ingakeppni. Fjölgun flokka fyrir áhugafólk hefur þar haft mikið að segja. Íslandsmótið í Víðidal 2008 er hið þrítugasta í röðinni. Til hamingju með af- mælið! Úrslitin í tölti eru jafnan einn af hápunktum Lands- móts. Þau eru á besta stað í dagskrá á laugardags- kvöldi. Sigurður Sæmundsson hefur verið þulur í þessum dagskrárlið svo lengi sem elstu menn muna. Að vanda náði Sigurður upp mikilli stemningu í brekkunni. Fyrirfram var gert ráð fyrir að úrslit- in yrðu fyrst og fremst uppgjör tveggja keppenda, þeirra Þorvaldar Árna Þorvaldssonar á Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Viðars Ingólfssonar á Tuma frá Stóra-Hofi. Það gekk eftir, en þó með nokkrum hlykk. Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu gerði þeim nokkurn usla og var efstur að stigum eftir fyrstu tvö atriði keppninnar, hægt tölt og hraðabreytingar. Hann á hins vegar enn þá í erfiðleikum á greiða tölt- inu. Ungur hestur í keppni. Losti er undan Bikar frá Hólum í Hjaltadal, sem er af svokallaðri B-línu Hóla- búsins. Á greiða töltinu fóru Þorvaldur og Rökkvi á kostum og flestir gerðu ráð fyrir að sigurinn væri í höfn. En svo var þó ekki. Viðar og Tumi sigldu lygnan sjó mitt í öldurótinu og eftir sviptingar í einkunnum og flókna útreikninga kom í ljós að þeir voru fimm komm- um hærri en keppinauturinn. Kærkominn sigur var í höfn. Uppgjör tveggja keppenda Þorvaldur og Rökkvi sækja að þeim Viðari og Tuma á greiða töltinu. MYND/JENS EINARSSON Ísleifur Jónasson, hrossabóndi í Kálfholti, náði langþráðu tak- marki þegar gæðingur hans, Röð- ull frá Kálfholti, varð efstur í B- flokki gæðinga á LM2008. Ísleifur reið hestinum sjálfur. Röðull er öflugur klárhest- ur með mikla yfirferð og fóta- burð. Hann er af gömlum og grón- um hestaættum; Hornafjarðarætt, Kolkuóssætt, Lýsingsætt frá Voð- múlastöðum og Fengsætt frá Ei- ríksstöðum. Faðir hans er Asi frá Kálfholti, Feykissonar frá Haf- steinsstöðum, og Ósk frá Kálfholti, Mánadóttir frá Ketilsstöðum. Í ætt Röðuls er enginn Hrafn frá Holts- múla, enginn Sörli frá Sauðárkróki og enginn Orri frá Þúfu. Er hann líklega einn fárra keppnishesta á LM2008 sem ekki hefur þessa þrjá karla í ættartrénu. Röðull og Ísleifur voru í topp- baráttunni á LM2006 fyrir tveim- ur árum. Þá munaði aðeins hárs- breidd að þeim tækist að sigra þá Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Hlý frá Vatnsleysu. Síðan þá hefur Ísleifur þjálfað Röðul af mikilli natni og nákvæmni. Hefur hann meðal annars nýtt sér nám sitt á Hólaskóla, sem hann tók í milli- tíðinni. Helstu keppinautar Röðuls í B-flokknum voru stóðhestarnir Eldjárn frá Tjaldhólum og Akkur frá Brautarholti. Enginn Hrafn, Sörli né Orri Hafrar & bygg Þórður Þorgeirsson fór á kost- um í sýningum kynbótahrossa á LM2008. Er mál manna að hann hafi aldrei verið betri. Reiðmennska hans er ekki lærð nema að litlu leyti. Sjötta skilningarvit greinir hann frá öðrum knöpum. Ferill Þórðar í fremstu röð spannar orðið aldarfjórðung. Hann kynnti sig til sögunnar 1983 þegar hann varð Íslands- meistari í tölti á Snjalli frá Gerð- um. Á FM1985 í Reykjavík var hann áberandi í röð yngri knapa. LM1990 var hans fyrsta stóra Landsmót. Þar hafði hann veg og vanda að afkvæmasýningu á Þokka frá Garði. Hann sló í gegn á Seimi frá Víðivöllum fremri 1992 og toppaði svo á LM1994 á Gaddstaðaflötum. Sýndi þar mörg topphross, þar á meðal hina ógleymanlegu Rauðhettu frá Kirkjubæ. SÝNISHORN FRÁ LM2008 Þórður sýndi fjölda kynbóta- hrossa á LM2008 og fór á kost- um. Hann sat meðal annars efstu hryssu í elsta flokki, Lukku frá Stóra-Vatnsskarði, sem setti heimsmet í einkunn. Hann sat hæst dæmda fimm vetra stóð- hestinn, Óm frá Kvistum. Í sex vetra flokki annan og þriðja hest, Möller frá Blesastöðum 1A og Fróða frá Staðartungu. Í fjög- urra vetra flokki hryssna Sölku frá Stuðlum, sem var í öðru sæti. Þetta er þó aðeins sýnishorn. Á myndinni situr Þórður stóðhest- inn Gaum frá Auðsholtshjáleigu, sem stóð efstur í elsta flokki stóð- hesta og fékk 9,05 fyrir kosti. Snillingur fer á kostum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu. MYND/JENS EINARSSON seisei.is Vefur um hestamennsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.