Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 6
6 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Vinstri græn hafa nokkrum sinnum lagt fram frumvarp um að endurreisa Þjóðhagsstofnun og nú síðast á síðastliðnu þingi en það hefur aldrei fengið afgreiðslu. „Við höfum lagt þetta til frá því að stofnunin var slegin af,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son formaður Vinstri grænna. Í frumvarpinu er lagt til að Þjóðhagsstofnun starfi í skjóli Alþingis og verði þá í óháðri stöðu líkt og umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. „Það myndi styrkja Alþingi í fjárlagavinnu og efnahags- umfjöllun,“ segir Steingrímur. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er annarrar skoðunar. Hann telur að leitað yrði langt yfir skammt ef sett væri á stofn ný stofnun. „Í staðinn gæti Alþingi gert samstarfssamning við Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands og þaðan væri hægt að fá þjóðhagsspár og ýmiss konar sérfræðileg álit,“ segir Illugi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skatta- nefndar, segir ankannalegt að vilja stofna Þjóðhags- stofnun á ný því á sínum tíma hafi hún verið gagnrýnd fyrir að vera of hliðholl ríkisstjórninni. „Ný Þjóðhags- stofnun fengi fljótlega á sig gagnrýni aftur fyrir að vera ekki óháð enda væri hún háð ríkisvaldinu varðandi fjárveitingar og tilvist,“ segir Pétur. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir málið ekki hafa verið rætt innan flokksins en rétt væri að taka málið til athugun- ar. „Ég var ekki talsmaður þess að leggja Þjóðhags- stofnun niður á sínum tíma en það er önnur saga hvort endurvekja eigi stofnunina núna,“ segir Kristinn. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir öllum vera heimilt að vera vitrari í dag en í gær, en hann var í ríkisstjórn þegar stofnunin var lögð niður. „Ef menn endurskapa Þjóðhagsstofnun, sem ég skal styðja, þá verður það að vera hlutlaus stofnun sem verður að heyra undir Alþingi.“ Varaformaður Framsóknarflokksins, varaformaður Samfylkingarinnar og þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar eru öll fylgjandi endurreisn Þjóðhagsstofn- unar samkvæmt Fréttablaðinu í gær. Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2002 og verkefni hennar færð yfir til fjármálaráðuneytisins og Hagstofu Íslands. Hvorki náðist í fjármála- né viðskiptaráðherra vegna málsins. vidirp@frettabladid.is Skiptar skoðanir um Þjóðhagsstofnun Frumvarp um endurreisn Þjóðhagsstofnunar hefur nokkrum sinnum verið lagt fram af VG. Stjórnarliðar lýstu í gær yfir stuðningi við endurreisn. Þingmaður vill að Alþingi geri samstarfssamning við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Öldu Alfreðsdóttur, sem er brott- fluttur en fæddur og uppalinn Eyjamaður, gjörsamlega ofbauð og skrifaði: „Þetta varðar fargjöld með Flugfélagi Vestmannaeyja á milli Eyja og Bakka í Landeyjum. Verð á þessu sex mínútna flugi er 3.000 kr, eða 6.000 kr. fram og til baka. Látum það nú vera, en reynd- ar er örstutt síðan verðið var 2.500 kr. hvora leið. En að þetta félag geti hækkað sömu ferð upp í 9.900 kr. fram og til baka um Þjóðhátíðina finnst mér ekki ná nokkurri átt! Ef þú kaupir aðra leiðina hjá þeim á þeim tíma þá kostar það 5.900 kr., og ef þú ferð bara með þeim á mánudeginum 4. ágúst kostar það 6.900 kr. aðra leiðina, eða 900 krón- um meira en venjulegt verð báðar leiðir!“ „Við hækkum alltaf verð- ið frá miðvikudegi til mið- vikudags um þessa helgi og höfum gert árum saman,“ segir Valgeir Arnórsson, forstjóri Flugfélags Vestmanna- eyja, og hefur margar skýringar á takteinum: „Við erum að flytja miklu fleiri farþega en vanalega og þurfum því að margfalda mannahald hjá okkur með tilheyr- andi kostnaði. Þá er nýtingin á vélunum ekki nema 40 prósent um þessa helgi en er um 70 prósent dags daglega. Við fljúgum tómum vélum til baka frá Eyjum fyrir Þjóðhátíð og tómum frá Bakka eftir Þjóðhátíð. Einnig eru krakkarnir með svo mikinn farangur að við seljum bara í fjögur eða átta sæti í fimm og níu sæta vélar. Ég get líka nefnt að við hljótum enga ríkisstyrki eins og bæði Herjólfur og Flug- leiðir gera og þurfum því að velta öllum kostnaðarhækkunum, á elds- neyti og öðru, beint út í verðlagið. Þessi hækkun hefur engin áhrif á aðsóknina enda er löngu orðið upp- selt í allar ferðir út í Eyjar á föstu- daginn og til baka á mánudaginn.“ Flug með Eyjaflugi hækkar um verslunarmannahelgina: Dýrara þegar meira er að gera FLUGELDAR Í EYJUM FÓLK STREYMIR TIL EYJA UM VERSLUNARMANNAHELG- INA og setur ekki fargjaldahækkun hjá Eyjaflugi fyrir sig. SEÐLABANKI ÍSLANDS Seðlabankinn leggur fram sitt mat á þjóðhagsspám en sumum þingmönnum þykir það ekki nóg. Þjóðhagsstofnun var áður til húsa hjá Seðlabankan- um. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 12. apríl 2002 – Pétur H. Blöndal gagnrýnir það að Þjóðhagsstofnun kosti meira eftir að hún var lögð niður en þegar hún var starfandi. 11. nóvember 2002 – Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2002-2003 fóru 144 milljónir króna í að sinna þeim verkefnum sem Þjóðhagsstofnun sinnti áður. Í fjárlög- um árið áður kostaði stofnunin 132 milljónir. Sigríður Anna Þórðardóttir sagði í þeirri grein að ekki hefði verið gert ráð fyrir því að þetta myndi spara peninga. ÚR GÖMLUM BLAÐAGREINUM Ný Þjóðhagsstofnun fengi fljótlega á sig gagnrýni aftur fyrir að vera ekki óháð …“ PÉTUR H. BLÖNDAL FORMAÐUR EFNAHAGS- OG SKATTANEFNDAR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA með ánægju Vodafonehöllinni 24. júlí Miðasala á midi.is Sumartónleikar ársins í boði Iceland Express Buena vista social club STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri grænna samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á forsætisráð- herra og forseta Alþingis að kalla Alþingi aftur saman strax eftir verslunarmannahelgi. Ástæða fundarins væri til að fjalla um stöðu efnahagsmála í landinu. Til undirbúnings umfjöllunar Alþingis óska Vinstri græn eftir því að efnahags- og skattanefnd haldi sameiginlegan fund með fjárlaganefnd ásamt helstu sér- fræðiaðilum á sviði ríkisfjár- mála og efnahagsmála, aðilum vinnumarkaðarins og helstu hagsmunasamtökum. „Það er mitt mottó að ef menn vilja funda þá er sjálfsagt að verða við því,“ segir Gunnar Svavarsson formaður fjárlaga- nefndar. Hann segir að undirbúa þurfi fundinn vel vegna áskorun- ar um að fá sérfræðiaðila á fund- inn. Einnig þurfi að sjá hvar nefndarmenn séu staddir í heim- inum áður en til fundarins er boðað. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar, seg- ist alveg vera til í að halda fund í nefndinni. Hins vegar er hann að kanna hvort nefndarmenn sem og þeir sérfræðingar sem kalla þarf til séu staddir í sumarleyf- um. „Fyrir mína parta er ég til í að halda fund um leið og nægi- lega margir geta mætt,“ segir Pétur. - vsp Vinstri græn vilja kalla Alþingi saman og láta nefndir funda um efnahagsmálin: Formennirnir til í fundarhöld GUNNAR SVAVARSSON PÉTUR BLÖNDAL Er rétt hjá forsætisráðherra að ráða sér ráðgjafa í efnahags- málum? Já 80% Nei 20% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að endurreisa eigi Þjóðhagsstofnun? Segðu skoðun þína á vísir.is BANDARÍKIN Fasteignasalinn George Michael frá Chicago hefur vakið upp miklar deilur í heimabæ sínum fyrir að breyta húsinu sínu í kirkju. Með þessu kænskubragði sparar hann sér andvirði rúmlega þriggja milljóna íslenskra króna í skattgreiðslur. George Michael náði sér í preststign á trúarlegri netsíðu, og stofnaði sinn eigin söfnuð fyrir ári síðan. Meðlimir safnaðarins einskorðast við nánustu vini og vandamenn George Michael. Hann negldi svo kross á hliðina á húsi sínu og lét skrá það sem kirkju. Skattayfirvöld í Chicago rannsaka nú mál George Michael. - kg Breytti íbúðarhúsi í kirkju: Deilt um séra George Michael Álfheimar lokaðir Álfheimar verða lokaðir á morgun vegna tengingar hjáveitu frá 8 til 16. Hjáleið verður í gegnum Goðheima og Sólheima. MENNTAMÁL Fimm létust í umferðinni Fimm manns létust í umferðarslysum í Danmörku í gær. Þrír létust í óhappi við Slagelse. Þá létust mæðgin eftir slys nærri Randers. Tvennt er í lífs- hættu eftir slysið. DANMÖRK SAMGÖNGUR Menntun í bráðaþjónustu Samið var um framhaldsmenntun í bráðahjúkrun og slysa- og bráðalækn- ingum. Samningurinn rammar inn framhaldsmenntun í bæði hjúkrun og lækningum. SERBÍA Radovan Karadzic, einn eftirlýstasti maður heims, var handsamaður í Serbíu í gær. Hann hefur verið í felum í rúmlega áratug. Karadzic er fyrrverandi leiðtogi Bosníu- Serba. Stríðs- glæpadómstóll- inn í Haag hefur leitað hans frá árinu 1996. Karadzic er sakaður um stríðsglæpi og þjóðarmorð á um átta þúsund múslimum í borginni Srebrenica árið 1995. Farið var með Karadzic fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í gærkvöld. - kg Eftirlýstur í áratug: Karadzic hand- samaður í gær RADOVAN KARADZIC KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.