Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 16
16 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þegar farsælt hjónaband missir flugið og hjónin skilja er oft eins og allar minningar um samvistir þeirra byrji og endi í síðasta kaflanum. Eins og ekkert hafi gerst árin á undan. Þetta á ekki bara við um hjónabönd. Í síðustu viku fór fram útför Ragnars Kjartanssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra og síðar stjórnarformanns Hafskipa. Ragnar naut virðingar sem snjall og mikilhæfur stjórnandi. Hann var heilsteyptur maður, framsýnn og næmur á umhverfi sitt og strauma samfélagsins. Nafn hans er í vitund almennings tengt fyrir tækinu Hafskipum hf. sem var stofnað árið 1958 og lagt niður árið 1985. Þegar Ragnar og Björgólfur Guðmundsson tóku við fram- kvæmdastjórn Hafskipa í upphafi árs 1978 var fjárhagsstaða veik, sem og baklandið, en þeim óx það ekki í augum. Þeir voru báðir menn nýrra tíma. Kraftmiklir, bjartsýnir og með skapandi og landmæralausa hugsun. Þeir höfðu djarfa framtíðarsýn og unnu markvisst og skipulega að uppbyggingu fyrirtækisins. Í þeirra höndum varð Hafskip ævintýri. Að vísu ekki eitt af þeim ævintýrum sem enda vel, en spennandi, skemmtilegt og ögrandi ævintýri meðan á því stóð. Innan fyrirtækisins var óvenjulega góður starfsandi. Einhver undirliggjandi tilhlökkun- areftirvænting. Keppnisandi og starfsgleði sem allir skynjuðu, bæði á kajanum og kontórnum. Einnig þeir sem áttu erindi í fyrirtækið. En róðurinn var auðvitað ekki léttur. Samkeppnisaðilarnir höfðu sterkt bakland. Skipadeild SÍS með Sambandið sem jafnan sá um sína og Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar, sem átti örugga höfn í hjarta hvers Íslendings. Það var stofnað 1914 og hóf reglulegar siglingar milli Íslands og annarra landa árið eftir. Skömmu áður, eða 1912, stofnaði A.P Möller Mærsk skipafélagið í Danmörku. Það sigldi ekki eingöngu með farm milli Dan- merkur og annarra landa, heldur einnig milli hafna víða um heim. Eimskip varð farsælt og vel rekið fyrirtæki en Mærsk varð stórveldi og er það enn í dag. Stjórnendur Hafskipa komu sér upp hagkvæmari flutningaskipum en hér höfðu sést, settu upp umboðsskrifstofur í löndum sem Hafskip sigldi til og lögðu grunn að Atlantshafssiglingum, flutning- um varnings milli Evrópu og Norður-Ameríku án viðkomu á Íslandi. Sama hugsun og hjá Mærsk, en þótti glannaleg á Íslandi. Velta má fyrir sér hver saga Hafskipa hefði orðið ef fjárhagur fyrirtækisins hefði verið traustari í upphafi. Mánaðarverkfall BSRB, gengisfelling og tap á flutnings- samningi við varnarliðið gengu nærri fyrirtækinu og umræður fóru fram við Eimskip um yfirtöku á Hafskipum. Úr því varð ekki, en uppgjörið var á næsta leiti. Aðdragandi og framkvæmd gjaldþrotsins verður ekki rakin hér. Hins vegar vil ég minna á smán réttarkerfisins. Glæpurinn Þegar maður les um borgara fjarlægra ríkja sem án saka eru teknir höndum á götum úti eða heima hjá sér og hverfa um tíma, fyllist maður óbeit á stjórnarhátt- um sem leyfa þetta. Ekki er auðvelt að horfast í augu við að slíkt viðgangist hér á landi, án athugasemda. Þegar þrír menn frá Rannsókn- arlögreglu ríkisins birtast á heimili Ragnars Kjartanssonar 20. maí 1986 kl. 7 að morgni með heimild til húsleitar og handtöku, veit hann ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Símhringing færir honum þær fréttir að fimm félagar hans hafi fengið sams konar heimsókn. Þegar Ragnar kveður eiginkonu sína og besta vin, Helgu Thomsen, segist hann gera ráð fyrir að koma heim síðdegis. Þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Hann hafi ekkert að fela. Teknar eru skýrslur af honum, síðan haldið í Síðumúlafangelsið og honum er vísað í klefa númer 17. „Hér er bjalla sem þú hringir ef þú þarft að ná sambandi við okkur og hér eru reglur fangelsis- ins,“ segir vörðurinn um leið og hann lokar rammgerðri hurðinni, rennir slagbrandi fyrir og læsir með lykli. Klefinn er 2x3 metrar og lítil gluggaræma uppi við loft með þykku ógagnsæju gleri. Í þessari vistarveru er Ragnar Kjartansson frá 20. maí til 18. júní og fær ekki að tala við aðra en lögfræðing sinn og starfsmenn fangelsisins. Sama gildir um félaga hans. Hann veltir endalaust fyrir sér hvað geti hafa gerst og bíður eftir að vera kallaður til yfirheyrslu. Líkast til hefur átt að draga úr honum kjark því það líða tvær vikur án þess að talað sé við hann. Eftir það er náð í hann með nokkurra daga millibili, aðallega til að gefa skýringar á reikning- um og bókhaldsþáttum sem engu máli skipta. Dagarnir eru langir. Næturnar lengri. Þegar hann fær frelsi er hann engu nær um hvaða glæpur það er sem réttlætir meðferðina á honum og félögum hans. Var það kannski aldrei annað en hugarburður embættis- manns? Enginn verður samur eftir svona reynslu. Höfundar Hafskipsævintýrisins koma sárir frá henni en uppréttir og með fullri reisn. Hvorki hið opinbera né viljugir fréttahaukar sem gera stórmál úr engu, hafa staldrað við og spurt hver hafi borið ábyrgð á þessu ofbeldi. Fjórir bankastjórar Útvegs- bankans, vammlausir menn, voru sviptir starfi sínu og æru vegna Hafskipsmálsins. Þeir voru sýknaðir sex árum síðar. Hver ber ábyrgð á áfalli og vanlíðan fjögurra fjölskyldna í sex ár? Það er engin ástæða til að gleyma þessari sögu. En um leið er líka full ástæða til að halda upp á og muna Hafskipsævintýr- ið. Smitandi framkvæmdagleð- ina, hugmyndaauðgina, dirfskuna, samheldnina og gleðibraginn á vinnustaðnum. Meðan það var og hét var Hafskip nefnilega í raun og veru ævintýri! Hafskip var ævintýri JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Fjórir bankastjórar Útvegs- bankans, vammlausir menn, voru sviptir starfi sínu og æru vegna Hafskipsmálsins. Þeir voru sýknaðir sex árum síðar. Hver ber ábyrgð á áfalli og vanlíðan fjögurra fjölskyldna í sex ár? Hringdu í síma ef blaðið berst ekki V ið ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum er brýnt að auka verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Frekari orkunýting skiptir þar sköpum. Þrjú slík viðfangsefni hafa verið í undirbúningi: Þar er um að ræða tvö álver, annað í Helguvík og hitt á Bakka. Síðan hefur Lands- virkjun sett í forgang viðskiptasamninga um orkusölu til annars konar hátækniiðnaðar á Suðurlandi. Vegna ólíkrar stefnu stjórnarflokkanna í orkumálum var stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um þessi efni fremur loðin. Segja má að það hafi ekki komið að sök eins og þá stóð á. Aðstæður hafa hins vegar breyst á þann veg að viðfangsefnum á þessu sviði verður að hraða eigi að vera mögulegt að ná jafnvægi á ný í þjóðar búskapnum. Skjótari árangur í orkunýtingu og verðmæta- sköpun en áður var áformaður verður einn af prófsteinunum á getu ríkisstjórnarinnar til þess að glíma við aðsteðjandi þreng- ingar í efnahagsmálum. En hver er þá pólitíska staðan á þessu sviði? Umhverfis- ráðherrann hefur frá upphafi lýst andstöðu við allar framfarir í atvinnumálum sem byggjast á orkunýtingu. Nýjar aðstæður í efnahagsmálum sýnast engu hafa breytt í því efni hjá ráðherr- anum fremur en af hálfu Vinstri græns. Forsætisráðherra hefur þar á móti skerpt yfirlýsingar sínar um mikilvægi þessara við- fangsefna við ríkjandi aðstæður. Trúlega er það vegna innri aðstæðna í Samfylkingunni sem iðnaðarráðherra hefur talað af heldur meiri varfærni um þessi áform en forsætisráðherrann. Annað verður þó ekki ráðið en vilji hans sé með sama hætti ótvíræður. Fyrir þá sök kom á óvart að iðnaðarráðuneytið skyldi draga í meira en þrjá mánuði að gefa umsögn um rannsóknarholu í Gjástykki. Nú er þörf á að flýta rannsóknum en ekki tefja þær. Þar af leiðir að það minnsta sem af ríkisstjórninni má krefjast er að finna þau ráð að þessar rannsóknir geti gengið fram með þeim hraða sem áformaður er af þeim sem að framkvæmdum standa. Við svo búið geta tafir orðið dýrkeyptar fyrir efnahag landsmanna. Það sama á við um nýmæli í orkufrekum iðnaði á Suðurlandi. Fyrir ári skipti ekki öllu þó að þessi þróun ætti sér stað án skýrrar stefnumótunar af hálfu stjórnvalda. Nú er málum hins vegar á þann veg komið að á miklu veltur að sýna á erlendum fjár- málamörkuðum að Ísland hafi horfið frá því að halda uppi gengi krónunnar með vaxtamunarlántökum erlendra áhættu fjárfesta eins og Seðlabankinn hefur haldið gangandi undanfarin ár. Boðskapur dagsins á að vera sá að í stað peningastefnu sem mistókst eigi að treysta á verðmætasköpun sem undirstöðu. Ástæðan fyrir því að tala þarf skýrt um orkunýtingarstefnuna er sú að þessi skilaboð verða að komast á framfæri á þeim fjár- málamörkuðum sem máli skipta. Orkunýtingaráformin eru eini trúverðugi kosturinn á bak við slík skilaboð. Þó að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn sé andvígur frek- ari orkunýtingu og atvinnuþróun á þeim grundvelli er ekki svo um alla stjórnarandstöðuna. Framsóknarflokkurinn hefur til að mynda fylgt ábyrgri stefnu á þessu sviði. Frjálslyndir sýnast einnig vera á þeim buxunum. Breiður pólitískur stuðningur á því að vera fyrir skýrri og framsækinni orkunýtingarstefnu á Alþingi. Enginn meirihlutavilji stendur til annars. Í því ljósi á að vera unnt að tala skýrt og framkvæma hratt. Senda þarf fjármálamörkuðum skýr skilaboð: Markviss orkunýting ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Lýðræði í framkvæmd Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur veltir fyrir sér einkavæðingu á bloggsíðu sinni. Segir hann að þótt einkavæðingin hafi sannað gildi sitt á mörgum sviðum séu ýmis álitamál um framkvæmdina og árangurinn. Spyr hann hvort ekki væri skynsam- legt fyrir stjórnvöld að endurmeta einkavæðinguna í heild, kalla til erlenda sérfræðinga og kalla eftir röddum fólksins úr landinu. „Það er lýðræði í framkvæmd. Er nokkur á móti því?“ spyr Guðmundur. Því var aftur á móti svarað síðastliðinn vetur. Vísað í nefnd Í október í fyrra lögðu Vinstri græn fram þingsályktunartillögu þess efnis að „[k]önnuð verði reynslan af mark- aðs- og einkavæðingu viðfangsefna ríkis og sveitarfélaga hér á landi og einnig verði dregnar saman og hafðar til hliðsjónar helstu niðurstöður rann- sókna á slíkum breytingum erlendis“. Afdrif ályktunarinnar voru í stuttu máli þau að henni var vísað í nefnd og hefur ekki bólað á henni síðan. Hvort einhver sé beinlínis á móti lýðræði í framkvæmd – í þeirri mynd sem Guðmundur leggur til – skal ósagt látið. En á Alþingi virðist áhuginn að minnsta kosti ekki vera mikill. Eftirsjá Framsóknar Valgerður Sverrisdóttir segir að það hafi verið mistök af hálfu Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokksins að leggja niður Þjóðhagsstofnun árið 2002. Fyrr á árinu kvartaði Guðni Ágústsson yfir því á þingi að hann hefði þurft að senda sérfræðingum Seðlabankans bréf í nafni þingflokks- ins til að leita álits á stöðu Þjóðar- búsins; þær upplýsingar væri ekki að finna annars staðar eftir að Þjóðhags- stofnun var lögð niður. Það var því líklega ofmælt hjá Halldóri Ásgríms- syni á sínum tíma að Framsóknar- flokkurinn hefði „farið vandlega yfir þetta mál“ og að verkefnum Þjóðhagsstofnunar væri „komið vel fyrir hjá öðrum stofnunum“. bergsteinn@frettabladid.is BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag. Hafskipsmálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.