Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 52
 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR28 EKKI MISSA AF ▼ ▼ ▼ ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. SJÓNVARP NORÐURLANDS STÖÐ 2 18.15 Fréttir og Að norðan Endurtekinn á klst. fresti til kl. 12.15 daginn eftir. Fátt er skammarlegra en að viðurkenna að maður hafi gaman af raunveruleikaþáttum, enda eru raunveruleikaþættir sannarlega mesta sorpefni sem sjónvarpsiðnaðurinn hefur fundið upp á og hefur hann þó oft velt sér upp úr niðurlægingu og lágkúru. Að auki eru flestir raunveruleikaþættir svo óskaplega óspennandi og leiðinlegir að það er ekki nokkur leið til þess að binda athygli sína við þá lengur en þrjár mínútur í senn. Þó eru alltaf til undantekningar frá reglum sem þessum; lýtaaðgerðaþættir eru gjarnan áhugaverðir þar sem saklaus og hversdagslegur heili Íslendingsins getur varla trúað því að fólk leggi annað eins á sig til þess eins að líta á endanum út eins og aukaleikarar úr þeim ágætu þáttum Ráðgátur. Jafnframt er um þessar mundir í sýningu á Stöð 2 raunveruleika- þáttur sem hefur, ótrúlegt en satt, raunverulegt skemmtanagildi: So You Think You Can Dance. Þátturinn virðist byggjast á svipuðum þankagangi og Idol-þættirnir; alls konar apakettir bíða í langri biðröð þess að fá að stíga á svið og heilla dómarana. Þegar búið er að flokka skástu kepp- endurna frá hinum taka við margar vikur af keppni, keppni og aftur keppni þar til einhver einn stendur uppi sem hæfileikaríkastur allra og þar af leiðandi sigurvegari. Einhvern veginn var þetta þáttasnið ekki alveg nógu heillandi þegar hæfileikinn sem keppt var í var söngur. En annað er upp á teningnum þegar keppt er í dansi; til þess að komast áfram í þessum dansþætti þarf maður að geta tekið ferfalt heljarstökk afturábak og lent skammarlaust á litlaputta vinstri handar, eða breikað með nasavængjunum. Það er skemmst frá því að segja að fólkið sem spriklar uppi á sviði í So You Think You Can Dance býr margt yfir einhverri ótrúlegri snilligáfu, í það minnsta í sumum lík- amshlutum sínum. Nú er bara að finna sinn mann í hópi keppenda og standa með honum í gegnum súrt og sætt. VIÐ TÆKIÐ VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR VILDI GETA DANSAÐ Bærilegur raunveruleikaþáttur 08.00 Matilda 10.00 Not Without My Daughter 12.00 Around the Bend 14.00 I’m With Lucy 16.00 Matilda 18.00 Not Without My Daughter 20.00 Around the Bend 22.00 The Dreamers Mynd sem gerist mitt í stúdentaóeirðunum í París og segir frá bandarískum pilti og nánum vinskap hans við frönsk systkin. Aðalhlutverk: Evu Green og Michael Pitt. 00.00 Coach Carter 02.15 Straight Into Darkness 04.00 The Dreamers 06.00 Lost in Translation 16.05 Sportið (e) 16.35 Leiðarljós 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Púkka (15:26) 18.00 Arthúr 18.25 Fiskur á disk í Argentínu (Fisk & Sushi i Argentina) (4:6) Fluguveiðimaður- inn Dan Karby og sushi-kokkurinn Sebastian Jørgensen ferðast um Argentínu, veiða fisk og matreiða hann. 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.00 Everwood (5:22) Bandarísk þátta- röð um heilaskurðlækni og ekkjumann sem býr ásamt tveimur börnum sínum í smá- bænum Everwood í Colorado. 20.45 Heilabrot (Hjärnstorm) (1:8) Henrik Fexeus, sérfræðingur í ómeðvitaðri tjáningu, tekur fyrir ýmsa þætti í hugsun og hegðun manna svo sem minni, eftirtekt, ákvarðanataka og líkamstjáning. 21.15 19. öldin á röngunni (1800-tallet på vrangen) (1:8) Í þáttunum er fjallað um ýmsa snillinga, afreksmenn og brautryðj- endur meðal Dana á 19. öldinni. Einnig, list- ir, ástir og armæðu á miklu mótunarskeiði í sögu landsins. 22.00 Tíufréttir 22.25 Raðmorðinginn 3 - Loforðið (Messiah) (2:2) Spennumynd í tveim- ur hlutum um rannsóknarlögreglumanninn Red Metcalfe og starfslið hans. 23.55 Kastljós (e) 00.15 Dagskrárlok 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Hvolpurinn Scooby-Doo, Ofurhundurinn Krypto og Kalli kanína og félagar. 08.10 Oprah 08.50 Í fínu formi 09.05 Bold and the Beautiful 09.25 La Fea Más Bella 10.10 Notes From the Underbelly 10.40 Bandið hans Bubba (5:12) 12.00 Hádegisfréttir 12.30 Neighbours 12.55 My Baby’s Daddy 14.20 Friends 14.40 Friends 15.20 Sjáðu 15.55 Ginger segir frá 16.18 Kringlukast 16.38 Shin Chan 17.03 Justice League Unlimited 17.28 Bold and the Beautiful 17.53 Neighbours 18.18 Markaðurinn og veður 18.30 Fréttir 18.49 Íþróttir 18.56 Ísland í dag 19.04 Veður 19.15 The Simpsons (22:22) 19.40 Friends 20.05 The Moment of Truth (7:25) Spurningaþáttur þar sem Þáttakendur leggja heiðarleika sinn að veði og svara persónu- legum spurningum um sjálfa sig. 20.50 Las Vegas (3:19) 21.35 Traveler (8:8) Tveir skólafélag- ar standa skyndilega frammi fyrir því að vera hundeltir af alríkislögreglunni og eru hafð- ir fyrir rangri sök um að hafa valdið hryðju- verkasprengju á safni. 22.20 Silent Witness (4:10) Dr. Sam Ryan réttarmeinafræðingur og félagar henn- ar aðstoða lögregluna við rannsókn á flókn- um morðmálum. 23.10 60 minutes 23.55 Medium ( 15:16) 00.40 Big Love (12:12) 01.30 ReGenesis (6:13) 02.15 La vie aprés l’amour 03.55 My Baby’s Daddy 05.20 The Simpsons (22:22) 05.45 Fréttir 07.00 Landsbankadeildin 2008 Grinda- vík - KR. Útsending frá leik í Landsbanka- deild karla. 17.40 Landsbankadeildin 2008 Grinda- vík - KR. 19.30 Landsbankamörkin 2008 Allir leikirnir, öll mörkin og bestu tilþrifin í um- ferðinni skoðuð. 20.30 Formula 3 Sýnt frá Formúlu 3 kappakstrinum í Thruxton þar sem Íslend- ingar eiga tvo fulltrúa. 21.00 Umhverfis Ísland á 80 höggum Logi Bergmann Eiðsson fer Umhverfis Ís- land á 80 höggum. 21.45 The Science of Golf Í þess- um þætti er fjallað um búnað golfara og hvað er best að hafa til taks í golfpokanum og hvaða kylfur eru lífsnauðsynlegar hverj- um kylfingi. 22.10 PGA Tour 2008 - Hápunktar Farið er yfir það helsta sem er að gerast á PGA mótaröðinni í golfi. 23.05 Champions of the World - Brazil Þættir sem varpa einstöku ljósi á knatt- spyrnyhefðina í Suður Ameríku. Í þessum þætti verða drengirnir frá Brasilíu teknir fyrir en engin þjóð hefur oftar sigrað á HM í knattspyrnu karla. 07.15 Rachael Ray (e) 08.00 Dr. Phil (e) 08.45 Dynasty (e) 09.30 Vörutorg 10.30 Óstöðvandi tónlist 15.35 Vörutorg 16.35 Everybody Hates Chris (e) 17.00 Rachael Ray Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 17.45 Dr. Phil Dr. Phil McGraw hjálpar fólki að leysa vandamál og gefur góð ráð. 18.30 Dynasty Blake Carrington stýrir olíufyrirtæki og er umkringdur konum sem eru óhræddar við að sýna klærnar. 19.20 Are You Smarter than a 5th Gra- der? (e) 20.10 Frasier - NÝTT Síðasta þáttaröð- in af einni vinsælustu gamanseríu allra tíma. Útvarpssálfræðingurinn Frasier Crane er engum líkur og sérviska hans og snobb eiga sér engin takmörk. Þættirnir voru framleiddir í 11 ár og hlutu alls 37 Emmy-verðlaun, fleiri en nokkur önnur sjónvarpsþáttaröð. 20.35 Style Her Famous (5:10) Stjörnu- stílistinn Jay Manuel kennir konum að klæða sig, mála og greiða eins og stjörnurn- ar í Hollywood. Núna hjálpar hann 23 ára móður sem langar að líta út eins og Reese Witherspoon. 21.00 Design Star - NÝTT Bandarísk raunveruleikasería þar sem efnilegir hönn- uðir fá tækifæri til að sýna snilli sína. Í fyrsta þættinum sjáum við áheyrnarprufurnar. Að lokum eru ellefu efnilegir hönnuðir valdir úr hópi þúsunda umsækjanda. Gestadómari í þessum þætti er David Bromstad, sigurveg- arinn úr fyrstu seríu. 21.50 The Real Housewives of Orange County (8:10) Raunveruleikasería þar sem fylgst er með lífi fimm húsmæðra í ríkasta bæjarfélagi Bandaríkjanna. 22.40 Jay Leno 23.30 The Evidence (e) 00.20 Dynasty (e) 01.10 Vörutorg 02.10 Óstöðvandi tónlist 18.05 Vodacom Challange í Suður Afr- íku Orlando Pirates - Man. Utd. 20.05 Premier League World 2008/09 Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 20.30 PL Classic Matches Leeds - Liver- pool, 00/01. Hápunktarnir úr bestu og eftir- minnilegustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 21.00 10 Bestu - Atli Eðvaldsson Ní- undi þátturinn í þáttaröð um tíu bestu knattspyrnumenn Íslandssögunnar. 21.50 Football Icon Enskur raunveru- leikaþáttur þar sem ungir knattspyrnumenn keppa um eitt sæti í herbúðum Englands- meistara Chelsea. Fjórtán voru valdir til þess að taka þátt í þessum vikulegu þáttum þar sem einn dettur út í hverjum þætti. Þegar þrír eru eftir, velja Jose Mourinho og starfs- menn hans sigurvegarann sem fær leik- mannasamning hjá Chelsea að launum. 22.35 Premier League World 2008/09 23.05 Vodacom Challange í Suður Afr- íku Orlando Pirates - Man. Utd. 00.45 Bestu leikirnir Everton - Sund- erland > Michael Pitt „Að sumu leyti á ég auð- veldara með að læra af því sem mér mislíkar. Þetta er svipað og þegar maður hefur ekki hugmynd um hvað maður vill en maður veit vel hvað maður vill ekki.“ Pitt leikur í myndinni „The Dreamers“ sem sýnd er á Stöð 2 bíó í kvöld. 21.45 The Science of Golf STÖÐ 2 SPORT 21.35 Traveler STÖÐ 2 21.00 Design Star - Nýtt SKJÁREINN 20.30 Ally McBeal STÖÐ 2 EXTRA 18.25 Fiskur á disk í Argentínu SJÓNVARPIÐ Norah Jones Not Too Late Nýjar vö rur daglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.