Fréttablaðið - 23.07.2008, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 2008 21
Á hádegistónleikunum í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík á morgun
koma fram hornleikarinn Svafa
Þórhallsdóttir og Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir orgelleikari. Tón-
leikarnir, sem hefjast kl. 12.15,
eru hluti af röð tónleika sem
haldnir eru í samvinnu Félags
íslenskra organleikara og Alþjóð-
legs orgelsumars.
Á efnisskrá þeirra Svöfu og
Sigrúnar eru þrjú verk. Fyrst
leika þær fjóra kafla úr Svítu í D-
dúr eftir G.F. Händel en svítan
hefur verið umrituð fyrir horn og
orgel. Þá leika þær Annum per
Annum eftir Arvo Pärt, eitt þekkt-
asta núlifandi tónskáld Eistlands.
Síðast á efnisskrá þeirra er And-
ante pour Cor et Orgue eftir
franska tónskáldið Camille Saint-
Saëns. - vþ
Leiksýning Sokkabandsins
Hér&nú! fer inn á aðal-
dagskrá Leiklistarhátíðar-
innar í Tampere sem þar
er haldinn í byrjun ágúst.
Þær sokkabandsstöllur
slást í hóp þeirra íslensku
leiksýninga sem hlotið hafa
þann heiður að vera eina
íslenska verkið sem þar er
í ár. Tampere-hátíðin er ekki
mikið þekkt utan Norðurlanda og
má segja að áhugasvæði hennar
liggi austar og suðureftir. Þetta
er mikil hátíð fyrir 210 þúsund
manna borg nyrst í Finnlandi sem
reyndar er talin leikhúsmiðstöð
Finnlands. Hún er nú haldin í
fertugasta sinn. Þangað er boðið
um tug sviðsetninga. Þá koma til
borgarinnar á fjórða tug leik-
flokka sem sýna utan dagskrár.
Svo er opið skemmtitjald með
rúllandi dagskrá söngflutnings
og margt fleira er við að vera.
Í tengslum við Tampere Teater-
festival eru Norrænir leikhús-
dagar með annarri dagskrá. Það
er því nóg að gera. Í fyrra sóttu
76 þúsund gestir hátíðina og 26
þúsund sóttu sýningar hennar.
Sýningarkvöldin voru 347. Má
af þessum tölum sjá að Tampere
breytist þessa viku eftir verslun-
armannahelgi.
Elma Lísa Gunnarsdóttir og
Arndís Egilsdóttir eru hryggur-
inn í Sokkabandinu. Kompaníð á
nú fimm sviðsetningar að baki.
Upphaflega var Þrúður Vilhjálms-
dóttir þriðji maðurinn en nú
eru þær tvær. Sýningar hópsins
hafa allar orðið til með tilstyrk
Leiklistarráðs. Allar sviðsetning-
ar þeirra utan ein eru frumsmíð-
ar. Hér&nú! var sett saman af
leikhópi sem þær slógu saman og
voru sýningar í Borgarleikhúsinu
í fyrra. Verkið var svo valið á
LOKAL, alþjóðlega leiklistarhátíð
sem hér var í vor. Leitarmaður
frá Tampere kom hingað og hafði
upp úr heimsókninni tvær sýn-
ingar sem nú eru á aðaldagskrá
Tampere. Ferðin þangað nýtur
styrks Thaliu sem er styrktar-
sjóður í leikhúslífinu rétt eins og
Loftbrú er í tónlistarlífinu. Bæði
Arndís og Elma eru í hópi þeirra
leikhúslistamanna sem eru á
markaðnum. Arndís hefur einkum
einbeitt sér að dagskrárgerð í
útvarpi og leikið í sjónvarpsþátt-
um og kvikmyndum. Elma er nú
með árssamning við Þjóðleikhúsið
þriðja árið í röð.
Þær segja Sokkabandið hafa
orðið til sökum verkefnaskorts.
Hugmynd kom upp og þær fengu
styrk. Og aftur og aftur. Þær eru í
hópi þeirra sem hafa notið áhuga
Leiklistarráðs þótt ekki fengju
þær verkefni styrkt í ár. Rekstur á
sýningum á litlum styrkjum er
hark og oft bera menn lítið úr být-
unum. Þær segja Hafnarfjarðar-
leikhúsið hafa staðið vel við bakið
á þeim sýningum sem þær hafa
fengið inni með suður í Firði.
Hér&nú! fékk inni í Borgarleik-
húsi samkvæmt samningi LR og
Reykjavíkurborgar. Þá er hóp eins
og Sokkabandinu að bætast lið-
styrkur í nýjum innréttingum í
Tjarnarbíói. Þær hafa leikið víðar:
í Iðnó og í Sjóminjasafninu úti á
Granda.
Þær eru nú að læra textann á
ensku. Hluti af leikmynd fer með
þeim en „svo verður maður bara
að bjarga sér á staðnum“, segir
Elma Lísa. „Þeim fannst eitthvað
pönk í þessu og að sýningin væri í
takt við það sem er að gerast víða í
leikhúsi meginlandsins,“ segir
Arndís. „Ætli við fáum ekki fleiri
boð,“ segir Elma og yppir öxlum.
Þær viðurkenna að fyrstu tilraunir
þeirra hafi bæði verið sjálfstyrk-
ing og atvinnuleysi. „Ögrunin var
að búa eitthvað til úr engu,“ segir
Arndís. Og nú verður verk þessa
hóps lagt undir erlenda mælistiku.
Þau fara um tólf og bætast í stóra
sveit íslenskra leikhúsmanna sem
verður í Tampere. pbb@frettabladid.is
Sýning þýsku myndlistarkonunn-
ar Önnu Mields var opnuð í Dalí
Gallery, Brekkugötu 9 á Akur-
eyri, í gær. Á sýningunni má sjá
verk sem tengjast hefðbundnum
uppstillingum og blæti.
Sýningin hverfist að nokkru
leyti um ímyndaða persónu sem
ber nafnið Sibille Schmidt. Sibille
þessi er kona um fertugt sem býr
í Austur-Þýskalandi seint á átt-
unda áratug síðustu aldar. Mields
reynir með verkum sínum að
skapa svipmynd af hugarástandi
Sibille Schmidt; sýningargestir
geta virt fyrir sér ýmsa hluti sem
Schmidt umgengst í dagsdaglegu
lífi sínu.
Sýning Önnu Mields stendur til
31. júlí. - vþ
Innsýn í líf ímyndaðrar konu
Kl. 20
Finnski listamaðurinn Tero Nauha
kynnir sig og verk sín á listamanna-
spjalli í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16, í
kvöld kl. 20. Nauha stundaði myndlist-
arnám í Finnlandi, Póllandi og Hollandi
og hefur undanfarin ár unnið í nánu
samstarfi við konu sína, Karolinu Kucia
frá Póllandi, en saman mynda þau
tvíeykið Kukkia Group. Karolina tekur
einnig þátt í spjallinu.
SÁLARLÍF SIBILLE SCHMIDT Verk eftir
þýsku listakonuna Önnu Mields.
menning@frettabladid.is
Meðan á hátíðinni í Tampere stend-
ur er haldið upp á Norræna leikhús-
daga og er það ánægjulegt tækifæri
til að sameina þessar tvær hátíðir.
Verður því talsvert meira af nor-
rænu leikhúsfólki í Tampere.
Á Norrænum leikhúsdögum
verða Leikskáldaverðlaun Norður-
landa afhent í níunda sinn. Annað
hvert ár eru valin áhugaverðustu
frumsömdu verkin í hverju landi
frá árunum á undan, þau sett undir
alþjóðlega mælistiku og eitt verð-
launað. Verkin sem nú eru tilnefnd
eru Om et øjeblik eftir Peter Asm-
ussen frá Danmörku, Fundamental-
ist eftir Juha Jokela frá Finnlandi
sem flutt verður á hátíðinni af fær-
eyskum leikhóp, Óhapp Bjarna
Jónssonar, og Valerie Jean Solanas
ska bli president i Amerika eftir
Sara Stridsberg frá Svíþjóð.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta
sinn 1992 á Norrænum leikhúsdög-
um í Reykjavík og fékk Hrafnhild-
ur Hagalín þá verðlaunin fyrir Ég
er meistarinn. Aðrir norrænir höf-
undar sem þegið hafa þennan heið-
ur fyir verk sín eru Kari Hotakain-
en, Astrid Saalbach, Jóanes Nielsen,
Jon Fosse, Lars Norén, Paavo Haa-
vikko og Svend Holm. Ekkert verð-
launaverka þeirra hefur komið á
svið hér á landi.
Norrænir leikhúsdaga eru nú
haldnir á sjötugs afmæli norræns
leikhússamstarfs. Hátíðin nýtur
styrkja Norrænu ráðherranefndar-
innar. Öll tilnefndu verkin eru leik-
lesin á hátíðinni nema færeyska
framlagið. Tilgangur daganna er að
efla samskipti milli norrænna leik-
flokka og leikhúsfólks. Að auki er
boðið uppá námskeið, kynningar og
umræður auk alls þess fjölda leik-
sýninga sem má skoða á hátíðinni.
Sökum þess að dagskrána sækja
margir alþjóðlegir gestir er opin-
bert tungumál hátíðarinnar enska.
Margt er forvitnilegt á dagskrá
þessa daga og kemur íslenskt leik-
húsfólk að þeirri vinnu: umræður
um sjálfsmynd og menningu í nor-
rænu leikhúsi; þemu í rússneskri,
baltneskri og bandarískri leikritun
og einnig í norrænni leikritun þar
sem Hlín Agnarsdóttir verður á
palli. Í ljósi reynslu munu menn
ræða hvers vegna norræn leikrit
eru læst innan landamæra þjóð-
anna. Hávar Sigurjónsson verður á
palli að stýra umræðum um höf-
undasmiðjur og nýjar leiðir í sköp-
un leikverka. Ragnheiður Skúla-
dóttir leiðir umræður um hlutverk
gagnrýnenda í nýju fjölmiðlaum-
hverfi. Egill Heiðar Anton Pálsson
ræðir í hóp
um
bann svið
og rit-
skoðun
í leik-
húsi.
-pbb
Norrænir leikhúsdagar
Það verður mikið um að vera í
tónlistar- og menningarhúsinu
Hömrum á Ísafirði þessa vikuna.
Píanóleikarinn Anna Áslaug Ragn-
arsdóttir kemur þar fram á tón-
leikum annað kvöld kl. 20 og leik-
ur ýmsar píanóperlur eftir Bach,
Beethoven, Chopin, Jónas Tómas-
son og Olivier Messiaen. Aðgang-
ur að þessum skemmtilegu tón-
leikunum er ókeypis.
Á föstudagskvöld kl. 20 er svo
komið að því að rúmenski ljós-
myndarinn Octavian Balea opni
sýningu á verkum sínum í Hömr-
um undir yfirskriftinni Engill og
brúða. Aðaluppistaða sýningar-
innar eru ljósmyndir sem hann
tengir við frægt tónverk Bachs,
Goldberg-tilbrigðin. Kvöldið er
þó ekki einungis helgað ljós-
myndalistinni þar sem að finnski
harmóníkuleikarinn Terhi Sjö-
blom kemur fram við opnun sýn-
ingarinnar og leikur nokkur vel
valin verk. Terhi kemur svo fram
á tónleikum í Hömrum á laugar-
dag kl. 16, en á efnisskrá hennar
eru aðallega verk eftir norræn
tónskáld. Aðgangur að tónleikun-
um og sýningunni er ókeypis en
þau Octavian og Terhi hlutu styrk
úr Norræna menningarsjóðnum
til Íslandsferðarinnar. - vþ
Ljósmyndir af tónlist
Bachs, píanó og nikka
ANNA ÁSLAUG RAGNARSDÓTTIR Kemur
fram á tónleikum í Hömrum á Ísafirði
annað kvöld.
Hér&nú! fer til Finnlands
LEIKLIST Elma Lísa Gunnarsdóttir og Arndís Egilsdóttir, leikkonur og stofninn í Sokkabandinu. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tónlist fyrir orgel og
horn á hádegistónleikum
SIGRÚN MAGNA ÞÓRSTEINSDÓTTIR
Kemur fram á tónleikum í Dómkirkjunni
í hádeginu á morgun.
LEIKLIST Sara Stridsberg er tilnefnd fyrir
leikverk sitt upp úr skáldsögunni - heim-
ildaverkinu - Jean Solanas ska bli
president i Amerika sem tryggði
henni bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs í fyrra.