Fréttablaðið - 29.07.2008, Side 26

Fréttablaðið - 29.07.2008, Side 26
 29. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Vinnuvélar eru jafn mismun- andi og þær eru margar. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að vera stærri og stæðilegri en venjuleg vinnu- og farartæki. Ekki er að ástæðulausu að krafist er meira- prófs á svona risavélar, þótt það virðist ekki alltaf duga til. Al- menn skynsemi og góð rýmis- greind þyrfti einnig að fylgja með prófinu, þar sem ýmislegt getur gengið á í vinnuvélabrans- anum eins og eftirfarandi mynd- ir segja til um. Sumt er skoplegt á meðan annað er á mörkum þess fáránlega. -kka Uppákomur í vélaheimi Þessi risavaxna grafa, byggð af Krupp, getur færst sig úr stað. Síðast lagði vélin í langferð árið 2001 og ferðaðist þá 22 kílómetra yfir vegi, lestarteina, akra og bæi. Fjarlægja þurfti rafmagnslínur og sandhrúgum voru hellt yfir lestarteina og vegi til að koma í veg fyrir skemmdir. MYND/WWW. SWAPMEETDAVE.COM Mikilvægt er að ökumenn stórra vinnuvéla átti sig á hæð farartækja sinna, annars er hætta á að festast eins og þessi mynd sýnir. Þær eru misstórar vélarnar sem nota þarf í verkefnin. Hérna hjálpast litli og stóri að við að klára það sem gera þarf. Yfirleitt er það sandurinn sem er geymd- ur aftan á vörubílnum en ekki öfugt. Mikilvægt er að vera á réttum stað áður en gengið er í verkin, annars getur farið illa. Þeir eru mislangir armarnir á þessum vinnuvélum. Þessi er kannski aðeins meira en í meðallagi langur en er eflaust góður til síns brúks samt sem áður. „Við erum aðallega í jarðvegs- flutningum hvers konar en líka í gámakeyrslu og húsaflutningum. Auk þess bjóðum við í ýmis verk á opinberum vettvangi,“ segir Örn Johansen, framkvæmdastjóri alhliða flutningsfyrirtækisins trukkur.is. Vandasamt er að flytja heilu bú- staðina og þarf að undirbúa verk- ið vel að hans sögn. „Þegar við fluttum bústað síðast frá Mos- fellsbæ að Hvanneyri var það tólf tíma ferðalag og framkvæmt í lög- reglufylgd. Öll tilskilin leyfi þurfa að liggja fyrir en við urðum til dæmis að fá leyfi frá Vegagerð- inni, lögreglunni, Rarik og fleir- um.“ Auk tólf tíma flutnings tók jafnmarga tíma að undirbúa flutn- inginn þannig að heill sólarhring- ur fór í verkið. „Síðan þurfti stór- an krana upp í Borgarnes til að hífa þetta af, þannig að þetta er heil mikil framkvæmd,“ segir Örn. Vegna þeirra fjölbreyttu flutn- ingaðferða sem trukkur.is sér- hæfir sig í hafa starfsmennirnir í nógu að snúast og mun meðal ann- ars eiga í samstarfi við Topp verk- taka ehf. á næstunni sem eru um- boðsaðilar verktakanna Adakris UAB frá Litháen. Sjá www.trukkur.is. -hs Tekinn með trukki Örn Johansen, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins trukkur.is, hefur mikla reynslu af hvers kyns flutningum. MYND/TRUKKUR.IS Dágóðan tíma tekur að flytja heilan bústað og mikilvægt er að undirbúa flutninginn vel. Enn finnast malarvegir hér á landi og til að halda þeim við þarf góða veghefla og hefilstjóra. Vegagerð- in keypti tvo nýja Volvo G960- hefla af Brimborg nýlega. Þeir fóru norður í land, annar þeirra á Hvammstanga. „Þessi hefill kom fyrir þrem- ur vikum og hefur ekki stoppað síðan nema yfir blánóttina,“ segir Jón Guðbjörnsson sem stýrir Hvammstangaheflinum um þess- ar mundir í afleysingum. Fjölmargir vegir í Húnavatns- sýslum eru án bundins slitlags og má þar nefna vegina um Blöndu- dal, Svínadal, Vatnsdal og Svart- árdal, um Vatnsnesið, Miðfjörð og Heggstaðanesið. „Vatnsneshring- urinn einn er um hundrað kíló- metrar. Svo þarf að hefla að Borg- arvirkinu. Það er feikna umferð þangað,“ segir Jón sem einnig heldur við veginum inn að Blöndu- virkjun og alla leið á Hveravelli. Spurður hvort fólk sé ekki þakk- látt fyrir þær umbætur sem hann vinnur að svarar hann: „Umferðin tekur nú ekki mikið tillit til svona tækja. Mönnum liggur svo mikið á að þeir reyna að komast framhjá þótt vegurinn sé örmjór og aðeins nokkrir metrar í útskot. Einn fór nú út af við hliðina á mér í gær.“ Nýi hefillinn er 17,5 tonn að þyngd og 235 hestöfl „Þetta er fínn hefill,“ segir Jón. „Það kom bara ekki allt með honum sem átti að fylgja og það hefur aðeins valdið okkur veseni. En sá gamli var orðinn ansi slappur og þarfn- aðist mikils viðhalds og þessi er miklu betri og fljótvirkari. Tönn- in er feti breiðari og svo er skipt- ingin mjög fullkomin. Það er hægt að hafa hana beina, hálfsjálfvirka eða alveg sjálfvirka og gírkassinn er með ellefu gíra áfram og sex aftur á bak.“ Hefillinn er með Vogel-smur- kerfi sem var sett í hann af Rotor í Hafnarfirði. Jón kveðst því ekki þurfa að smyrja nema fjóra til fimm koppa og það gerir hann á hverjum degi. En finnst honum gaman að ferðast um á veghefli? „Já, það er ágæt vinna,“ svar- ar hann og þau verða lokaorðin í þessu spjalli. -gun Stoppar bara yfir blánóttina Jón Guðbjörnsson stoppar ekki á nýja Volvoheflinum nema yfir blánóttina því mikið er af malarvegum í Húnavatnssýslunum. MYND/ÞORVALDUR BÖÐVARSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.