Fréttablaðið - 08.08.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 08.08.2008, Síða 4
4 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR MARKAÐURINN á www.visir alla daga VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 20° 21° 20° 19° 19° 22° 20° 18° 24° 30° 31° 28° 20° 24° 28° 33° 18° Á MORGUN Hæg austlæg eða breytileg átt. SUNNUDAGUR Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. 11 10 11 9 11 11 12 12 13 12 8 2 3 3 4 3 2 2 4 1 2 4 11 12 12 14 13 11 10 11 1213 VÍÐA BJART VESTANLANDS. Helgarhorfurnar að þessu sinni eru ágætar, helst hætt við vætu suðaust- anlands en annars staðar verður þurrt að mestu. Búast má við björtu veðri víða á vestanverðu landinu en það verði skýjað með köfl um norðan til. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður KJARAMÁL Undanþágulistar sem gilda um neyðarmönnun, komi til verkfalla ljósmæðra í september, hafa ekki verið uppfærðir í rúman áratug. „Listarnir endurspegla neyðar- mönnun fyrir þrettán árum,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, for- maður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður kjósa um verkföll- in í næstu viku. Ef af aðgerðum verður munu þær leggja nokkr- um sinnum niður vinnu í næsta mánuði og fara í allsherjarverk- fall þann 29. september. Ljós- mæður á Íslandi hafa aldrei farið í verkfall að sögn Guðlaugar. „Listarnir endurspegla störf sem undanþegin eru verkfalli til þess að ekki hljótist af slys eða neyðarástand skapist,“ segir Guð- laug. „Við munum fara vel ofan í saumana á þeim verði samþykkt að grípa til verkfallsaðgerða.“ „Við munum bregðast við þannig að neyðarástand skapist ekki,“ segir Anna Stefánsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Ákveðin þjónusta á kvennasviði er samkvæmt neyðarlistum undan þegin verkföllum, þar á meðal fæðingaþjónusta.“ Anna segir að farið verði yfir starfsemina þegar sjáist í hvað stefni. „Við munum fara vandlega yfir allt starfið og gera grein fyrir hvaða þjónusta teljist bráða- þjónusta og verði veitt.“ Guðlaug segir að með aðgerð- um sínum vilji ljósmæður tryggja leiðréttingu á launum sínum og afstýra þannig neyðarástandi sem fyrirsjáanlegt sé í barneigna- þjónustu. „Helmingur stéttarinnar hefur sagt upp störfum og við sjáum fram á að 44 prósent ljósmæðra fari á eftirlaun næstu tíu árin,“ segir Guðlaug. „Við getum ekki mannað þær stöður þegar nýút- skrifaðar ljósmæður treysta sér ekki til starfa vegna launanna sem í boði eru.“ Næsti fundur ljósmæðra við samninganefnd ríkisins er áætl- aður þann 26. ágúst. „Við trúum því að viðsemjendur okkar afstýri verkföllum og semji áður en til þeirra kemur.“ Hildur Harðardóttir, sviðs- stjóri kvennasviðs Landspítala, vildi í gær ekki tjá sig um neyð- armönnun kæmi til verkfalls þar sem málið væri enn í skoðun. Hún játar að þörf fyrir neyðar- mönnun hafi vafalaust breyst síð- ustu þrettán árin. „Það er þó alveg ljóst að neyðarþjónustu verður haldið úti og fæðandi konum verður sinnt,“ segir Hild- ur. helgat@frettabladid.is Listarnir ekki upp- færðir í þrettán ár Undanþágulistar sem gilda um neyðarmönnun komi til verkfalls ljósmæðra hafa ekki verið uppfærðir í rúman áratug. Forstjóri á Landspítala segir fæðinga- þjónustu undanþegna verkföllum og að neyðarástand muni ekki skapast. STARFIÐ Á KVENNADEILD Farið verður vandlega yfir starf deildarinnar og grein gerð fyrir því hvaða þjónusta teljist bráðaþjónusta og verði veitt þó af verk- fallsaðgerðum ljósmæðra verði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MÓTMÆLI Fjórðu aðgerðabúðum samtakanna Saving Iceland er lokið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. Samtökin hafa verið í þrjár vikur á Hellisheiði þar sem mótmælt var stækkun Hellisheið- ar virkjunar. Samtökin efndu til nokkurra aðgerða í sumar. Þau stöðvuðu meðal annars vinnu í Helguvík og við álverið í Straums vík, trufluðu vinnu í höfuðstöðvum Landsvirkjunar og stöðvuðu vinnu jarðbors á Hellisheiði. Samtökin árétta þó að barátt- unni sé ekki lokið. - sh Aðgerðabúðum lokað: Saving Iceland segir bless í bili VINNUMARKAÐUR Betur hefur gengið að manna sláturhús fyrir sláturtíðina í haust en á horfðist fyrir skömmu, að sögn Sigmundar E. Ófeigssonar, framkvæmda- stjóra Norðlenska. „Það hefur mikið ræst úr. Það er alltaf ákveðinn hópur sem vill ekki taka ákvörðun með löngum fyrirvara. Ætli við séum ekki komin með yfir níutíu prósent [starfsmanna],“ segir hann. Sigmundur segir að Íslendingar séu lítið fyrir störf í sláturhúsum, starfsmennirnir séu einkum farandverkamenn frá Skandin- avíu. - gh Mönnun í sláturhús: Gengið betur en á horfðist SAUÐFJÁRSLÁTRUN Starfsmenn slátur- húsa á Íslandi eru einkum erlendir farandverkamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN LÖGREGLUMÁL Lögregla var kvödd í Hafnarfjörð í gærmorgun þar sem ung kona í annarlegu ástandi hafði veitt kærasta sínum áverka og síðan gengið í sjóinn. Þegar lögregla kom á vettvang hafði konan komist af sjálfsdáð- um úr sjónum. Ástand hennar var hins vegar mjög slæmt, hún var í afar annarlegu ástandi og bersýnilega undir áhrifum lyfja og fíkniefna. Því var ákveðið að færa hana á sjúkrahús. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að konan hafði misst hníf á fót kærasta síns þegar hann reyndi að hindra hana í að skaða sjálfa sig. Hann meiddist lítið. - sh Ung kona gekk í sjóinn: Missti hníf á fót kærastans KJARAMÁL „Kröfur ljósmæðra eru langt frá því sem við getum nokkurn tímann nálgast,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. Gunnar játar að málið sé í erfiðum hnút. „Það liggur kristaltært fyrir að við getum ekki orðið við þessum kröfum.“ Gunnar lítur svo á að neyðar- mönnun sé fullnægjandi og bendir á að ekki allar ljósmæður séu félagsmenn í Ljósmæðrafé- laginu. Því fari ekki allar ljósmæður í verkfall. „Við vonum að samningar náist svo að ekki komi til verkfallsað- gerðanna,“ segir Gunnar. - ht Formaður samninganefndar: Viðræðurnar í erfiðum hnút FJÁRMÁL Alfreð Atlason, fráfar- andi fjármálastjóri Garðabæjar, sagði í gær upp starfi sínu eftir að upp komst að hann hafði fært 9,2 milljónir inn á eigin reikning úr sjóðum bæjarins frá áramótum og fram í júlí. Þetta kom í ljós við reglubundið innra eftirlit á bæjar- skrifstofum Garðabæjar. „Hér vinnur mjög samhentur hópur, þannig að þetta er áfall fyrir starfsfólkið hér en þyngstu sporin eru líklega fyrir hann,“ segir Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri Garðabæjar. Hann segir fjármálastjórann hafa unnið náið með sér og hann hafi treyst honum. „Ég treysti öllu mínu starfsfólki og geng út frá því að það sé hægt,“ segir Gunnar og segir engan hafa haft grun um þennan verknað. Fjármálastjórinn hefur gengist við því að hann hafi millifært féð til persónulegra nota og hefur þegar undirritað greiðslutrygg- ingu til Garðabæjar vegna þessa máls. „Hann gekkst við þessu og þá fer málið í eðlilegan farveg og til réttra yfirvalda,“ segir Gunn- ar. Alfreð hafði gegnt stöðu fjár- málastjóra frá árinu 2003 en áður gegndi hann stöðu bæjarbókara í tvö ár. Ekki náðist í Alfreð vegna málsins. - vsp Fjármálastjóri Garðabæjar sagði upp eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt: Dró sér 9,2 milljónir króna GARÐABÆR „Ég treysti öllu starfsfólki mínu og geng út frá því að það sé hægt,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar en fjármálastjóri Garðabæjar dró sér 9,2 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON „Við vonumst til þess að deilan leysist svo að ekki komi til verkfalls. Alvara málsins er öllum ljós,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Guðlaugur vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir af hálfu ráðuneytisins vegna aðgerða ljósmæðra, þar sem enn sé óljóst hvort af verði. „Við förum yfir þetta mál eins og önnur sambærileg í ráðuneytinu og búum okkur undir aðstæður sem upp gætu komið.“ Guðlaugur kveðst ekki hafa heimild til þess að fresta verkfalli ljósmæðra, ef af verði. Hins vegar er lögum samkvæmt heimilt að kalla starfsmenn í verk- falli tímabundið til starfa til að afstýra neyðarástandi. ALVARA MÁLSINS ÖLLUM LJÓS LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest mannaeyjum lýsir eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á þjóðhátíð um helgina, um það leyti sem brekkusöngnum var að ljúka á sunnudagskvöld. Sá sem fyrir árásinni varð lýsir henni á þann veg að hann hafi verið á gangi niður brekkuna þegar hann var sleginn með flösku í andlitið. Lögregla segir þann sem sleginn var hafa verið klæddan í gylltar leggings buxur, svarta hermanna- klossa, bleikt ballerínupils, bleikan bol og með bleika loðhúfu á höfði. Þeir sem upplýsingar hafa um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna. - sh Lýst eftir vitnum að árás: Maður í tjull- pilsi sleginn Vakinn af reykskynjara Reykskynjari varð íbúa einbýlishúss í Kópavogi til bjargar í fyrrinótt þegar hann vakti hann af værum svefni. Maðurinn forðaði sér þegar út. Þegar slökkvilið bar að garði logaði eldur í potti sem gleymst hafði að slökkva undir og var reykur um allt hús. Slökkvistarf tók skamma stund. SLÖKKVILIÐ GENGIÐ 07.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,2687 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79,40 79,78 154,94 155,70 122,76 123,44 16,451 16,547 15,347 15,437 13,039 13,115 0,7254 0,7296 127,80 128,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.