Fréttablaðið - 08.08.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 08.08.2008, Síða 8
Aðalfundur Aðalfundur Plastprents hf. verður haldinn 15. Ágúst 2008 kl 11:00 í húsnæði félagsins að Fosshálsi 17-25, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins samkvæmt 55. grein hlutafélagalaga. 3. Breytingar á 10 og 13 grein samþykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Stjórn Plastprents hf. 8 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Þeir boðuðu mig bara í yfirheyrslu á mánudaginn. Ég er hins vegar að bíða eftir ákærunni, því þá getur málið farið í réttan farveg,“ segir Ásmundur „hinn kvótalausi“ Jóhannsson sem veitt hefur kvótalaus að undanförnu. Landhelgisgæslan kom upp í bát Ásmundar í gær, þegar hann var við veiðar, og fylgdi honum í land. Þar beið lögreglan eftir honum á bryggjunni og boðaði hann til yfirheyrslu á mánudag- inn. Einnig innsigluðu þeir bát- inn, svo Ásmundur getur ekki farið til veiða aftur. „Ég geri líka ráð fyrir að þeir geri aflann og veiðarfærin upptæk,“ segir Ásmundur. Í nótt veiddi hann um sex- til sjö- hundruð kíló og samtals hefur hann þá veitt um fimm tonn kvótalaus. Einar K. Guð- finnsson, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra segir það liggja í augum uppi að hann sé að brjóta lög og hann hljóti að vera meðhöndl- aður eins og aðrir lögbrjótar. „Maðurinn hefur engin sérstök forréttindi í þessum efnum,“ segir Einar. „Hann er hins vegar í þeirri sérstöku stöðu að hafa áður verið útgerðarmaður sem seldi sína útgerð og kýs núna að fara að róa kvótalaus.“ Hann segir álit mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem kvótakerfið er talið brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar, engu breyta í þessum efnum, því hér gildi íslensk lög. „Auðvitað styð ég hann heils- hugar í þessum gjörningi,“ segir Grétar Mar Jónsson, alþingis- maður, sem hefur hjálpað Ásmundi að landa aflanum, aðspurður um hvort hann styðji Ásmund. „Ég hefði viljað sjá fleiri menn í hans stöðu, sem ekki eiga veiði- heimildir, gera slíkt hið sama,“ segir Grétar. „Ég lít svo á að íslensk stjórnvöld séu að brjóta á honum mannréttindi. Það verður gaman að sjá hvaða saksóknari þorir að kæra þegar hann veifar áliti mannréttindanefndar Sam- einuðu Þjóðanna framan í þá.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálsynda flokksins tekur í sama streng. „Auðvitað er Ásmundur ekki að fara eftir íslenskum lögum en hins vegar er búið að úrskurða, af alþjóðlegri stofnun sem við höfum viður- kennt hingað til, að þessi lög séu ólög og standist ekki jafnræðis- regluna. Því verður fróðlegt að sjá hvað Hæstiréttur segir ef þetta fer alla leið þangað,“ segir Guðjón.“ vidirp@frettabladid.is 1. Hver ber fána Íslands á setningarathöfn Ólympíuleik- anna í Peking? 2. Hver leikstýrir kvikmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre? 3. Í hvaða borg er skipulögð tónlistarhátíð í tilefni af tíu ára afmæli tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves? SVÖR Á SÍÐU 42 Landhelgisgæslan fylgdi Ásmundi í land Kvótalausi sjómaðurinn var boðaður til yfirheyrslu og bátur hans innsiglaður í gær. Þingmaður styður hann og hefur landað fyrir hann. Sjávarútvegsráðherra segir hann hafa brotið lög og hann hljóti að vera meðhöndlaður þannig. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON EINAR K. GUÐFINNSSON ÁSMUNDI FYLGT Í LAND Ásmundur Jóhannsson hefur veitt um fimm tonn, án þess að hafa kvóta. MYND/VÍKURFRÉTTIR Auðvit- að styð ég hann heils- hugar í þessum gjörningi. GRÉTAR MAR JÓNSSON ALÞINGISMAÐUR LÖGREGLAN Hættumat á sprengju- hótun vegna gleðigöngu Hinsegin daga er ekki hátt, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðar- yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hvetur fólk ekki til að sitja heima. Hótunarbréf um að tveimur sprengjum yrði komið fyrir í nágrenni göngunnar barst frétta- stofu Stöðvar 2 í lok júlí. Það var ritað á ensku en póstlagt á Íslandi. Á bréfinu fundust fingraför og voru þau borin saman við fingra- för þeirra starfsmanna sjónvarps- stöðvarinnar sem höfðu handleik- ið bréfið. Friðrik Bjarnason, yfirlögreglu- þjónn hjá rannsóknardeild lög- reglu, verst frétta af tæknirann- sóknum á bréfinu og Árni Þór vill ekki skýra til hvaða aðgerða lög- reglan grípi vegna hótunarinnar. „Við lítum ekki fram hjá svona atviki en teljum ekki ástæðu til ofsafenginna viðbragða,“ segir Árni. Gleðigangan verður á laugar- daginn næsta og hefur ætíð verið vel sótt af almenningi. - kóþ Lögreglan hvetur fólk ekki til að sitja heima vegna sprengjuhótunar: Lágt hættumat í gleðigöngu ÚR GLEÐIGÖNGUNNI 2006 Hættumat í göngunni er lágt, að mati lögreglunnar, þrátt fyrir nafnlausa sprengjuhótun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavélum í Kringlunni í því skyni að hafa hendur í hári vasaþjófs eða -þjófa sem hnupluðu minnst átta pen- ingaveskjum af fólki í verslana- miðstöðinni í fyrradag. Öryggisverðir fengu tilkynn ing- ar frá átta viðskipta vinum á mið- vikudag um að þeir söknuðu pen- ingaveskja sinna. Tveir þeirra hafa kært þjófnaðinn til lögreglu, sem hvetur fólk til að fara að öllu með gát. Öryggisverðir létu lögreglu í té þær upplýsingar sem þeim höfðu borist. Að sögn varðstjóra lög- reglu voru það fyrst og fremst eldri konur með handtöskur sem urðu fyrir barðinu á vasaþjófinum eða -þjófunum. Sjaldnast áttuðu þær sig á því að eitthvað vantaði fyrr en heim var komið, þegar þær fundu ekki peningaveskið í handtöskunni. Þjófurinn, eða þjófarnir, mun hafa hnuplað veskjunum úr hand töskum kvennanna, tekið úr þeim reiðufé og hent þeim síðan í ruslið. Nokkur veski fundust í rusla fötum í verslunarmiðstöð- inni. Athygli vakti að greiðslukort voru skilin eftir í veskjunum og telur lögregla það benda til þess að ekki hafi verið um skipulagða glæpastarfsemi að ræða, heldur frekar einhvern sem þurfti að fjármagna neyslu sína. Einnig hefur orðið vart við sams konar hnupl í Smáralind, meðal annars í versluninni Debenhams. - sh Lögregla skoðar upptökur úr öryggismyndavélum í leit að vasaþjófi: Stolið úr handtöskum eldri kvenna ÚR KRINGLUNNI Veskin fundust flest í ruslatunnum í verslanamiðstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 11. ágúst grunaðir um aðild að hnífstungu - árás á Hverfisgötu fyrir réttri viku. Þar var erlendur karlmaður stunginn djúpri stungu í bakið svo blæddi inn á lunga hans. Lögregla sagði lækna hafa bjargað lífi mannsins. Tveir mannanna voru úrskurð aðir í varðhald í fyrra- kvöld og sá þriðji í gær. Málið er á viðkvæmu stigi, að sögn Friðriks Smára Björg- vins sonar yfirlögregluþjóns, sem vildi ekki gefa um það frekari upplýsingar að sinni. - sh Þrír menn í gæsluvarðhaldi: Þrír í haldi út af hnífstungu BRETLAND Tjónasvik jukust um 13 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs í Bretlandi og hafa aukist um 70 prósent alls síðustu þrjú árin. „Lífið gerist mjög erfitt fyrir lágtekjufólk í lánsfjárþurrð,“ segir Gabrielle Stewart, hjá trygginga- rannsóknarfélaginu Absolute, í viðtali við Daily Telegraph. Fólk geti ekki greitt af bílalánum og bensínverð sé hátt.Eigendur dýrra bíla hafi brugðið á það ráð að skemma þá af ráðnum hug. - kóþ Bresk tryggingafélög: Tryggingasvik aukast mikið VIRKJANIR Landsvirkjun varar ferðamenn og íbúa við ána Jöklu við væntanlegu auknu rennsli árinnar frá ágúst til október. Rennsli frá Brúarjökli í Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur aukist svo mikið síðustu vikur sökum hlýinda að gert er ráð fyrir yfirfalli Hálslóns 12. til 14. ágúst. Þá verður vatni hleypt úr lóninu um yfirfallsrennu í Jöklu. Íbúar við Jöklu verða varaðir við með sólahringsfyrirvara með símaskilaboðum frá 112. - gh Yfirfall Hálslóns: Íbúar við Jöklu varaðir við VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.