Fréttablaðið - 08.08.2008, Page 25

Fréttablaðið - 08.08.2008, Page 25
[ ] Linda Friðriksdóttir afgreiðir tilbúna rétti í Asian. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Augu alheims beinast að Kína þessa dagana vegna Ólymp- íuleikanna en við þurfum ekki þangað austur til að upplifa kínverskan matarkeim. Asian á Suðurlandsbraut 32 hefur til dæmis opnað matsölustað með asískum réttum til að taka með sér. Allir kosta þeir undir þúsund krónum. „Það er mikil eftirspurn eftir ódýrum en góðum mat sem hægt er að taka með sér. Við erum með rétti frá mörgum þjóðum, til dæmis taílenska, kínverska og indverska og kappkostum við að bjóða upp á vel útilátna skammta á góðu verði.“ Þetta segir Kristinn Vagnsson sem rekur matvöru- markaðinn Asian á Suðurlands- braut 32 og hefur nú opnað „take away“ veitingasölu á sama stað. „Þetta er gert að erlendri fyrir- mynd og við reynum að stíla upp á gæði, gómsætt bragð og mikinn mat,“ heldur Kristinn áfram. Hér eru alltaf sex réttir í hádeginu, sá ódýrasti er eggjanúðlur með grænmeti á 600 krónur, aðrir eru á 980 krónur en hægt er líka að fá hálfa skammta á 640,“ segir hann og tekur fram að rétti mánaðarins fylgi súperkókdós og grænmetis- rétti fylgi ávaxtakristall. Asian er þekkt verslun með mat- vöru frá fjölmörgum Asíulöndum. „Við notum samt íslenskt græn- meti í réttina að hluta og íslenskt kjöt en flytjum inn grænmetisteg- undir sem ekki fást hér,“ segir Kristinn. „Við gerum allar sósur sjálf og leggjum upp úr því að nota lífrænt ræktað grænmeti þegar við getum komið því við. Sömu- leiðis einungis hrásykur ef um sætuefni er að ræða.“ gun@frettabladid.is Gæði og gómsætt bragð Pitsa er tilvalinn matur fyrir fólk sem nennir ekki að elda það kvöldið og vill panta mat heim. Eggjabaka 6-10 egg (fer eftir fjölda gesta) 1 dl mjólk 1-2 tómatar, skornir skinka, skorin 1 rauð eða gul paprika 1 rauðlaukur ½ kúrbítur ½ haus spergilkál handfylli af spínati 1-2 gulrætur ostur, t.d. 1 piparostur Hrærið eggin vel ásamt mjólk og kryddið eftir smekk. Setjið rifið grænmetið ásamt eggjablöndunni í skál og hrærið því saman. Notið olíuúða eða olíu innan á pönnuna og hellið öllu á hana kalda. Stillið á meðalhita en lækkið niður á lægsta hita eftir smá stund og hafið lokið á. Gott er að þurrka innan úr lokinu öðru hverju til að losna við rakann. Tilbúið á 20–30 mín. uppskrift hilmars } Nautakjöt „stir-fry“ að kínverskum hætti 500 g nautakjöt, þunnir strimlar 1 stór laukur, skorinn í strimla 2 stórar gulrætur, skornar í strimla 2 msk. lífrænn hrásykur 2 stönglar sellerí, skorið í mjóa strimla paprikur, rauð/græn/gul, ½ af hverjum lit, skornar í strimla 1½ msk. ostrusósa 1 msk. sojabauna-mauk 1 msk. grænmetisolía, lífræn kóríander til skrauts Aðferð: Steikið nautakjötið á pönnu upp úr lífrænu olíunni og takið það af pönn- unni. Setjið ostrusósu, sojabauna- mauk ásamt hrásykri á pönnuna og látið sjóða upp. Grænmetið sett allt í vökvann og látið steikjast á wok- pönnu í nokkrar mínútur. Kjötið sett í og hrært saman á vel heitri pönnunni. Gott er að bera réttinn fram með jasmin-hrísgrjónum. Matreiðslumaðurinn Bok skellir kóríanderlaufi á toppinn til að kóróna réttinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa Fel Súkkulaðiklattar, kókósklattar og hafrafittness Vörur úr lífrænni ræktun er ávísun á betri heilsu og bragð! Heilsa býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænt ræktaðri matvöru frá BIONA, einum virtasta framleiðanda á sínu sviði. BIONA er fyrir kröfuharða neytendur sem vilja hágæða vottaðar matvörur sem fullnægja ströngustu kröfum um umhverfisvæna- og lífræna ræktun án skordýraeiturs, tilbúins áburðar og erfðabreyttra matvæla. BIONA hentar öllum sem kjósa hollustu og heilnæmt fæði. BIONA vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Fjarðarkaupum, Nóatúni, Krónunni, Samkaup/Úrval, Blómaval, Maður Lifandi, og Melabúðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.