Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 08.08.2008, Qupperneq 34
arl Berndsen er 44 ára og hefur starf- að sem hárgreiðslu- og förðunarmeist- ari um allan heim frá því hann sleit barnsskónum á Skagaströnd þar sem hann ólst upp ásamt tveimur eldri systkin- um. Hingað til hefur hann lítið sem ekkert rætt um kynhneigð sína op- inberlega, enda fundist það óþarfi og frekar viljað vera þekktur af verkum sínum. „Ég hef hreinlega ekki séð ástæðu til að tjá mig fyrr um þessi mál. Fyrir mér er kynhneigð fólks einkamál þess og eitthvað sem ég er ekki að velta fyrir mér hjá öðru fólki. En mér finnst enn vera grunnt á fordómum og þekking- arleysi í garð kynbræðra minna og því vil ég leggja mitt af mörk- um í umræðuna í von um að það verði öðrum í sambærilegri stöðu til góðs og fólki almennt til upplýs- inga,“ útskýrir Karl. „Þegar ég var að alast upp voru vissulega aðrir tímar en nú og ætli það hafi ekki líka haft sitt að segja að alast upp í smábæ úti á landi. Ég fann ungur að ég féll ekki inn í normið og fannst ég þurfa að sanna mig og gera helmingi betur en aðrir til að bæta fyrir minn „meðfædda galla“. Það fyllti mig miklum metnaði og mér fannst ég verða að ná lengra og koma mér í fremstu röð,“ segir Karl. „Sem krakki var ég alveg með- vitaður um að ég væri öðruvísi en aðrir strákar og reyndi að fela það eins og ég gat, en það var erf- itt þar sem ég hafði engan áhuga á fótbolta, átti nánast bara vinkonur og fór í handavinnu í staðinn fyrir smíði, sem tíðkaðist ekki á þessum tíma,“ útskýrir Karl sem segist óhjákvæmilega hafa fundið fyrir neikvæðu viðhorfi sem ríkti gagn- vart samkynhneigð á uppvaxtarár- um sínum. „Þótt ég hafi alist upp á mjög ástríku heimili þá átti samkyn- hneigð ekki upp á pallborðið þar frekar en annars staðar á þeim tíma. Ég man að það var almennt mikið hneykslast á viðtali við vin minn Hörð Torfason, sem birtist í tímaritinu Samúel þegar ég var tíu ára gamall. Ég man eftir að hafa lesið greinina í laumi því hún vakti strax áhuga minn,“ segir Karl, en sem unglingur reyndi hann að falla inn í fjöldann með því að eiga kær- ustur líkt og jafnaldrar hans. „Ég gleymi því ekki hvað mér fannst það mikið afrek og stór- virki þegar ég missti sveindóminn sautján ára gamall með kærustu minni. Þá fannst mér ég vera hólp- inn og hafa sannað karlmennsku mína fyrir sjálfum mér,“ útskýrir Karl sem segist þó fljótt hafa áttað sig á að hugur fylgdi ekki verki. „Ég kom til sjálfs míns og ákvað að ég yrði að standa með sjálfum mér í lífinu og lifa í samræmi við langanir mínar, þarfir og vænting- ar. Ég taldi loks í mig kjark 23 ára gamall og gerði hreint fyrir mínum dyrum gagnvart móður minni og systur. Það var stórt skref og erf- itt í alla staði, en okkur tókst að vinna úr þessu í sameiningu og í dag stendur fjölskyldan mín öll sem klettur við bakið í mér.“ Gay pride Nú þegar Gay pride-hátíðin stend- ur yfir leikur blaðamanni forvitni á að vita hvað Karli þyki um hátíð- Karl Berndsen hefur getið sér gott orð sem hárgreiðslu- og förðunarmeistari. Hann hefur verið búsettur í London síð- astliðin tólf ár og unnið fyrir stjörnur á borð við Stellu McCartney, John Galiano og Sugababes. Nú er hann fluttur til Íslands og er önnum kafinn við hárgreiðslu, förðun, ljósmyndun, námskeiðahald og margt fleira. Alma Guðmundsdóttir hitti Karl og ræddi um uppvöxtinn og kynhneigðina sem hann furðar sig á að skuli enn vera umtalsefni í íslensku samfélagi árið 2008. Kynhneigð er aukaatriði Karl Berndsen mun opna nýja og glæsilega hárgreiðslustofu, ljósmyndastúdíó og skóla í Hæðasmára um næstu mánaðamót. MYND/ARNÞÓR K Stjörnumerki: Ljón Uppáhaldsmatur: Indverskur, en ekki á Íslandi. Frekar ensk-indverskur. Besti tími dagsins: Morgnarnir nýtast best ef ég vakna snemma. Uppáhaldsdrykkur: Mojito. Bíllinn minn er: Mjög góður því hann eyðir engu! Diskurinn í spilaranum: Þorláksmessutíðir. Leiðinlegast: Yfirlit yfir óborgaða reikninga. Skemmtilegast: Vinnan mín. Draumafrí: Að sóla mig á einhverri unaðsströnd með heitum lover. Uppáhaldsborgin: Marrakech. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara: Engu! Í HNOTSKURN www.forlagid.is 8 • FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.