Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 22
22 15. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
DEBRA MESSING LEIKKONA
ER 40 ÁRA Í DAG
„Þegar ég var barn söng ég
ávallt og dansaði fyrir móður
mína, á milli þess sem ég
horfði á þættina I love Lucy
og The Carol Burnett Show.“
Debra Messing fæddist þenn-
an dag í Brooklyn, New York.
Hún er þekktust fyrir leik sinn í
skemmtiþáttunum Will & Grace.
Á þessum degi
árið 1969 hófst
tónlistarhátíðin
Woodstock. Há-
tíðin var hald-
in í Bethel í New
York-ríki, sextíu
og níu kílómetr-
um frá bænum Woodstock.
Woodstock-hátíðin einkenndi
þau menningarskil sem áttu
sér stað í bandarísku samfélagi.
Ungt fólk þessa tíma vildi meira
frelsi og reis upp gegn íhalds-
sömum gildum sjötta áratug-
arins og afturhaldslegri stjórn-
málastefnu kalda stríðsins.
Hippatímabilið blómstraði bæði
í samfélaginu og á hátíðinni.
Talið er að rúm-
lega fjögur hundr-
uð þúsund manns
hafi komið saman
til að hlýða á þá
sem fram komu á
hátíðinni. Meðal
þeirra sem spiluðu
voru: Jimi Hendrix, Joe Cocker,
Creedence Clearwater Revival
og Joni Mitchell.
Slagorð Woodstock voru; Þrír
dagar af tónlist og frið og var
hátíðin sú stærsta í heiminum á
þessum tíma.
Tímaritið Rolling Stone valdi
Woodstock-hátíðina á lista yfir
fimmtíu stærstu atburði sem
breytt hafa sögu rokksins.
ÞETTA GERÐIST: 15. ÁGÚST 1969
Rokkhátíð allra tíma
Í dag hefst tónlistarhátíðin Berjadag-
ar í Ólafsfirði og stendur hátíðin fram
á sunnudag. Þetta er í tíunda sinn sem
hátíðin er haldin.
Örn Magnússon, listrænn stjórn-
andi og framkvæmdastjóri hátíðarinn-
ar, segir að ýmislegt verði gert til halda
upp á þessi tímamót, en á hátíðinni er
flutt aðgengileg kammertónlist auk
annarra uppákomna.
Að sögn Arnar var löngu búið að
ákveða að flytja Árstíðirnar fjórar eftir
Vivaldi á tíu ára afmæli hátíðarinnar.
„Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari
leikur einleik í Árstíðunum og hefur
hún fengið til liðs við sig gott fólk úr
Sinfóníuhljómsveitinni, Bachsveitinni
í Skálholti og úr öðrum sveitum. Guð-
mundur Ólafsson leikari mun svo lesa
sonettur Árstíðanna,“ segir Örn.
Á laugardaginn verða tónleikar í
gömlu kirkjunni á Kvíabekk þar sem
flutt verður tónlist úr íslenskum hand-
ritum við undirleik gamalla hljóðfæra.
„Notuð verða hljóðfæri sem sjást ekki
á hverjum degi, eins og langspil, harpa
og gígja. Það verður fjölskylduhljóm-
sveitin Spilmenn Ríkínís sem flytur
veraldleg lög, ástarljóð og kvæði úr
handritinu Melódíu frá 1650,“ segir
Örn. Enn fremur mun Eggert Péturs-
son myndlistarmaður opna sýningu
á nýjum verkum í Listhúsi í Fjalla-
byggð.
Að sögn Arnar verður hátíðin í ár
með hefðbundnu sniði. „Við höfum allt-
af vandað okkur mjög með efnisskrána
þannig að ég vil nú ekki segja að þessi
hátíð verði glæsilegri en fyrri hátíðir.
Þær hafa alltaf verið mjög vandaðar,“
segir Örn, en hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar nær öll
árin. Einkunnarorð Berjadaga eru tón-
list og náttúra og segir Örn hugmynd-
ina þá að fólk geti notið fallegrar tón-
listar í stórbrotinni náttúru Tröllaskag-
ans.
Örn er sjálfur klassískt menntað-
ur píanóleikari og hugsuðurinn á bak
við hátíðina. „Ég var í tónlistarnámi
erlendis og mig langaði að flytja tón-
listina heim til Ólafsfjarðar, en ég er
þaðan. Haustið er líka eftirlætistíminn
minn. Þannig varð hugmyndin að hátíð-
inni til,“ segir Örn.
Á þeim tíu árum sem Berjadagar
hafa verið haldnir hefur hróður henn-
ar og orðspor farið vaxandi. „Hátíðinni
hefur verið vel tekið og ljómandi vel
sótt,“ segir Örn.
Þeir sem vilja kynna sér dagskrá há-
tíðarinnar er bent á heimasíðuna www.
fjallabyggd.is. klara@frettabladid.is
TÓNLISTARHÁTIÐIN BERJADAGAR Í ÓLAFSFIRÐI: HALDIN Í TÍUNDA SINN
Árstíðirnar í fallegri náttúru
ÖRN MAGNÚSSON, framkvæmdastjóri Berjadaga í Ólafsfirði, segir dagskrána í ár stórglæsilega að vanda. MYND/SINDRI SVAN ÓLAFSSON
timamot@frettabladid.is
Okkar ástkæra
Ágústa Skúladóttir
Vallholti 39, Selfossi,
sem lést mánudaginn 4. ágúst verður jarðsungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 16. ágúst klukkan 11.00.
Kjartan T. Ólafsson
Jökull Veigar Kjartansson Elín Sigmarsdóttir
Ólafur Helgi Kjartansson Þórdís Jónsdóttir
Skúli Kjartansson Nancy Barish
Hjálmar Kjartansson Guðný Anna Arnþórsdóttir
Bergdís Linda Kjartansdóttir Þórður Kristjánsson
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín H. H. Magnúsdóttir
sem andaðist 1. ágúst sl., verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn 18. ágúst kl. 15.00.
Arndís R. Magnúsdóttir Gunnar G. Kristjánsson
Magnús Á. Magnússon Hrafnhildur Ingólfsdóttir
Sverrir S. Magnússon Svala H. Jónsdóttir
Sævar Magnússon Halla Þ. Stephensen
Halla B. Magnúsdóttir Þorsteinn G. Ólason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Hörður Þórhallsson
húsasmiður, Brúnavegi 5, Reykjavík,
lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn
12. ágúst. Verður jarðsunginn föstudaginn
22. ágúst kl. 15.00 frá kirkju Óháða safnaðarins.
Halldóra K. Guðjónsdóttir
Elín Birna Harðardóttir Ársæll Gunnsteinsson
Katrín Úrsúla Harðardóttir Guðni B. Guðnason
G. Svafa Harðardóttir
Þórhallur G. Harðarson Brynja Björk Rögnvaldsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðdís Guðmundsdóttir
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudag-
inn 6. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Reynir Sveinsson Guðlaug Leifsdóttir
Smári Sveinsson Bergdís Sigurðardóttir
Kristinn Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ragnar Vigfússon
síðast til heimilis að
Miklubraut 1, Reykjavík,
lést föstudaginn 8. ágúst. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.30.
Jarðsett verður í Vopnafjarðarkirkjugarði
fimmtudaginn 21. ágúst.
Vigfús Már Ragnarsson Margith Eysturtún
Sigþór Viðar Ragnarsson Elsa Auður Sigfúsdóttir
Jóhannes Óli Ragnarsson Lena Rögnvaldsdóttir
Ragnar Þór Ragnarsson
Andrias E. Vigfússon
Arndís E. Vigfúsdóttir
Alexander Máni Sigþórsson
Ástkær sambýlismaður minn og bróðir,
Svanur Jónsson
frá Höfnum, Njálsgötu 32B, Reykjavík,
lést sunnudaginn 3. ágúst á Landspítalanum við
Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Pranom Mankamnert
Ragna Bjarnadóttir (Lóa).
Okkar ástkæra
Unnur Kristjánsdóttir
frá Þingvöllum,
andaðist á sjúkrahúsi Stykkishólms 11. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.