Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 30
Birna Dögg Guðmundsdóttir hætti störfum sem verslunarstjóri Tops- hop til þess að setjast aftur á skóla- bekk. Í haust hyggur hún á nám í út- stillingum í Iðnskólanum í Hafnar- firði og segist hún hlakka mikið til námsins. Hvernig mundir þú lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er svolítið „twisted“, svona eins og ég sjálf, enda fædd á mörkum tveggja stjörnumerkja. Hann rokkar frá því að vera fremur „casual“ í að vera elegant. Þar inn í spilar svo veðurfar og skap. Hvaðan sækirðu þér innblástur þegar kemur að fatastílnum? Hér og þar, en líklegast í mínu nánasta um- hverfi, auðvitað tekur maður allt- af smá mið af blöðunum. Ég reyni þó allaf að vera sjálfri mér trú og klæði mig í það sem mér finnst vera fallegt og fara mér vel. Hvar verslarðu helst? Hér heima versla ég helst í Rokki og rósum og Topshop þar sem sterk bönd tengja mig við þá búð. Ég hætti þar sem verslunarstjóri fyrir stuttu til þess að setjast aftur á skólabekk. Einnig hef ég haft gaman af því að kíkja í Kronkron eftir mánaðamót. Áttu þér einhvern uppáhaldshönnuð? Ég á mjög erfitt með að svara þess- ari spurningu. Oft er einhver ein lína alveg geggjuð hjá hönnuði og sú næsta alveg út í hött. En ég var hrifin af tveimur síðustu línum Lu- ellu Bartley, stelpulegt með töff- aralegum blæ. Uppáhaldsfatamerki? Þar verð ég að nefna Opening Ceremony ásamt Acne Jeans. Bestu kaupin? Mér finnst ég alltaf gera góð kaup þangað til að ég átta mig í raun á einhverju öðru. En ég held að ég verði að segja Open- ing Ceremony-peysan mín sem ég hef mikið notað, bæði við kjóla og gallabuxur. Verstu kaupin? Úff, það slæðist allt- af eitthvað misfallegt með heim, en nýjustu mistökin mín eru lík- legast rauður kufl sem ég keypti í Marokkó fyrir stuttu þar sem götu- sölumaðurinn gat sannfært mig um að hann væri eitthvað sem ég þyrfti að eignast. Þegar upp á hótel var komið þá reyndist þetta vera ein hræðilegasta og verst sniðna flík sem ég hef séð í óratíma. Ég er hrædd um að hann verði ekki not- aður í grímupartíi næstkomandi helgi eins og til stóð. Fyrir hverju ertu veikust? Ég er í raun alltaf veik fyrir falleg- um hlut- um hvort sem það eru hælar eða sjarmerandi karlmenn. En já, flott- ir skór eru tiltölulega ný fíkn hjá mér ásamt því að ég er mjög veik fyrir fallegum nærfötum. Uppáhaldsbúðin? Ég er mikill að- dáandi H&M sem mér finnst alltaf jafn gaman að fara í erlendis. Einn- ig er ég algjör sökker fyrir Bout- ique-línu Topshop, sem því miður er ekki enn seld hér á landi. Ég reyni alltaf að kippa einu stykki eða svo með mér heim þegar ég fer til útlanda. Nauðsynlegt í fataskápinn? Auka- hlutir eins og skart og klútar, þeir geta haft gríðarleg áhrif á heildar- lúkkið. Hvað dreymir þig um að eignast núna? Eins og svo oft áður eru það nokkrir hlutir sem ég er að velta fyrir mér að fjárfesta í. Þar á meðal er skyrtukjóll frá Marjan Pejoski sem fæst í Kronkron, klút- ur frá Kb sem fæst í Belleville, jazz-skór frá Topshop, loðfeldur frá Rokki og rósum og listinn heldur áfram … Hvernig er heimadressið þitt? Þegar ég kem heim á kvöldin þá er ég vön að skella mér beint í náttbuxur og hafa það náðugt. 1 Peysan er Topshop Boutique. Skórnir og nælan eru einnig úr Topshop. 2 Skór frá merkinu Hazel, keyptir á Malaga. 3 Karríg- ula peysan frá Opening Ceremony sem ég keypti í Kronkron er uppáhaldspeysan mín. 4 Verstu kaupin mín er þessi rauði kufl sem mátast eins og brandari. 5 Gráir rúskinns- skór með dúsk, þessa elskur fékk ég í Topshop, Kringlunni. 6 Þess- ar nælur bjó ég til úr postulíni og er ég mjög ánægð með afraksturinn og hef ég mikið notað þær á jakka og hettupeysur. 7 Kímónó frá verslun- inni Rokk og rósir. Geri alltaf góð kaup fatastíllinn Birna Dögg Guðmundsdóttir nemi 1 www.forlagid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 76 2 4 3 5 4 • FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.