Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 4
4 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) BANDARÍKIN, AP Í Bandaríkjunum reikna menn með því að Barack Obama skýri á næstu dögum frá því, hvern hann hyggst hafa með sér sem varaforsetaefni. Hann hefur þó gætt þess vel að láta ekkert uppi um val sitt, hvorki við kjósendur á kosn- ingafundum né við flesta aðstoðarmenn sína. Fjórir eru þó taldir líklegast- ir: ríkisstjórarnir Tim Kaine og Kathleen Sebelius, og öldunga- deildarþingmennirnir Joe Biden og Evan Bayh. Þá telja ein- hverjir enn að hann muni koma öllum á óvart og velja með sér Hillary Clinton. - gb Varaforsetaefni Obama: Tilkynning á næstu dögum VIÐURKENNING „Flest árin hef ég gert eitthvað þó svo að ég dugi ekki í nein stórverk lengur,“ segir María Ásgeirsdóttir, ein þriggja kvenna sem í gær tóku við viðurkenningu fyrir fegurstu fjölbýlislóð Reykjavíkur fyrir hönd íbúa Birkimels 6. María verður 93 ára á árinu en hún hefur búið í húsinu frá byggingu þess árið 1948. Auk Birkimels fengu lóðir Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og 1912 ehf. við Klettagarða viðurkenningar. Húsin við Þingholtsstræti 7, Mjóuhlíð 4 og 6 og Birkimel 8 hlutu viðurkenn- ingu vegna endurbóta á eldri húsum. - ges Fallegir garðar í Reykjavík: Hefur sinnt lóð- inni í sextíu ár VERÐLAUNAHAFAR Í HÖFÐA María Ásgeirsdóttir stendur við hlið borgar- stjóra fyrir miðju. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Hjón á áttræðisaldri slösuðust alvarlega í bílslysi á Krýsuvíkur vegi um klukkan tíu í gærmorgun. Þau voru bæði flutt á slysa deild og þaðan á gjör gæslu, en eru ekki í lífs- hættu. Fólkið var í jeppa sem ekið var í veg fyrir malarflutningabíl á gatnamótum ofan við Vallahverfi í Hafnarfirði. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðsins og beita klippum við að ná fólkinu úr jeppanum. Ökumaður flutninga- bílsins slasaðist ekki alvarlega. Vegurinn var lokaður á aðra klukkustund vegna slyssins, en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig slysið bar að. - sh Árekstur á Krýsuvíkurvegi: Eldri hjón slös- uðust í bílslysi Á SLYSSTAÐ Töluverðan tíma tók að ná fólkinu úr jeppanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Marsibil ekki í Samfylkingu Marsibil Sæmundardóttir, varaborgar- fulltrúinn sem gekk úr Framsókn, ræddi í gær við Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingar. Marsibil verður óháð í vetur, en segir að þau hafi rætt um samstarf í minnihluta. Ekki um að hún gengi í Samfylkinguna. REYKJAVÍK VIÐSKIPTI Landic Property hefur rift samningi við Stones Invest um söluna á Keops Development og yfirtekið á ný eignarhald sitt á félaginu. Er það gert með það fyrir augum að vernda fjárhags- lega hagsmuni Landic Property, viðskiptafélaga og viðskiptabanka Keops sem og verðmæti þess. Í tilkynningu sem Landic sendi frá sér í gær kemur fram að fyrir- tækið hafi uppfyllt allar skyldur sínar samkvæmt kaupsamningi en Stones Invest hafi hins vegar ekki staðið við ákvæði kaupsamnings- ins, meðal annars að losa Landic Property undan ábyrgðum sínum. Framkvæmdastjóri Keops Development sendi frá sér til- kynningu í gær þar sem hann greindi frá því að Stones Invest hafi tekið til sín endurgreiðslur á virðisaukaskatti upp á tæpar 360 milljónir íslenskra króna sem með réttu hefðu átt að fara inn á banka- reikning Keops Development. „Það var dropinn sem fyllti mælinn að vita af því að það væri búið að vera að taka peninga út úr félaginu þegar það hefur ekki verið aflögufært. Það er síðasta sort,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Prop- erty. Hann segir einnig að farið verði ítarlega yfir stöðu Keops Development á næstu dögum og gripið verði til viðeigandi ráðstaf- ana til að tryggja að reksturinn komist á rétta braut. -ghh Landic Property yfirtekur Keops Development á ný: Treysta ekki Stones Invest SKARPHÉÐINN BERG Forstjóri Landic Property segir nú gengið í að ógilda viðskiptin með Keops Development. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 19° 17° 21° 20° 21° 21° 21° 21° 22° 20° 20° 22° 22° 27° 32° 32° 26° 10 Á MORGUN Vaxandi sunnanátt vest- an til, 5-10 síðdegis. 5 FÖSTUDAGUR 5-10 m/s, stífastur vestan til. 10 12 14 12 12 12 5 5 5 5 5 13 16 14 1413 VÆTA FRAM- UNDAN VESTAN TIL Góðviðri er í kortum dagsins. Yfi rleitt hægviðri og milt og sólin er líkleg víða um land eftir hádegi, síst þó reyndar eystra. Á hinn bóginn eru horfur á tölu- verðum breytingum á morgun þegar vindur fer vaxandi af suðri við vestanvert landið með vætu síðdegis. Rigning sunnan til og vestan á föstudag. 12 13 12 5 5 5 9 12 15 17 1412 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur REYKJAVÍK „Ólafur F. Magnússon hefur ekki átt samleið með Frjáls- lynda flokknum undanfarin ár og ég sé ekki að hann eigi það í dag,“ segir Jón Magnússon þingmaður flokksins í Reykjavík. Ólafur tilkynnti í gær að hann væri að nýju genginn til liðs við F- lista frjálslyndra og óháðra, en hann tilheyrði áður Íslandshreyf- ingunni. Ásta Þorleifsdóttir verður enn sem fyrr óháð. Ólafur segist hafa rætt þetta við formann flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, og hefði Ólafur full- an stuðning hans. „Það eru samningar sem ég þekki ekki og í mín eyru hefur for- maðurinn afneitað því,“ segir Jón hins vegar. Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður flokksins, segir ákvörðun um framboðsmál verða tekna á borgarmálavettvangi þegar þar að kemur. Spurður hvort stefni í prófkjör hjá frjáls- lyndum í borg- inni, kveður Jón mestu skipta að flokksmenn ráði því hverjir séu oddvitar, með prófkjöri eða ekki. Jón er formaður nýs borgar- málafélags flokksins. „Frjálslyndi flokkurinn mun bjóða fram hér í Reykjavík, en nei, ég mun ekki styðja Ólaf. Það kemur ekki til nokkurra greina,“ segir hann. Guðjón Arnar segist bjóða Ólaf velkominn í flokkinn. „Menn verða hins vegar að starfa þar til að vinna sér traust. Borgarmálafélagið er vettvangur til að upplýsa flokks- fólk um borgarmál og taka sameig- inlegar ákvarðanir. Við skulum vona að hann geri það.“ Ólafur telur mikilvægt að F-listi bjóði fram sameinaður og að hann haldi þar um stýrið. „Annars verð- ur unnið að því að flytja flugvöll- inn burt, í bága við vilja Reykvík- inga.“ Hann vilji ekki dreifa atkvæðum flugvallarsinna milli framboða. Þetta kallar Jón Magn- ússon „bull og kjaftæði“. Ólafur tók fram að milli hans og Ómars Ragnarssonar, formanns Íslandshreyfingarinnar, ríkti trún- aður. Ólafur er að mati Ómars „einn mesti umhverfisverndar- maður sem við höfum átt. Jón er aftur eindreginn fylgismaður Bitruvirkjunar og stóriðju,“ segir Ómar. klemens@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Jón segir ekki koma til greina að styðja Ólaf Formaður Frjálslynda flokksins býður Ólaf F. Magnússon velkominn í flokkinn. Ólafur þurfi þó að vinna sér inn traust flokksmanna. Borgarstjóri gekk í gær til liðs við flokkinn til að dreifa ekki atkvæðum andstæðinga flugvallarins. FLUG Í KEFLAVÍK Jón Magnússon segist vilja hafa innanlandsflugið í Keflavík, verði flugvöllurinn færður á annað borð. En þangað til að viðunandi lausn finnist eigi völlurinn að vera á sínum stað. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri hefur hins vegar útilokað, fyrir sitt leyti, að innanlandsflug fari til Keflavíkur. ÓLAFUR TILKYNNIR ÁKVÖRÐUN SÍNA Í RÁÐHÚSINU Í GÆR Af F-listanum gamla hafa horfið þær Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Einnig dóttir Ólafs, Anna Sigríður, enda mun hún hafa fengið nóg af látunum í kringum borgarmálin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN MAGNÚSSON Kveikt í jeppakerru Kveikt var í lítilli jeppakerru á Dalvík í gær. Þrír átta og níu ára krakkar höfðu fundið flugeldablys, helltu bensíni yfir kerruna og skutu af blysinu á hana. Kerran brann til kaldra kola. Engan sakaði og ekki varð frekara tjón. LÖGREGLUMÁL VINNUMARKAÐUR Samninganefnd fiskimanna í Sjómannafélagi Íslands hefur vísað kjaradeilu sinni við Landsamband Íslenskra Útvegsmanna, LÍÚ, til embættis ríkissáttasemjara. Birgir Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannafélags- ins, segir að samninganefndin hafi setið nokkra fundi með LÍÚ en mikið beri í milli og því hafi sjómenn viljað koma viðræðunum í þennan farveg. Hann á von á því að það taki „óratíma“ að ná samkomulagi. - ghs Sjómannafélag Íslands: Vísar kjaradeilu til sáttasemjara GENGIÐ 19.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,2334 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,35 82,75 153,30 154,04 120,86 121,54 16,202 16,296 15,188 15,278 12,915 12,991 0,7495 0,7539 129,19 129,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.