Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst 2008
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
N
S
E
N
S
N
K
A
SI
A
K
A
SI
A
K
A
SI
A.
IS
M
S
.IS
M
SA
4
09
8
A
40
98
A
40
9
A
8
04
/0
04
/
8
04
/400
888
SUÐURLAND Félag opinberra
starfsmanna á Suðurlandi, FOSS
og Starfsmannafélag sveitarfé-
lagsins Árborgar, STÁ hafa nú
verið sameinuð. Var formlega
gengið frá sameiningu félaganna á
sameiginlegum stjórnarfundi 18.
ágúst síðastliðinn.
Lög FOSS munu gilda um hið
sameiginlega félag og mun FOSS
taka yfir starfsemi STÁ, bæði
eignir þess og skuldir. FOSS mun
einnig taka yfir kjarasamninga
STÁ og þá munu orlofssjóðir,
starfsmenntasjóðir og félagssjóðir
félaganna sameinast. Félagsmenn í
sameinuðu félagi eru rúmlega 900.
Suðurglugginn greindi frá. - ovd
FOSS og STÁ sameinast:
Sameining á
Suðurlandi
LÖGGÆSLUMÁL Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst
eftir fimmtán lögregluþjónum.
Ekki er um nýjar stöður að ræða.
„Þetta eru bara stöður sem hafa
losnað hjá okkur við hreyfingar á
starfsfólki. Þegar búið er að ráða í
þær verður fullmannað hjá okkur
miðað við fjárheimildir,“ segir
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn.
Spurður hvort fjárheimildir
uppfylli þörf lögreglunnar segir
Geir Jón það velta á því hvernig
löggæslu menn vilja sjá. „Við
sníðum okkur bara stakk eftir
vexti eins og aðrir.“ - kóp
Höfuðborgarsvæðið:
Fimmtán nýir
lögregluþjónar
LÖGREGLAN Auglýst hefur verið eftir
fimmtán lögregluþjónum á höfuðborg-
arsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NÍGER, AP Uppreisnarmenn í
Norður-Afríkuríkjunum Níger og
Malí sögðust í gær hafa lagt niður
vopn og hætt uppreisn sinni. Það
var Moammar Gaddafi, leiðtogi í
Líbíu, sem fékk þá til þess.
Jafnframt hafa uppreisnar-
menn ákveðið að láta lausa um 60
gísla í báðum ríkjunum.
Uppreisnarmennirnir eru af
Tuareg-þjóðinni, sem er þjóð
hirðingja í Sahara-eyðimörkinni.
Þeir hófu uppreisn sína árið 2007
og sökuðu stjórnvöld beggja
ríkjanna um að hunsa hagsmuni
hirðingjaþjóðarinnar. - gb
Hirðingjaþjóð í Sahara:
Uppreisn lýkur
í Níger og Malí