Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 12
FRÉTTASKÝRING: Stríð í Georgíu
FRÉTTASKÝRING
AUÐUNN ARNÓRSSON
audunn@frettabladid.is
12 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR
Með harkalegum hern-
aði sínum í Georgíu hafa
Rússar sýnt mátt sinn og
megin á Kákasussvæðinu
og hve illa Vesturlönd eru í
stakk búin að veita vinveitt-
um þjóðum þar um slóðir
haldgóðan stuðning. Sam-
skipti Rússlands og NATO
hafa kólnað verulega vegna
málsins.
Utanríkisráðherrar hinna 26 aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins
komu saman á bráðafundi í Brus-
sel í gær til að ræða hvernig
bandalagið ætti að bregðast við
hernaði Rússa í Georgíu. Þeir sam-
þykktu að skora á Rússa að standa
við ákvæði vopnahléssamkomu-
lagsins, sem ESB-formennsku-
þjóðin Frakkar áttu milligöngu
um, en til að svo teldist vera yrðu
þeir að flytja herlið sitt til baka til
þeirra stöðva sem það var í áður
en átökin hófust.
Fyrstu staðfestu fréttirnar af
því að sá brottflutningur væri haf-
inn bárust frá Georgíu í gær. Lest
skrið- og bryndreka rússneska
herliðsins sem hernumið hafði
mið-georgísku borgina Gori sást
halda út úr borginni til norðurs, í
átt að aðskilnaðarhéraðinu Suður-
Ossetíu þar sem átökin hófust
þann 7. ágúst síðastliðinn.
Fangaskipti
Áður höfðu talsmenn stjórnvalda í
Tíblisi sagt að enn væru engin
merki um að rússneska innrásar-
liðið væri að hugsa sér til hreyf-
ings. Að öðru leyti en því að það
gekk eftir að rússneska herliðið
skipti á föngum við georgíska her-
inn við eftirlitsstöð nærri Tíblísí í
gær. Skipt var á fimmtán georg-
ískum hermönnum fyrir fimm
rússneska. Tveir hinna síðar-
nefndu kváðu vera flugmenn rúss-
neskra herþotna sem skotnar voru
niður yfir Georgíu.
Fallist á ÖSE-eftirlit
Í Brussel staðfesti finnski utan-
ríkisráðherrann Alexander Stubb,
sem gegnir nú formennsku í
Öryggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu, að rússnesk yfirvöld hefðu
fallizt á að 20 eftirlitsmenn á
vegum stofnunarinnar fengju
aðgang að átakasvæðinu. Áður
voru níu slíkir eftirlitsmenn ÖSE
á vettvangi í Suður-Ossetíu, en
gátu sig lítið hrært vegna skorts á
öryggistryggingum. „Ég er mátu-
lega bjartsýnn á að okkur takist
[…] að koma eftirlitsmönnum á
vettvang strax í kvöld (þriðju-
dagskvöld),“ hafði fréttavefur
BBC eftir Stubb í gær.
Rice ómyrk í máli
Bandaríski utanríkisráðherrann
Condoleezza Rice varaði á fundin-
um í Brussel í gær Rússa við. Sér
sýndist Rússar ekki standa við
vopnahléssamkomulagið og því
spyrji hún sig hvers vegna rúss-
neski forsetinn „annaðhvort geti
eða vilji ekki standa við orð sín“.
Með þessu leiki Rússar hættuleg-
an leik.
Rice sakaði valdhafa í Moskvu
um að vilja hræða hina litlu grann-
þjóð Georgíumenn til undirgefni.
Og bætti við: „Við [Bandaríkja-
menn] erum ákveðnir í að hindra
að Rússar fái þessu markmiði sínu
framgengt.“
Álíka harða afstöðu gagnvart
Rússum hafa Bretar og fyrrver-
andi Austantjaldsríkin í NATO.
Þjóðverjar, Frakkar og Hollend-
ingar eru aftur á móti á meðal
NATO-þjóða sem hafa viljað forð-
ast að láta samskiptin við Rússa
versna umfram það sem þegar er
orðið. Þessi innri ágreiningur
NATO-ríkjanna hindraði þó ekki
samstöðu um sameiginlega pólit-
íska yfirlýsingu á bráðafundinum
í Brussel í gær. Í henni er Rússum
send skýr skilaboð um að sam-
skiptin við bandalagið munu líða
fyrir framgöngu þeirra gagnvart
Georgíu.
Kalt stríð um ítök í Kákasus
Á laugardag, níu dögum eftir að stríð hófst í Suður-Ossetíu,
undirritaði Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, vopnahlés-
samkomulag við Georgíu sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
hafði milligöngu um fyrir hönd Evrópusambandsins, Bandaríkj-
anna og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Áður
hafði Mikheíl Saakashvili Georgíuforseti undirritað samkomulag-
ið eftir þriggja daga umþóttunartíma.
VOPNAHLÉSSAMKOMULAGIÐ AÐALATRIÐI SAMKOMULAGSINS:
■ Engin frekari beiting hervalds.
■ Mannúðaraðstoð hljóti hindrunarlausan
aðgang að nauðstöddum.
■ Georgískar hersveitir snúi til heima-
herstöðva sinna.
■ Rússneskar hersveitir snúi til þeirra stöðva
sem þær voru í áður en átökin hófust.
■ Alþjóðlegar viðræður um frið og öryggi í
Suður-Ossetíu og Abkasíu.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Gísli Tryggvason, talsmaður neyt-
enda lagt til við fjármálaráðherra að fella niður bókamúrinn svokallaða. Þar er
átt við virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld af bókum og smávarningi sem
sendur er hingað til lands að utan. Ástæðan fyrir þessu er sú að tekjur ríkissjóðs
af virðisaukaskatti á bókum og smávöru eru oft margfalt minni en kostnaðurinn
við að reikna þessi gjöld út.
Hversu mikill er kostnaðurinn af umsýslugjaldi af hverri sendingu?
Umsýslugjaldið, 450 krónur, þykir ef til vill ekki stór upphæð. Hún er þó nógu
stórt hlutfall af verði smávöru til þess að fæla suma kaupendur frá. Í rökstuðningi
talsmannsins er tekið dæmi af bók sem kostar 300 krónur auk sendingarkostn-
aðar sem er 540 krónur. Virðisaukaskatturinn af þessari sendingu er 59 krónur.
Án skattlagningar hefði bókin kostað 62 prósent af því sem hún kostar nú. Kostn-
aður neytandans er nífalt meiri en gróði ríkissjóðs. Hlutfallið er auðvitað ekki jafn
hátt af dýrari bókum.
Um hve stórar pantanir er að ræða?
Í tillögunum er miðað við að gjöld af pökkum sem bera virðisaukaskatt undir
fimmhundruð krónum verði felld niður. Það þýðir að af vörum eins og bókum,
sem bera sjö prósent skatt, má heildarverð pöntunar vera 7.143 krónur áður en
farið er að innheimta skatt og þegar skatturinn er 24,5 prósent þá má það vera
2.041 króna.
Hvers vegna breytingarnar?
Rökstuðningur þeirra sem aðhyllast breyting-
arnar er sá að afnám gjaldanna muni bæta
hag neytenda, auka samkeppni sem aftur
lækkar verð og breikkar vöruúrval og auk
þess stuðla að meiri skilvirkni í póstverslun
Íslendinga. Bókaverð á vefverslunum eins og
amazon.com er í mörgum tilvikum lægra en
hérlendis þannig að breytingarnar gætu haft
nokkur áhrif á neysluhegðun.
Hvernig er þessu háttað erlendis?
Ísland er eina landið á EES-svæðinu sem er
ekki með reglu um niðurfellingu opinberra
gjalda af smápökkum.
FBL-GREINING: AFNÁM OPINBERRA GJALDA Á SMÁPÖKKUM
Tekjur ríkisins minni
en kostnaður
www.forlagid.is
TÍMAMÓTAVERK
SVO MIKLU MEIRA EN HEFÐBUNDIN ORÐABÓK
Bókin gerir rækilega
grein fyrir notkun
orða og orðasambanda
í margvíslegu
samhengi og birtir
um leið skýra
mynd af íslenskum
orðaforða.
Yfirgripsmikið verk sem veitir
einstaka leiðsögn um orðaval
í ræðu og riti.
Rafræn útgáfa á geisladiski
fylgir bókinni og veitir margvíslega
leitarmöguleika og nýja innsýn
í efnið.
SKÓLATILBOÐ
9.980 kr.
(Fullt verð 15.937 kr.)