Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 16
16 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Sóley Tómasdóttir skrifar um borgar- mál. Samtímasagan hefur kennt okkur að samheldni og eining innan borgarstjórn- arflokka er lykilatriði. Upphaf og endir þeirrar vitleysu sem dunið hefur á borgar- búum það sem af er kjörtímabilinu hefur verið hinn ósamstíga og óstarfhæfi borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks. Oddviti Sjálfstæðisflokks kýs að hunsa þessa staðreynd. Hún segist nú vera að axla ábyrgð og koma á stöðugleika í stjórn borgarinnar. Umrótið hafi verið hinum að kenna, hún og hennar þurfi bara traustari samstarfsaðila. Sem að þessu sinni eru dreggjarnar af framboðslista Framsóknarflokks. Meirihluta I var slitið vegna þess að borgarstjórn- arflokkur sjálfstæðismanna kom sér ekki saman um hvort eða hvernig standa skyldi að orkuútrás. Meirihluta II var slitið vegna þess að tveir af borgarfulltrúum sjálfstæðismanna ræddu við Ólaf F. Magnússon, fengu hann til samstarfs og gerðu við hann málefnasamning án vitundar eða vilja hinna í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Meiri hluta III var slitið vegna þess að nýr oddviti sjálfstæðis- manna gat ekki unnið úr mistökum forvera síns. Eftir að Meirihluti I sprakk hafði Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi oddviti fram- sóknarmanna, þetta um borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna að segja: „Á dauða mínum hefði ég átt von, en ekki að Sjálfstæðisflokk- urinn, sem ég hafði áður haft ágæta reynslu af samstarfi við á vettvangi ríkisstjórnar, væri jafnklofinn í sínu innra starfi eins og raunin hefur orðið á í borgarstjórn Reykja- víkur.“ Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við sem oddviti Sjálfstæðismanna sagði Óskar Bergsson stöðuna samt sem áður slæma: „Ég held að hún sé að taka við mjög erfiðu verkefni. Hún er með ósamstæðan borgarstjórnar- flokk á bak við sig og veikan borgarstjórnarmeiri- hluta.“ Örfáum vikum síðar hendir hann samt líflínunni til hennar. Stöðugleiki Meirihluta IV er vandséður. Fátt hefur breyst í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna og sjálfum hefur Óskari Bergssyni tekist að splundra sínum litla hópi. Orð Óskars hafa því aldrei átt betur við. Þau eru að taka við mjög erfiðu verkefni. Þau eru með ósamstæða borgarstjórnarflokka á bak við sig og veikan borgarstjórnarmeirihluta. Slík áhættusækni er bæði óábyrg og ósanngjörn gagnvart borgarbúum eftir það sem á undan er gengið. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Þ rengingar í þjóðarbúskapnum valda ríkisstjórnum jafn- an hagfræðilegum hausverk. Viðbrögð við honum eða skortur á þeim geta í framhaldinu haft í för með sér ýmiss konar pólitískar aukaverkanir. Þetta er gömul saga sem oft hefur endurtekið sig. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki með öllu farið varhluta af henni. Þegar horft er á pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eins og sakir standa getur engum dulist að óþol hefur komið fram í baklöndum beggja stjórnarflokkanna. Þau eru eðli máls samkvæmt ólíkrar gerðar. Að sama skapi birtist óþolið í mismunandi myndum. Atvinnulífið er áhrifaríkt bakland Sjálfstæðisflokksins. Þó að þær rætur séu sterkari í garði stjórnenda liggja þær einnig í garði launþegaforystunnar. Samfylkingin á rætur í launþegaforystunni en áhrifaríkasta bakland hennar er þó menningarforystan sem stundum er kennd við 101 Reykjavík. Hún hefur skoðanamótandi áhrif umfram aðra þjóðfélagshópa. Kjarninn í óþoli atvinnulífsins hefur lotið að peningastefnunni og framtíðarsýn í þeim efnum. Það hefur þannig snúist um mál- efni alfarið. Gagnrýni atvinnulífsins hefur beinst að ríkisstjórn- inni sem heild. Eigi að síður er hún hættulegri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn en Samfylkinguna fyrir þá sök hvaðan hún kemur. Ádeilunni í óþoli áhrifaríkasta baklands Samfylkingarinnar hefur á hinn bóginn verið miðað á samstarfsflokkinn og þó eink- um persónu forsætisráðherrans. Þótt þessi gagnrýni beinist ekki að eigin forystu kemur að því að hún þarf annaðhvort að taka til varna fyrir ríkisstjórnina í heild eða taka undir með baklandi sínu. Ástæðan er sú að persónuleg gagnrýni á forsætisráðherrann á í reynd jafnt við báða stjórnarflokkana þegar hún er sett í málefna- legt samhengi. Eðlilegt er að sú spurning vakni hvort þetta óþol í baklandi stjórnarflokkanna muni hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. Við svo búið eru engin merki þar um. Ekki verður annað greint af því sem fram kemur en að í samstarfi forystumanna stjórnarflokkanna sé allt með felldu. Hvorugur flokkurinn sýnist sitja á svikráðum við hinn. Trúnaðarbrestur gæti varla farið leynt. Engir ríkisstjórnarflokkar hafa nokkru sinni komist í gegn- um efnahagsþrengingar án þess að óróleika hafi gætt í baklandi þeirra. Spurningin er alltaf hversu djúpt slíkur óróleiki ristir og hversu langvarandi hann er. Ef mál þróast til að mynda á þann veg að forysta Samfylkingarinnar telur sig knúna til að taka undir gagnrýnina úr baklandi sínu í 101 Reykjavík er samstarfið eðli- lega búið. Á þessu stigi bendir ekkert til þess að forysta Samfylkingarinn- ar undirbúi að fylgja baklandi sínu eins og málflutningur þess er settur fram. Ef það er rétt mat má draga af því þá ályktun að þær pólitísku aukaverkanir sem fylgt hafa hagfræðilegum hausverk efnahagsþrenginganna séu ekki vísbending um að flæði undan stjórnarsamstarfinu. Engar þær breytingar hafa gerst á taflborði stjórnmálanna frá síðustu kosningum sem gera aðra stjórnarkosti málefnalega áleitna. Að vísu hefur Framsóknarflokkurinn opnað stöðu sína með nýjustu vendingum í borgarstjórn Reykjavíkur. Við svo búið verður þó ekki séð að þær hafi bein áhrif á vígstöðuna gagnvart landsstjórninni. Fremur má segja að þessar síðustu hræring- ar á þeim vettvangi gefi Framsóknarflokknum ný sóknarfæri í stjórnarandstöðu en þyngi heldur pund Sjálfstæðisflokksins á vegasalti stjórnarsamstarfsins. Hausverkur og aukaverkanir Baklöndin ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SÓLEY TÓMASDÓTTIR Sjálfstæðisflokkur - rót vandans Við og þau Heldur er hvimleiður sá ávani sjálf- stæðismanna að segja fjölmiðlana vonda við þá en hlífa fólki í öðrum stjórnmálaflokkum. Um það hafa allar helstu málpípur flokksins skrifað marga dálksentimetra á bloggsíðurnar sínar síðustu ár, jafnan með tárin í augunum. Gísli Marteinn Baldursson á nýjasta sprettinn en er þó beinn í baki og algjörlega ógrátandi. Hann svarar vangaveltum um hvort eðlilegt sé að hann búi í Edinborg en sitji í borgarstjórn Reykjavíkur á þann veg að fjölmiðlar hafi ekki gert sér mat úr því á sínum tíma þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nam í Lundúnum samhliða því að vera borgarfulltrúi. Það er líklega rétt hjá honum. Hálftími Á hinn bóginn mætti ætla að Gísli Marteinn hyggist fljúga heim á borgar- stjórnarfundina með leiguþotum (sem sumir kalla einkaþotur). Hann upplýsir nefnilega að flugtíminn milli Skotlands og Íslands sé „ekki nema ein klukkustund og fjörutíu mínútur.“ Áætlun Icelandair segir flugtímann tvær klukkustundir og tíu til tuttugu mínútur. Ólíklegt er að Gísli velji leiguþotuna. Líklegra er að hann vilji einhverra hluta vegna láta líta út fyrir að flugtíminn sé styttri en hann í raun er. Nema áætlun flugfélagsins sé röng. Hmm!? Marsibil Það segir sitt um ástand stjórn- málanna í Reykjavík að óvissa um pól- itíska framtíð Marsibilar Sæmundar- dóttur fær sitt pláss í pressunni. Sagðar eru fréttir af því að hún sé á leið í Samfylkinguna enda sást hún á göngu með Degi B. Eggertssyni við Tjörnina í gær. Sjálf segir Marsibil ekkert hæft í slíkum vangaveltum, þau Dagur hafi verið að tala um samstarf hennar við minnihlut- ann. Erfitt er að sjá fyrir sér á hvaða nótum slíkt samtal hefur verið því Marsibil er algjörlega valda- og áhrifalaus í borginni þó hún sé næsti kjörni maður á lista á eftir Óskari Bergssyni. bjorn@frettabladid.is Fyrir skömmu var kvikmynda-gerðarmaður einn að gramsa í gömlum blöðum í búð fornbókasala í bænum Charleville í Ardenna- fjöllum nyrst í Frakklandi, skammt frá landamærum Belgíu, og dró þá fram slitið eintak af dagblaði sem var dagsett 25. nóvember 1870. Hafði fornbókasalinn fengið það ásamt öðrum gömlum pappírum hjá konu einni sem var komin með þetta allt saman upp í bíl og á leiðinni með það á haugana, en síðan hafði það legið hjá honum óhreyft í tvö ár. Þar sem kvik- myndagerðarmaðurinn var að kynna sér þá atburði í fransk- prússneska stríðinu 1870 sem orðið höfðu í Ardennafjöllum vísaði hann honum á bunkann. Þar var m.a. að finna þrjú tölublöð af blaðinu „Le Progres des Ardennes“, sem var mjög fágætt, þar sem það hafði verið skammlíft og mjög svo staðbundið, og ekki voru nema slitur til af í bókasöfnum, og setti fornbókasalinn upp þrjátíu evrur fyrir hvert þeirra. Hjarta kvikmyndatökumannsins tók stóran kipp, í þessu tölublaði blasti nú við honum stutt grein sem nefndist „Draumur Bismarcks“ og var merkt „Jean Baudry.“ Það hafði löngu verið vitað undir þessu dulnefni hafði enginn annar skrifað en Arthur Rimbaud – enda er „Baudry“ að nokkru leyti „Rimb- aud“ öfugt – en hingað til hafði ekkert af þessum skrifum fundist, þau virtust glötuð með öllu. Því var ekki ljóst hvað hæft væri í þeirri tilgátu að á þessu skeiði ævinnar hefði skáldið verið að velta því fyrir sér að snúa sér í alvöru að blaðamennskunni. Reyndar var til bréf frá ritstjóra blaðsins til þessa dularfulla „Baudrys“ þar sem hann bað hann um að hætta að senda sér ljóð, sem yrðu ekki birt, heldur skrifa í staðinn „greinar um málefni líðandi stundar sem hægt væri að nota strax.“ Greinarfund- urinn sýnir að þessi orð féllu ekki í ófrjóan jarðveg, Rimbaud hafði fullan hug á að reyna fyrir sér á þessu sviði. Reyndar starfaði hann smátíma við þetta sama blað í apríl 1871, en af því sem hann kann þá að hafa skrifað hefur ekkert fundist. Á þeim tíma þegar Arthur Rimbaud skrifaði „Draum Bismarcks“ var hann sextán ára gamall, menntaskólanemi í Charleville, og nýbúinn að strjúka að heiman í annað sinn, yfir til Charleroi í Belgíu. Þetta flakk hans, þar sem hann hafði getað skoðað heiminn og fylgst með framvindu í fransk-prússneska stríðinu frá ýmsum sjónarhólum, hafði orðið honum margvíslega að yrkisefni eins og kvæði hans frá þessum tíma sýna. Eitt þeirra var „Sofandinn í dalnum“, um mann sem liggur í valnum eftir bardaga, og er það elegía um styrjaldir yfirleitt, en engin afstaða er þar tekin til þeirrar styrjaldar sem þá var að geysa. Í ýmsum skrifum Rimbauds frá þessum tíma kemur fram að hann var andvígur þeim þjóðernisæsingi sem henni hlaut óhjákvæmilega að fylgja, og í einu bréfi sínu slær hann saman orðunum „patríótismi“ og „hræðsla“ og býr þannig til nýyrði („patrouillotisme“) til að hæðast að ótta manna í Ardenna-fjöllum við yfirgang Prússa. Í greininni um „Draum Bism- arcks“ kveður hins vegar við annan tón. Þar tekur blaðamaðurinn Rimbaud ótvíræða afstöðu og gerir nú gys að græðgi Prússa: „Komið er að kvöldi. Í tjaldi sínu fullu af þögn og draumum situr Bismarck hugsi með fingurinn á Frakklandskortinu; úr risastórri pípu hans líður blár reykur.“ Síðan er því lýst hvernig kanslarinn lætur fingurinn líða eftir kortinu, uns hann fer að dotta, hann missir pípuna og dettur loks með nefið niður í pípuhausinn... Ekki telja gagnrýnendur að þessi nýfundni texti bæti mikið við hróður skáldsins, en hann sýnir á því nýja og áður óþekkta hlið, og þá vaknar spurningin: er þessi „fantasía“ (eins og textinn er kallaður í blaðinu) eitt merki um að skáld eru yfirleitt ekki hrædd við að lenda í mótsögn við sig sjálf, og segja eitt og annað ef sá gállinn er á þeim, eða er blaðamaðurinn Arthur Rimbaud hér fyrst og fremst að hugsa um að semja texta sem „hægt er að nota strax?“ Þeirri spurningu verður ekki svarað, en menn hafa hins vegar bent á að stíll textans boði á sinn hátt þau voldugu prósaljóð sem skáldið átti síðar eftir að yrkja, þótt leiðin á milli sé löng. Því nú lagði Rimbaud blaða- mennskuna á hilluna, ári síðar orti hann kvæðið um „Ölvaða bátinn“ og var þá kominn í hóp mestu skálda Frakklands fyrr og síðar. Eftir það orti hann ljóðaflokkana „Árstíð í víti“ og „Lýsingar“, en venti svo sínu kvæði í kross, hætti að yrkja og fór til Eþíópíu þar sem hann stundaði vafasöm viðskipti. Og nú er blaðið þar sem kvik- myndatökumaðurinn fann textann metið á fjögur þúsund evrur, sjálfur er hann í óða önn að gera heimildarmynd um Rimbaud, en um öll Ardenna-fjöll leita menn dyrum og dyngjum að gömlum pappírum. En þessi saga staðfestir það sem oft hefur verið sagt, að blaða- mennskan getur verið upphaf á hverju sem er, hún getur jafnvel verið undirbúningur að því að verða þrælasali í Eþíópíu, og stórskáld á leiðinni þangað. Blaðamaðurinn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Menning

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.