Fréttablaðið - 20.08.2008, Side 18

Fréttablaðið - 20.08.2008, Side 18
18 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is H.P. LOVECRAFT FÆDDIST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1890 Ég spyr fólk aldrei hvað það gerir, því það vekur ekki áhuga minn. Ég spyr það um hugsanir þess og drauma. H.P. Lovecraft var bandarískur rithöfundur sem skrifaði hryll- ingssögur, ævintýrasögur og vísindaskáldsögur sem þá voru þekktar sem skrýtinn skáld- skapur. MERKISATBURÐIR 1898 Veitinga- og gistihúsið Valhöll á Þingvöllum vígt. 1933 Sprengisandsfarar koma að Mýri í Bárðardal eftir fimm daga ferð úr Land- sveit. Þetta er fyrsta ferð á bíl yfir Sprengisand. 1944 Rekjavíkurborg tekur við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur hf. 1975 Ólafía Aðalsteinsdóttir klífur Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu, fyrst íslenskra kvenna. 1982 Átján manna hópur klífur Eldey, þar á meðal fyrsta konan sem það gerði. 1982 Marsvín, á milli tvö og þrjú hundruð, koma að landi við Rif á Snæfells- nesi og voru langflest rekin á haf út. Göngugarpurinn Reinhold Messner stóð einn á toppi Ev- erest á monsúntím- anum fyrir nákvæm- lega tuttugu og átta árum og var það í fyrsta sinn sem ein- hver kleif fjallið einn. Hann komst á topp- inn eftir þriggja daga erfitt klifur upp norð- urhlið fjallsins. Seinna sagði Reinhold að hann hefði aldrei verið eins þreyttur og á toppi Everest og að hann hefði bara setið og setið þar. Þessi för Reinholds upp Everest var þó ekki eina merka reynsla hans. Tveimur árum áður hafði hann klifið Ev- erest með Peter Ha- beler en það var í fyrsta sinn sem nokk- ur fór Everest án þess að hafa súrefni með- ferðis, nokkuð sem læknar, sérfræðing- ar og fjallgöngumenn höfðu fram að því talið ómögulegt. Reinhold er einnig þekktur fyrir að vera fyrsti göngugarpurinn sem fór upp hin fjór- tán „átta þúsunda fjöll“ en það eru þau fjöll sem eru hærri en átta þúsund metrar yfir sjávarmáli. Reinhold hefur af mörgum verið talinn einn merkasti göngugarpur allra tíma. ÞETTA GERÐIST: 20. ÁGÚST 1980 Fyrsti maðurinn klífur Everest einn AFMÆLI ÓMAR SMÁRI ÁRMANNS- SON aðstoðaryfir- lögregluþjónn er 54 ára ÍVAR INGI- MARSSON fótboltamaður er 31 árs Hannyrðabúðin sem stofnuð var í Hafn- arfirði fyrir þrjátíu og níu árum flutti á dögunum úr Garðabæ í Hveragerði. Guðlaug Berglind Björnsdóttir, stofn- andi og eigandi Hannyrðabúðarinnar, segir þetta tímamót í sögu búðarinnar og ekki síður mikilvæg en þau sem hún upplifði fyrir ári þegar hún flutti sjálf frá Hafnarfirði, þar sem hún er fædd og uppalin, til Hveragerðis. Þegar Guðlaug er innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að flytja búð- ina til Hveragerðis segir hún: „Ég hef búið í Hveragerði síðastliðið ár og það var erfitt að keyra heiðina síðasta vetur. Ég er líka orðin fullorðin og reyndi að selja búðina mína í Garðabænum en það gekk ekki og þess vegna ákvað ég bara að flytja hana hingað austur.“ Þessir flutningar eru þó ekki þeir fyrstu í þrjátíu og níu ára sögu Hann- yrðabúðarinnar því fyrst var hún í þrjá- tíu ár í Hafnarfirði og síðustu átta árin hefur hún átt heima í Garðabænum. Guð- laug segist hafa flutt búðina úr Hafnar- firðinum þegar hún keypti hús fyrir búð- ina í Garðabænum. „Þá var ég reyndar að hugsa um að hætta því ég var komin yfir sextugt en nú er ég yfir sjötugt og búðin er enn í rekstri.“ Rekstur Hannyrðabúðarinnar hófst í kringum árið 1969 og að sögn Guð- laugar var það vegna þess að síldin brást. „Ég vann sem netagerðarkona en svo brást síldin og þá var minna að gera við síldarnætur. Ég var með litlar telpur og stofnaði búðina til að hafa eitthvað að gera,“ útskýrir Guð- laug en hún segist hafa alist upp með hannyrðir við höndina og því átt til- tölulega auðvelt með stofnun hann- yrðabúðar. Aðspurð segir Guðlaug búðina hafa verið vinsæla frá upphafi. „Ég held að þeir sem byrji að versla hjá mér komi aftur. Það er fólk á öllum aldri og meira að segja þriðja eða jafnvel fjórða kyn- slóð.“ Guðlaug segir að hún hafi fundið fyrir því að traustum viðskiptavinum hafi fundist eftirsjá að búðinni úr Garðabæ en segir Hvergerðinga hafa tekið mjög vel á móti bæði sér og búðinni. „Ég lít á mig sem forréttindakonu að búa í þess- um yndislega bæ, Hveragerði, sem minnir um margt á Hafnarfjörð æskuár- anna,“ segir Guðlaug brosandi. martaf@frettabladid.is HANNYRÐABÚÐIN: FLYTUR Í HVERAGERÐI Hafnfirðingur til Hveragerðis HAFNFIRÐINGURINN Guðlaug B. Björnsdóttur lítur á sig sem forréttindakonu að fá að búa í Hveragerði sem hún segir að minni um margt á Hafnarfjörð æskuáranna. MYND/GKS Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Sigþrúður Sigurjónsdóttir Kambastíg 8, Sauðárkróki, sem lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki, laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Sigrún Ívarsdóttir Steinn Ágúst Baldvinsson Anna Ívarsdóttir Örn Ingólfsson Kristín Sigþrúður Björnsdóttir Skúli Skúlason Aðalbjörg Jóna Björnsdóttir Valur Júlíusson Hafdís Hrönn Björnsdóttir Valdimar Júlíusson Auður Björnsdóttir Stefán Magnússon Ingunn Berglind Arnardóttir Peter Eliassen Lilja Rut Arnardóttir Eyjólfur Þorkelsson Ívar Dan Arnarson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, dóttur og systur, Hjördísar Kristjánsdóttur Furulundi 6c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimaþjónustunnar á Akureyri og starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Héðinn Ósmann Skjaldarson Kristján Hjörtur Oddgeirsson Oddgeir Kristjánsson Ingibjörg Haraldsdóttir Baldvin Kristjánsson Guðfinna Jóna Kristjánsdóttir Gunnþór Oddgeirsson Halldóra Kristjánsdóttir Hannes C. Pétursson Helga Hólmfríðardóttir Anton Gunnarsson Óskdís Kristjánsdóttir og systkinabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars Benedikts Adolfssonar Holtagerði 53, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- deildar Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunar- fræðingum Karitas. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Thorlacius Hugrún Gunnarsdóttir Ragnar Jónatansson Erlingur Gunnarsson Marfríður Hrund Smáradóttir Kristján Örn Gunnarsson Jeanette Eva Thomsen barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, tengdamóðir og systir, Dóra Bjarnadóttir Torfufelli 35, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, 8. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðalheiður L. Gunter Kristján L. Júlíusson Anna Bjarnadóttir Bjarni J. Bjarnason Arnþóra Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, Karl Adolfsson húsgagnabólstrari og tónlistarmaður, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 18. ágúst. Útför auglýst síðar. Ásdís Árnadóttir Árni H. Karlsson Sigurður G. Karlsson Guðrún Svava Svavarsdóttir Davíð K. Karlsson Kolbrún Júlínusdóttir Gauja S. Karlsdóttir Björgvin Högnason barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Beck lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 16. ágúst. Guðný Sigurðardóttir Brynja Beck Sölvi Stefán Arnarson Axel Þór Beck Sigurður Pálsson Hrefna Egilsdóttir Kristín Þóra Pálsdóttir Beck Rögnvaldur Stefán Cook Ríkarður Pálsson Elísabet Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu fjöl- skyldunni samúð og hlýhug vegna andláts Halldóru Brynjólfsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Efstulautar á Vífilsstaðaspítala. Jón Hannesson Brynjólfur Jónsson Kristín Siggeirsdóttir Hannes R. Jónsson Beatriz Ramirez Martinez Guðrún Jónsdóttir Eiríkur Ingi Eiríksson Soffía Jónsdóttir Björn L. Bergsson barna- og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.