Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 25
Fyrirtækið Eignaumsjón hefur verið starfrækt frá
2001 og sérhæfir sig í rekstri flestra tegunda
húsfélaga. „Við flokkum húsnæði í þrennt; íbúðar-
húsnæði, atvinnuhúsnæði og blandaðar eignir, þar
sem um er að ræða bæði íbúðar- og atvinnuhús-
næði,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins.
Fyrirtækið tekur að sér umsjón með öllum
greiðslum húsfélaga, bókhaldsfærslum og gerð
ársreikninga. Það sér einnig um fundahöld og öll
samskipti við íbúa. Húsfélagsfundir eru haldnir á
vegum Eignaumsjóna, en að sögn Daníels er reynt
að koma til móts við fólk og salur oft leigður nær
eigninni svo sem flestir sjái sér fært að mæta.
„Fyrir tveimur árum breyttust áherslurnar hjá
okkur. Við minnkuðum áhersluna á tæknilegan
stuðning tengdan framkvæmdum og einbeittum
okkur að stjórnunarlega stuðningnum, eins og
bókhaldi og fjármálaumsýslu húsfélaganna.
Þjónusta okkar gengur út á að færa stöðugleika,
gegnsæi og áreiðanleika yfir rekstur húsfélaga,“
útskýrir Daníel.
Hjá Eignaumsjón er einnig starfrækt þjónustu-
borð sem sinnir hinum ýmsu þörfum húsfélaganna.
„Þjónustuborðið útvegar iðnaðarmenn ef ráðast á í
framkvæmdir og sér um öll samskipti við þá, sem og
banka og opinberar stofnanir,“ segir Daníel.
Að sögn hans er fólk farið að nýta sér þessa
þjónustu í mun meira mæli en áður. „Við fáum
stundum til okkar húsfélög sem eru í hálfgerðum
molum, en okkur tekst að koma þeim í lag á skömm-
um tíma. Við lítum á okkur fyrst og fremst sem
stuðningsaðila fyrir stjórnir og eigendur fjöleigna-
húsa og gætum hagsmuna eignarinnar á hlutlausan
hátt. Við viljum auka fagmennsku innan félaganna
og pössum að ákvarðanir og framkvæmdir fari fram
með lögformlegum hætti,“ útskýrir Daníel.
Að sögn hans tekur það oft húsfélögin langan tíma
að ákveða hvort þau eigi að láta starfsemina í
hendur fyrirtækisins. „Það eru yfirleitt margir sem
eiga hlut í eignunum og allir með sinn atkvæðarétt.
Því tekur svona ákvörðun tíma, en fólk er almennt
mjög ánægt þegar það hefur sett málin í okkar hend-
ur,“ segir Daníel.
Þeim sem vilja kynna sér starfsemi Eignaumsjón-
ar frekar er bent á heimasíðu fyrirtækisins www.
eignaumsjon.is klara@frettabladid.is
Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjóna segir fólk
nýta sér þessa þjónustu meira en áður. FRETTABLAÐIÐ/RÓSA
Á BORÐDÚKNUM „TAKE YOUR TIME“ EÐA GEFÐU ÞÉR TÍMA, ER YFIR ÞRJÚ
HUNDRUÐ SPURNINGUM OG SVÖRUM RAÐAÐ SAMAN Í MUNSTUR.
Ekki þykir kurteisi að taka með sér lesefni að matarborðinu en óþarfi er að
láta sér leiðast langar setur við borðið ef borðdúkurinn er lesefni í sjálfu
sér. Spurningarnar og svörin á borðdúknum Take Your Time eru læsileg frá
hvorum enda borðsins sem er og auðir blettir eru þar sem matardiskurinn
situr. Spurningarnar geta líka verið endalaus uppspretta umræðuefna.
Borðdúkurinn er hannaður af
ungum hollenskum vöruhönnuði,
Sylvie van de Loo. Sylvie rekur
sitt eigið hönnunar-stúdíó,
SEMdesign í Utrecht.
Hún leggur áherslu
á hönnun hvers-
dagslegra hluta
til daglegra nota
en efnisval eða
notkunarmöguleikar
koma gjarnan á óvart
og hún vill að húmor
einkenni vörur sínar.
Borðdúkinn er
hægt að fá í fleiri en
einum lit en nánar
má forvitnast um
hönnun SEMdesign á
heimasíðunni www.
semdesign.nl. - rat
Spurt og svarað
HÚSGÖGN verða skínandi hrein svo glampar af
þeim ef þau eru þrifin með blöndu af ólívuolíu og
ediki samkvæmt gömlu húsráði.
Gegnsæi og stöðugleiki
Fyrirtækið Eignaumsjón sérhæfir sig í rekstri húsfélaga. Markmið fyrirtækisins er að auka fagmennsku
og stöðuleika innan húsfélaga og sjá til þess að allt fari fram með lögformlegum hætti.
Vatnsnotkun á Íslandi er svipuð og á hinum
Norðurlöndunum. Kaldavatnsnotkun er mismun-
andi eftir landssvæðum, en reiknað hefur verið út
að vatnsnotkun Íslendinga liggi á bilinu 46.000 til
155.000 lítrar á ári á hvern íbúa.
visindavefur.is
Sylvie van de Loo hannaði borðdúk
með lesefni.
M
YN
D
/SEM
D
ESIG
N