Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 30
20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á
menningarnótt.
Það er ekki síst smáfólkið sem
hefur yndi af fjölbreyttri dagskrá
menningarnætur. Í ár líkt og und-
anfarin ár hefur metnaður verið
lagður í að skapa alls kyns snið-
uga viðburði fyrir krakka og um
að gera að skipuleggja daginn vel
svo enginn þreytist. Af fjölmörg-
um viðburðum er að taka, allt frá
Latabæjarmaraþoni og götuleik-
húsum upp í sögulestur og leik-
tækjaleigu. Flugdrekar verða
áberandi á menningarnótt en nám-
skeið í flugdrekagerð verður hald-
ið við Norræna húsið milli kl 13
og 15 undir leiðsögn Sævars Lín-
dal. Flugdrekarnir eru einfaldir
að gerð svo börnin geta gert þau
að mestu leyti sjálf með dálítilli
aðstoð frá mömmu eða pabba. Að-
gangur á námskeiðið er ókeyp-
is en takmarkaður og skráningar
eru mótteknar á leopold@nordice.
is. Risavaxinn flugdreki hefur svo
lent á Arnarhóli. Drekinn er eftir
Axel Eiríksson og verður til sýnis
í tvær vikur eftir menningarnótt.
Á Óðinstorgi í Þingholtunum
verður sköpuð sérstök dönsk „Nör-
rebro“-stemning á menningarnótt
með smurbrauði, öli og tilheyr-
andi, og krakkar geta hlustað þar á
upplestur úr hinum ástsælu verk-
um H.C. Andersens milli kl 14.55
og 15.45. Gamla þrjúbíóstemning-
in er rifjuð upp í Austurbæjar-
bíói af Reykjavík Shorts&Docs en
þar verður sýnd klassísk teikni-
myndasyrpa klukkan þrjú sem
ætti að kæta unga sem aldna.
TM og Alþjóðahúsið hafa skipu-
lagt spennandi dagskrá í gamla
Morgunblaðshúsinu við Aðal-
stræti. Þar verður til staðar Töfra-
veröld þar sem fólki gefst kostur
á að ferðast um heiminn í gegnum
tónlist, sjón, bragð og lykt og sjón-
ræna upplifun. Þar geta börnin
meðal annars fengið andlitsmáln-
ingu, fléttur í hárið og kennslu í
balkönskum dönsum. Í hinu sjar-
merandi og gamla Grjótaþorpi
verður barnahátíð á menningar-
nótt þar sem boðið er upp á ratleik
og stéttarmálun. Álfarnir Þorri og
Þura bregða á leik og leikin verð-
ur skemmtileg tónlist, auk þess
sem boðið verður upp á girnilega
Þorpstertu. Hátíðin stendur frá 16
til 19. Litlir listrýnar geta svo haft
gagn og gaman af leiðsögn í Hafn-
arhúsinu klukkan 17 sem nefnist
Ofurgestir en þar er ljósi varp-
að á huliðsheim myndlistarinnar
á skemmtilegan hátt. Gallerí Fold
verður með skapandi listasmiðju
við Rauðarárstíg fyrir 12 ára og
yngri þar sem Guðbjörg Káradótt-
ir leiðbeinir börnum frá klukkan
17.45. Hápunktur menningarnæt-
ur er svo auðvitað hin glæsilega
flugeldasýning á hafi úti undan
Sæbraut. Litadýrðin á himnum
hefst klukkan 23 og er í boði Orku-
veitunnar, og seglbátar frá Brókey
munu skreyta flóann með sínum
fagurlega upplýstu fleyjum.
Frekari upplýsingar um dag-
skrá fyrir börn má finna á www.
menningarnott.is. - amb
Flugdrekar, ævintýri
og flugeldar
Börn undirbúa Latarbæjarhlaup en það
hefst klukkan 13 .Það verður heilmikið um að vera fyrir börn í miðborginni á Menningarnótt.
Flugeldasýningin er hápunktur Menn-
ingarnætur fyrir unga sem aldna.
● NØRREBRO-STEMNING Á
ÓÐINSTORGI Torgarmenning er í fyrirrúmi
á menningarnótt 2008 og eitt af þeim fjölmörgu
torgum sem verða gædd lífi er Óðinstorg í Þingholt-
unum. Þar verður endursköpuð notaleg dönsk stemning í
anda Nørrebro-hverfisins sem er þekkt fyrir skapandi andrúms-
loft og fjölbreytt alþjóðlegt mannlíf. Ilmur af dönskum vöfflum
mun fylla vitin á meðan hægt verður að hlusta á upplestur úr
sögum H.C. Andersens, vísnasöng eða danska tónlist. Að sjálf-
sögðu verður danskt smurbrauð og öl á boðstólum á veitinga-
staðnum Ó (s. 511 6677). Danskir listamenn og plötusnúðar
munu einnig koma með ekta danskt stuð á torgið.
Hvar? Óðinstorg Hvenær? 13-22
Borgarbókasafn Reykjavíkur • Tryggvagötu 15
www.hotelodinsve.is
Odins Bodega - BRAUÐBÆR tjaldar á Óðinstorgi !
Veitingatjald verður fyrir framan Hótel Óðinsvé á Menningarnótt,
með dönskum stíl. Þar verður að finna ekta danskt smurbrauð frá
Brauðbæ, Carlsberg bjór og úrval af dönskum snafs. Tónlist,
tískusýning, verslanir og ýmis skemmtun verður á torginu.
Opnum kl.12 á laugardaginn 23.ágúst og lokum seint.
Ó RESTAURANT
Danskt smurbrauð verður einnig á Ó restaurant frá kl.12-17, borið
fram á nýjan máta að hætti Ó. Um kvöldið er boðið uppá glæsilegan
danskan matseðil ásamt föstum matseðli.
Borðapantanir í síma 511 6677
BRAUÐBÆR