Fréttablaðið - 20.08.2008, Page 32
20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● menningarnótt6
10.00
Hannyrðir í Nálinni Í hannyrðaversl-
uninni Nálinni geta allir prjónað og
saumað út. Opið til 23.00.
Hannyrðaverslunin Nálin, Laugavegi 8.
Ljósmyndir og Lummur Café Loki,
nýtt kaffihús við Hallgrímskirkjutorg iðar
af lífi frá morgni til kvölds. Lummur, kaffi
og ljósmyndir Þórólfs Antonssonar og
Hrannar Vilhelmsdóttur af Hallgrímskirkju
í öllum veðrum. Opið til 23.00.
Lokastígur 28.
Lögun línunnar og Vatnsberi Ellefu
listamenn sýna vatnslitamyndir.
Listamennirnir spjalla við gesti. Opið til
18.00.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn v/
Sigtún.
Styttur með hatta Helga Rún
Pálsdóttir, hatta- , leikmynda- og
búningahönnuður hefur búið til hatta á
styttur bæjarins.
Jón Sigurðsson á Austurvelli fær sitt
höfuðfat kl. 10.
Gallery O Útitorg með öllu. Gustavo
Blanco, Ásta Kristín Pálsdóttir og Þorbjörn
Kjærbo bjóða uppá innsetninguna í
samstarfi við Davíð Örn Halldórsson.
Þórhallur Sigurðsson listmálari, sýnir ný
verk. Ókeypis kaffi/internet á staðnum.
Opið til kl. 01.00.
Gallery O Laugavegur 66.
10.30
Orb Collection Ella Rósinkrans sýnir
glerskúlptúra og veggverk. Uppboð á
Orb collection líkt og undanfarin ár,
leggja má inn tilboð frá kl. 10.30 – 21.00.
Skólavörðustíg 14.
11.00
Opið hús í Höfða Leiðsögn á 20 min.
fresti um hið sögufræga hús. Opið til
15.00.
Höfði, Borgartúni.
Svart List Tréristur eftir Magdalenu
Margréti Kjartansdóttur sýndar í glugga
START ART.
START ART, Laugvegi 12 b.
Veskjadagur Glætunnar Komdu
með handtöskuna þína og skiptu henni.
Opið til 23.00.
Glætan Bókakaffi, Aðalstræti 9.
Múltí Kúltí Indversk og kenísk
menning kynnt í boði félaganna Vinir
Indlands og Vinir Kenía. Opið til 23.00.
Ingólfsstræti 8.
Ljósmyndasýning í Hljómskála-
garðinum Klængur Gunnarsson hefur
starfað sem flokkstjóri yfir sérhóp
geðfatlaðra og þroskaskertra og sýnir
ljósmyndir úr starfinu. Sýningin stendur
til 30. ágúst.
Hljómskálagarðurinn, við Hljómskálann.
Vatnslistaverk á Skólavörðuholti
Óskar Ericsson sjónlistamaður og
Þórhallur Sigurðsson myndlistamaður
gera vatnslistaverk á Skólavörðuholti sem
er búið til úr þvottavélum.
Risaflugdreki Risaflugdreki eftir Axel
Eiríksson hefur lent á Arnarhóli. Hvaðan
kemur hann? Er eitthvað stærra til en við?
Arnarhóll
Skartgripasýning Listnáms.is Opið
til 22.00.
Skólavörðustíg 14, kjallara.
Hundadagar enda Hundadagahátíð
allan daginn í Þjóðmenningarhúsinu. Eru
hundasúrur í Surtsey? Íslenski hundurinn
í kvikmynd Páls Steingrímssonar.
Hundagetraun á ljósmyndasýningu Ara
Sigvaldasonar. Hljómsveitin Hundur í
óskilum og fleira. Opið til 23.00.
Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15.
11.30
Reykjavíkurmaraþon Borgarstjóri
hleypir af stað skemmtiskokki í
Reykjavíkurmaraþoni Glitnis.
Lækjargata.
12.00
Hvernig verja Reykvíkingar
frítíma sínum? Miðstöð munnlegrar
sögu býður borgarbörnum, ungum jafnt
sem öldnum, að tylla sér inn í hljóðver
miðstöðvarinnar og segja frá eftirminni-
legum stundum í borginni.
Garðhús á horni Aðalstrætis og Túngötu.
Söngsúpa Hádegistónleikar Guðrúnar
Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð.
Félagsmiðstöðin Aflagranda 40.
Textíl Sýning á textíl skúlptúrum eftir Írisi
Eggertsdóttur. TÍU DROPAR verða með
sölu á girnilegum veitingum, heitu kakói
og múffum. Opið til 23.00. Verslunin KVK,
Laugavegi 58a. Laugavegur 60.
Sýning í 3 Hæðum Guðlaug
Halldórsdóttir, Fiann Paul og Halldóra
Emilsdóttir sýna verk í húsakynnum
verslunarinnar 3 hæðir. Opið til 19.00.
Laugavegur 60.
13.00
Formleg setning Menningarnætur
á Óðinstorgi Borgarstjóri setur
Menningarnótt á Óðinstorgi. Að setningu
lokinni frumflytur Þórarinn Eldjárn
borgarlistamaður Menningarnæturkvæði
og að því loknu syngur færeyska
söngkonan Sölva Ford nokkur lög.
Óðinstorg.
Nørrebro på Odinstorg Ekta
Nørrebro stemning á Óðinstorgi. Dönsk
barnaföt og vöfflur, upplestur úr verkum
H.C. Andersen, Reggí plötusnúðar beint
frá Nørrebro, reiðhjólabúð og margt fleira.
Ó restaurant býður uppá danskt
smurbrauðsfat á matseðli yfir daginn og 5
rétta matseðil með norrænu ívafi um
kvöldið. Opið til 22.00.
Óðinstorg.
Hefurðu komið til Langtíburtu-
istan? UNIFEM á Íslandi verður með opið
hús á Menningarnótt þar sem sýndar
verða ljósmyndir, munir, sagðar örsögur
og spiluð tónlist frá Langtíburtistan. Opið
til 17.00.
Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi
42, 2. hæð.
Hengirúm á Miklatúni Þreyttir gestir
Menningarnætur geta lagt sig í haganlega
útbúin hengirúm eftir Maríu Sjöfn.
Miklatún.
13.00
Lost Horse Gallery Videoinnsetning í
Sirkusportinu. Verkið er unnið í samstarfi
við fjölda listamanna s.s. Eyeloveiceland,
Kippa Kaninus, Kiru Kiru, Biogen og
Subaqua og sýnir þverskurð íslenskrar
videolistar. Opið til 01.00.
Laugavegi 28.
Heimstorgið Bókakaffi á 1. hæð
Grófarhúss með úrvali bóka og tímarita.
uppákomur fram á kvöld. Opið til 22.00.
Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvagötu
15.
„Munu æsir mig argan kalla”Ljós-
myndasýning Wolfangs Müllers af
Íslendingum frá ferðum hans á Íslandi og í
Berlín á árunum 1990 – 1995. Opið til
22.00.
Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvagötu
15.
Bjargvættir bárunnar Fyrrum
skipverjar á Óðni taka á móti gestum um
borð í varðskipinu. Opið til 17.00.
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík,
Grandagarður 8.
Minningabækurnar á Menningar-
nótt 30 ára útskriftarafmæli. H-bekkurinn,
sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands
1978 opnar minningabækurnar á
Menningarnótt. Stendur til kl. 15.00.
Kraum, Aðalstræti 10.
STRAUMAR Á sýningunni STRAUMAR
eru verk í eigu Listasafns ASÍ sem spanna
um hundrað ára skeið íslenskrar
málaralistar. Leiðsögn verður um
sýninguna í fylgd Steinunnar Helgadóttur,
myndlistarmanns kl. 14.00. Opið til 22.00.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41.
Um samtímaljóðlist Birna Bjarnadóttir
og Ármann Jakobsson leiða samræðu
ljóðskálda sem taka þátt í fjórðu
alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils. Málþingið fer
fram í tveimur 40 mínútna lotum með
hléi á milli. Skáldin sem taka þátt eru
Morten Søkilde, Ida Börjel, Kristín
Eiríksdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Nina Søs
Vinther, Ann Cotten, Haukur Már
Helgason og Sureyya Evren. Stendur til kl.
15.00.
Norræna Húsið, Sturlugata 5.
Svartiportfoss Í miðborg Reykjavíkur
leynast falleg afdrep á milli húsa. Getur
verið að einhversstaðar sé falið landslag?
Leyndarmál afhjúpað með vígslu
tímabundins torgs. Hönnuður torgsins er
Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt -
Landslagi ehf. Fjölbreytt dagskrá verður á
torginu fram eftir degi.
Port á milli Laugavegs 18 og 20, bak við Kaffi
Oliver.
Stefnumót við liðna tíð Langar þig í
Polaroid-mynd af þér og þínum í
glæsilegum búningum frá gömlum
tímum? Hin árlega og sívinsæla
myndataka Ljósmyndasafns Reykjavíkur
fyrir gesti og gangandi í samvinnu við
búningasafn Borgarleikhússins og verslun-
ina Fríðu frænku. Opið til 22.00.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15,
6. Hæð.
Latabæjarhlaup Reykjavíkur
Maraþons Glitnis Fyrsti hópurinn
hleypur af stað kl. 13.00 og sá síðasti kl.
14.40. Skemmtidagskrá hefst kl. 14.50.
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 6.
Gestastofa Leiðsögn um sýninguna.
Opið til 22.00.
Gestastofa, Lækjartorgi.
Fuglahús á Austurvelli Í sumar unnu
þrettán 8. bekkjar hópar í Vinnuskóla
Reykjavíkur “Fuglahúsaverkefni” í samstarfi
við Grænfánaliða Vinnuskólans og Góða
hirðinn. Fuglahúsin verða til sýnis á
Austurvelli.
Gallerí Fold Sýning í baksal á verkum
eftir Karl Kvaran. Verkin eru úr einkasafni
Braga Guðlaugssonar veggfóðrara. Sýning
verður einnig á tví- og þrívíðum verkum
Línu Rutar í framsal. Sýning í hliðarsal á
verkum frönsku listakonunnar Anne Pesce.
Listaverkahappdrætti allan daginn og
listamenn að störfum.
Rauðarárstíg 14.
Menningarnótt á Háskólatorgi
Háskóli Íslands tekur þátt í
Menningarnótt. Dagskrá sem skartar
vísindum, mannlífi og menningu.
Uppákomur allan daginn. Opið til 18.00.
Háskólatorg, Sæmundargötu 4.
Opið hús hjá JCI JCI félagar taka vel á
móti gestum og gangandi og verður
veitingasala á staðnum. Opið til 22.00.
JCI, Hellusundi 3.
Barnasmiðja Guðbjörg Káradóttir
leiðbeinir börnum. Um það bil klukku-
stundarlangt námskeið í skemmtilegri
listsköpun fyrir börn 12 ára og yngri.
Einnig kl. 14:45 og 17:45.
Listatjald í Listaporti Gallerí Foldar,
Rauðarárstíg 14.
13.30
Söguganga eftir Örfirirseyjar-
grandanum Sigrún Magnúsdóttir
forstöðumaður Sjóminjasafnsins leiðir
gönguna og fræðir gesti um sögu
eyjunnar.
Rútuferðir frá Félagsmiðstöðinni á
Aflagranda eða stefnumót við HB-Granda
Norðurgarði.
Spákona spáir fyrir krökkum
Kínversk spákona spáir fyrir krökkum frá 6-
12 ára í litlum skúr á Lækjartorgi. Stendur
til kl. 15.00.
Lækjartorg.
13.50
Leikur að list Sigurjón Daðason spilar á
klarinett og Kristján Karl Bragason spilar á
píanó.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14.
14.00
Setning dagskrár Reykjanesbæjar í
Ráðhúsi Reykjavíkur Reykjanes er
gestasveitarfélag Menningarnætur 2008
og býður upp á glæsilega dagskrá undir
heitinu Tími til að lifa og njóta. Borgarstjór-
inn í Reykjavík setur dagskrána ásamt
bæjarstjóra Reykjanesbæjar Árna
Sigfússyni. Dagskráin stendur til kl. 22.30.
Ráðhús Reykjavíkur.
Listaverkaganga Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur sýnir og segir frá listaverkum
í eigu Landsbankans. Aftur á dagskrá kl.
16.00, 17.00 og 18.00. Andlitsmálun,
blöðrur og fjölbreytt skemmtun fyrir
börnin fyrir utan bankann.
Landsbankinn, Austurstræti.
Opið utanríkisráðuneyti Í fyrsta sinn
á Menningarnótt opnar ráðuneyti dyr
sínar fyrir gestum hátíðarinnar. Fræðandi
dagskrá um hin ýmsu störf utanríkisþjón-
ustunnar, ásamt ljós- og myndlistasýn-
ingu og tónlistaruppákomum. Ýmsir
viðburðir allan daginn.
Rauðarárstíg 25
Góðgerðardagur Harley Davidson
eigenda á Íslandi Einn rúntur aftan á
HD hjóli kringum tjörnina kostar 500 kr.
sem renna alfarið til langveikra barna.
Rúntað til kl. 16.00.
Austurvöllur.
Eldur og form í rauðri nótt
Grafíkverk og Rakubrenndur leir. Halla
Ásgeirsdóttir og Aðalheiður Ólöf
Skarphéðinsdóttir sýna verk sín í Listhúsi
Ófeigs, Skólavörðustíg.
Salsatorg Salsa bandið Los Corcovados
spilar í portinu við veitingastaðinn Tapas
barinn.
Vesturgötu 3.
Viewpoint Sub Rósur, þær Una Björk
Sigurðardóttir og Saga Ásgeirsdóttir
opna sýningu á vídeóverkum um
innflytjendur á Íslandi. Opið til 22.00.
Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvagötu
15.
Sögustóllinn María Pálsdóttir frá
Íslandi, Kristín Vilhjálmsdóttir frá
Danmörku, Maria Helena Sarabia frá
Kólumbíu og Salmann Tamimi frá
Palestínu segja sögur frá heimalöndum
sínum. Fyrir öll börn, fylgdarlið þeirra og
aðra áhugasama.
Borgarbókasafn, Grófarhúsi, Tryggvagötu
15.
Kirkjuhúsið Þorvaldur Halldórsson og
Margrét Scheving syngja fyrir gesti og
gangandi. Kynning á Fair trade –
sanngjörnum viðskiptum. Opið til 19.00.
Kirkjuhúsið, Laugavegi 31.
Betri en ný? Hjónin Esther Ýr Steinars-
dóttir og Jóhann Örn Reynisson sýna
ljósmyndir í Gel Gallerí. Opið til 22.00.
Gel Gallerí Hverfisgötu 37.
Á torgi hvatninga vaxa draumar
Vilt þú gefa hugmynd þinni byr undir
báða vængi? Ef svo er komdu þá með
hana á Hvatningatorg. Hvatningatorg
verða fjögur á Menningarnótt kl. 14, 16, 18
og 20.
Lýðveldisgarðurinn við hliðina á Þjóðleikhús-
inu, Hverfisgötu.
Sólartorgið Nýtt, listilega fallegt örtorg
við hliðina á hinu sólgula Kaffi Hljómalind.
Torgstemning í anda Parísar, stöðug
dagskrá fram á kvöld..
Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23.
„ENGAN TÖLVUPÓST TAKK“ Nína
Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari opnar
sýninguna “Engan Tölvupóst Takk” í
Galleríi Sævars Karls sem er gamansöm
sýn ljósmyndarans á póstkassa sem hafa
orðið á vegi hans víða um heim. Opið til
21.00.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 7.
Gluggi í nöturlega fortíð Leikhús-
gjörningur á tyrfðu torgi eftir Hilmi
Jensson og Ingibjörg Huld Haraldsdóttur,
Björn Leó Brynjarsson og Olgu Sonju
Thorarensen.
Port á Laugavegi 3.
Faðmlagatorg Gestum boðið upp á
ókeypis faðmlög. Faðmað til kl. 16.00.
Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23.
Vöfflukaffi í Þingholtunum Íbúar í
Þingholtunum bjóða gestum og
gangandi í kaffi og vöfflu. Eftirtaldir aðilar
bjóða í vöfflukaffi á Menningarnótt;
Sveinn og Gréta, Baldursgötu 4, Ólöf,
Gísli, Sigríður og Páll, Freyjugötu 28, Þóra
og Guðríður, Ingólfsstræti 21a, Ólöf
Pétursdóttir, Þórsgötu 29, Norræna
félagið, Óðinsgötu 7, Auður og Ósk,
Baldursgötu 1, Guðlaugur, Guðmundur
og Jóna, Bergstaðastræti 29, Dagur og
Gunnar, Þingholtsstræti 7 og Dagur B.
Eggertsson, Óðinsgötu 8b. Heimboðið
stendur til kl. 16.00. Ásamt vöfflukaffi er
boðið uppá fjölbreytta dagskrá við
Ingólfsstræti 21a.
Með Óla Geir á Ingólfstorgi Óli Geir
danskennari mætir með Dívurnar,
sýningarhóp sem nýlega varð Íslands-
meistari í línudansi.
Ingólfstorg.
14.20
Skapandi sumarhópar Myndlistar-
tvíeykið Flýjandi sýnir gamalt og nýtt
Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5.
14.30
Silfurormar Þeir teygja sig upp í 6 metra
hæð, sveigja sig og beygja og snúast í
hringi. Silfurormarnir heilla áhorfendur
með líflegri og sjónrænni sýningu. Hugljúf
ástarsaga tveggja risavaxinna silfurorma.
Skólavörðuholt., víðs vegar yfir daginn.
Rúgbrauð með púðursykri Gestum
verður boðið að smakka á skrínukosti
eyrarkarla.
Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík, Granda-
garður 8.
Flutter Flautufjör Hafdís Vigfúsdóttir
flautuleikari lýkur tónleikaferð sinni um
landið með tónleikum í Viðeyjarkirkju á
Menningarnótt.
Viðey.
15.00
Harmonikkufélag Reykjavíkur
Tónleikar á útitaflinu við Lækjartorg.
Skapandi sumarhópar - Hirðskáld
Hins hússins Sverrir Norland flytur úrval
laga sinna.
Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5.
Reykjavík Shorts&Docs Shorts&Docs
verður með sérstaka dagskrá á
Menningarnótt sem hefst á Teiknimynda-
syrpu, gamla þrjú bíóið rifjað upp, barna
og fjölskyldudagskrá.
Gamla Austurbæjarbíó, Snorrabraut.
Það er leikur að læra Söguleg
skemmtidagskrá í Miðbæjarskóla. Opið til
kl. 17.00.
Miðbæjarskólinn, Fríkirkjuvegi 1.
Syngjum saman við Söngskólann
Fram koma; Graduale Nobili undir stjórn
Jóns Stefánssonar, Karlakórinn Þrestir
undir stjórn Jóns Kristinns Cortez,
Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes,
Söngflokkur Ingveldar Ýr og tékkneskur
gestakór Osminka sem dansar og syngur
þjóðlega tónlist frá heimalandinu.
Söngveislan stendur til kl. 18.00.
Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 54.
TM býður í ferðalag um töfra-
veröld TM og Alþjóðahús standa saman
að veglegri dagskrá á Menningarnótt. Sett
verður upp töfraveröld, þar sem fólki
gefst kostur á að fara í ferðalag um
heiminn í gegnum hljóð, tónlist, bragð,
lykt, og sjónræna upplifun. Opið til 18.00.
TM, Aðalstræti 6-8.
Djass Jóel Pálsson og Sigurður Flosason
spila saman.
Kraum, Aðalstræti 10.
Sölva Ford Færeyska blús- og
rokksöngkonan Sölva Ford flytur nokkur
lög.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalstaðir,
v/Flókagötu.
Sálmafoss í Hallgrímskirkju á
Menningarnótt Organistar, kórstjórar
og kirkjukórar munu halda uppi samfelldri
tónlistardagskrá í Hallgrímskirkju á
Menningarnótt undir yfirskriftinni
“Sálmafoss”. Dagskráin stendur til kl. 22.00.
Hallgrímskirkja.
Kirsuberjatorgið Harmonikkuleikur,
söluborð, krítarlistaverk unnið með
vegfarendum til kl. 18.00. Torgstemning
hefst aftur kl. 20.00.
Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4.
Skoffín og Skuggabaldur. Birta Rós
Sigurjóns söngur, Sigurjón Alexandersson
gítar, leika blandaða tónlist.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg.
Sögur af Loka og vinum Vibeke
Svejstrup frá Danmörku og Sigurbjörg
Karlsdóttir frá Akureyri láta gamminn
geysa með sögum úr norrænu goðafræð-
inni. Sögurnar er sagðar á ensku.
Í bakgarði við Gistiheimilið Loka,
Lokastíg 24a.
Tískusýning Hin 16 ára gamla Særós
Mist sýnir nýjustu fatalínu frá SærósHönn-
un.
Sýningin hefst á horni Skólavörðustígs og
Bergstaðastrætis.
DAGSKRÁ MENNINGARNÆTUR