Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 35

Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 Franska söngkonan Adeline Moreau flytur söngljóð í Íðnó. Alliance Francaise og franska sendiráðið bjóða upp á líflega og skemmtilega dagskrá við Tjörnina. Í Iðnó verður boðið upp á tónlist, ljóðalestur og dans sem hefst með dagskrá frönsku söngkonunnar Ad- eline Moreau við undirleik Herrera- systra sem leika á selló og hörpu. Fransk-íslenska leikkonan Solveig Simha mun svo fara með ljóð ásamt Marion Herrera og vera með spuna útfrá þemanu „Víma“. Undir lok kvöldsins verður svo boðið upp á fjörugt dansiball með söngkonunni Hlín Pétursdóttur og harmonikuleik- aranum Yuri Federov. -amb Hvar? Iðnó. Klukkan? 18-22. Frönsk stemn- ing í Iðnó ● PRJÓNAÐ TIL GÓÐS Þeir sem hafa gaman af að prjóna ættu ekki að láta sitt eftir liggja á menning- arnótt. Prjónarar eru hvatt- ir til að koma með bleikt garn í Hallargarðinn og fitja upp á einhverju bleiku til styrkt- ar Krabbameinsfélaginu. Hægt er að prjóna bleika borða og selja og eins geta nokkrir tekið sig saman og fitjað upp á sam- vinnuverkefni á borð við búta- teppi. Baukar verða á staðnum svo hægt er að heita á prjóna- skapinn. - þo Hvar: Hallargarðurinn við Fríkirkjuveg 11 Hvenær: Milli kl. 14 og 17 www.itr.is sími 411 5000 SUNDSUMAR Í SUNDHÖLLINNI Sumarafgreiðslutími: Virka daga kl. 6:30–21:30 Helgar kl. 8:00–19:00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.