Fréttablaðið - 20.08.2008, Page 36

Fréttablaðið - 20.08.2008, Page 36
 20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR18 ● fréttablaðið ● menningarnótt0 Kórastarfið er í fyrirrúmi í Hallgrímskirkju á menningar- nótt: Organistar, kórstjórar og kirkjukórar munu halda uppi samfelldri tónlistardagskrá í kirkjunni með stillansakórón- una sem þeir Hallgrímskirkju- menn kalla Sálmafoss. Dagskráin hefst kl. 15 en þá mun biskup Íslands afhenda tónlist- arverðlaun kirkjunnar, Liljuna, í fyrsta sinn. Stofnað er til verð- launanna til að virða það sem best þykir í kirkjulegu tónlistarstarfi hér á landi en hin veraldlega tón- list hefur til þessa átt sína verðlaun í Íslensku tónlistarverðlaununum. Herra Karl átti hugmyndina að heiti verðlaunanna en Liljan hefur margvísleg táknmið í kristinni trú. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Hörður Áskelsson, segir ekki af- ráðið hvort verðlaunin verði árlega veitt. Verðlaunagripurinn er smíð- aður í Þýskalandi. Verðlaunahafi er valinn af bestu manna yfirsýn. Sálmafossin er hluti af stóru prógrammi sem Þjóðkirkjan hefur staðið fyrir síðustu daga í Skál- holti: Kórastefna Þjóðkirkjunn- ar er tíu daga samfelld dagskrá þar sem kenndur er orgelspuni og kórstjórn, Jón Stefánsson og Þórunn Björnsdóttir hafa kennt stjórn barnakóra og síðustu dag- arnir hafa farið í samstillingu um 140 manna kórs sem flytur tvær kantötur Bachs á sunnudag í Hall- grímskirkju en þar verður Þorkell Sigurbjörnsson heiðraður sérstak- lega með verðlaunum tónmennta- sjóðs kirkjunnar. Mist, dóttir hans, hefur samið tónverk um stef Þor- kels við hinn kunna sálm hans Heyr himnasmiður en það mun vera elsti kirkjulegi texti sem notaður er til sálmasöngs á Norðurlöndum. Heyr himnasmiður er líka nokkurs konar leiðarstef í dagskránni á laugar- dag þar sem áhersla er lögð á al- mennan sálmasöng, söng kirkju- og barnakóra svo og orgelleik. Að verðlaunaathöfn lokinni kl. 15 á laugardag mun Dómkórinn syngja undir stjórn Marteins Friðriksson- ar en hann mun brátt láta af störf- um sem stjórnandi þess merka kórs. Síðan syngur Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar og Haukur Guðlaugsson leikur á org- elið stóra. Haukur Guðlaugsson leikur á orgel klukkan 15.30. Kórarnir tveir og Haukur halda kyrru fyrir í kirkj- unni við söng og spil til kl.17.15 en þá syngur Kór Bústaðakirkju undir stjórn Renötu Ivan og Jón Bjarna- son leikur á orgelið. Eyþór Ingi Jónson og Schola Cantorum leiða kirkjugesti í al- mennum sálmasöng kl. 18 undir stjórn Harðar Áskelssonar og Tómas Guðni Eggertsson leikur verk eftir Bach og Buxtehude. Og þannig heldur dagskráin áfram með almennum söng gesta með kór, kórsöng og orgelleik allt til kl. 21.40: Þetta er í annað sinn sem Kóra- stefna Þjóðkirkjunnar tengist menningarnótt og Sálmafoss er haldinn. Í fyrra var stöðugt streymi fólks í kirkjuna og almenn og góð þátttaka í söng þegar kórar sungu með þeim. Það er andakt yfir kirkj- unni á þessum haustdegi og allir velkomnir. pbb@frettabladid.is Sálmafoss í Hallgrímskirkju Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Sálmur hans, Heyr himnasmiður, er leiðarstef í hátíðahaldi kirkjulegra tónlistarmanna í Hallgrímskirkju á laugardag. Á sunnu- dag verður hann heiðraður á sérstökum tónleikum honum til heiðurs í kirkjunni. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Dagskráin hefst kl. 15 í Hallgrímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKRÁ ÐU ÞIG Í DAG! Netsk ráning u í Re ykjavík urmar aþon G litnis l ýkur á miðnæ tti. Skráð u þig á www .glitni r.is, v eldu f yrir hv aða g óðger ðaféla g þú vilt hlaup a og fá ðu síð an vin i og ve lunna ra til a ð heita á þig. Skráð u þig á www .glitni r.is og hlaup tu til g óðs. ALLIR SIGR A 23. ÁGÚ ST!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.