Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 58
30 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI KR-ingar fengu engan smá liðsstyrk í körfuboltanum í gær þegar tveir bestu körfuboltamenn þjóðarinnar, Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson, tilkynntu að þeir myndu spila með KR í vetur. Báðir segja þeir ástæðuna vera að þeir séu orðnir leiðir á flökkulífi atvinnumannsins og vilji fá tækifæri til að rækta sambandið við fjölskyldu og vini. Þeir ætla báðir að klára þetta tímabil í Vestur- bænum og ekkert freistandi tilboð breyti því. „Þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfan mig. Mig langar að vera heima og lifa eðlilegu lífi. Taka eitt ár í frí frá þessu atvinnu- mannalífi,“ segir Jón Arnór. „Ég ætla að setjast á skólabekk og klára stúdentinn í Háskóla Reykjavíkur,“ segir Jón Arnór og telur hann að Jakob sé á svipuðum stað. „Þú gætir alveg verið að tala við Kobba eins og mig. Við erum ekki búnir að vera heima um jólin í átta ár sem er bara fáránlegt. Þetta snýst því mikið um mína fjölskyldu og vini. Ég þarf að rækta sambandið við þau og sjálfan mig í leiðinni. Þetta er skemmtilegt fyrir KR og íslenskan körfubolta.“ „Það er alltaf pressa á KR að vinna,“ segir Jón Arnór aðspurður, „og þetta breytir því litlu, en ætli það verði ekki að viðurkennast að pressan er kannski aðeins meiri núna.“ Jakob er á sama máli. „Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir KR. Þarna eru tveir komnir aftur sem ólust upp hjá félaginu en fóru svo út. Ég held að þetta sé mjög gott fyrir KR. Það er frábært að fá að spila með Jóni Arnóri í KR. Hann er frábær leikmaður og það verður mjög gaman að spila með honum og öllu hinum gömlu félögunum. Við ákváðum þetta samt sitt í hvoru horninu og við vorum ekkert búnir að tala saman um að koma heim,“ segir Jakob. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var líka kátur. „Þetta var góð afmælisgjöf á 36 ára afmælisdeginum. Ég var örugglega jafn hissa og flestir hérna í dag fyrir svona fimm, sex dögum síðan og mér leist ekkert á það til að byrja með því hann [Jón Arnór] á að vera að spila í toppdeildum. Svo þegar við ræddum málin betur og fórum yfir það sem hann var að hugsa og spá þá var þetta bara rakið,“ segir Benedikt, en hvað tekur við eftir þetta ár. „Ég hef engar áhyggjur af Jóni því hann er það stórt nafn í Evrópu og ég hef bullandi trú á því að þeir fari báðir út í ekki minna dæmi en þeir hafa verið í.“ - óój Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla að spila með KR-liðinu í vetur: Hafa ekki haldið jólin á Íslandi í átta ár SAMAN Í KR Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ásamt Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Karlalandslið Íslands í fótbolta leikur vináttulandsleik gegn Aserbaídsjan í kvöld kl. 19.45 á Laugardalsvelli en þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppni HM 2010. Lands- liðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur gefið mörgum leikmönnum tækifæri til þess að sanna sig en alls hafa þrjátíu og níu leikmenn komið við sögu í þeim sjö leikj- um sem hann hefur stýrt liðinu. „Ég er núna að mestu leyti búinn að prófa það sem ég ætlaði að prófa. Ég er annars sér í lagi ánægður með alla þessa ungu stráka sem hafa komið inn í hópinn hjá mér og staðið sig vel,“ segir Ólafur. Ólafur gaf það út þegar hann tók við liðinu að hann myndi leggja höfuðáherslu á varnarleikinn og hann er sáttur við afraksturinn til þessa. „Við höfum lagt í mikla vinnu við að bæta varnarleik- inn og ég hef verið ágætlega sáttur við hverju það hefur skilað upp á síðkastið. Við munum því leggja aðeins meiri áherslu á sóknarleikinn gegn Aserum og færa okkur framar á völlinn og sjá hvernig til tekst. Ég tel að Aserar komi til með að leika svipaðan bolta og Makedóníumenn og það á vonandi eftir að nýtast okkur að hafa mætt þeim þegar kemur í undan- keppnina,“ segir Ólafur en njósnarar á vegum landsliðsins verða að störfum í kvöld til þess að fylgjast með mótherjum Íslands í und- ankeppninni. Kristján Guðmundsson verður á leik Lúxemborgar og Makedóníu, Leifur Garðarsson verður á leik Skotlands og N-Írlands og Rúnar Kristinsson fylgist með mótherjum Íslands í fyrsta leik undankeppninnar, Norðmönnum, taka á móti Írlandi. Norskir fjölmiðlar hafa annars hneykslast mjög undanfarið og spurt af hverju Veigar Páll Gunnars- son sé ekki í landsliðshóp Íslands og Ólafur skilur hneykslun þeirra að mörgu leyti. „Ég hef reyndar ekki séð umfjöllunina en spurn- ingin sem slík á alveg rétt á sér. Veigar Páll hefur staðið sig frábærlega í Noregi og er líklega einn af bestu leikmönnunum þar. Ég valdi hann ekki núna en það er ekkert sem segir að ég velji hann ekki fyrir Noregsleikinn,“ segir Ólafur. LANDSLIÐSÞJÁLFARINN ÓLAFUR JÓHANNESSON: HELDUR ÁFRAM AÐ ÞRÓA LEIK ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS Í KVÖLD Leggjum meiri áherslu á sóknarleik gegn Aserum >Hlutirnir þróast hratt hjá Jóhanni Berg Hinum sautján ára Jóhanni Berg Guðmundssyni hefur skotið upp á stjörnuhimininn með Breiðablik í Lands- bankadeildinni í sumar. Framherjinn ungi hefur leikið mjög vel og var verðlaunaður með sæti í landsliðshópn- um fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan. „Þetta er búið að gerast svolítið hratt. Ég kom inn í meistara- flokkinn hjá Breiðabliki í byrjun apríl og ég hef bara spilað einu sinni með U-21 árs landsliðinu og hef ekkert verið með yngri landsliðunum. Það er annars mjög skemmtilegt að vera hluti af þessu núna og ég er að læra heilmikið af þessu. Ég vonast svo auðvitað til þess að fá tækifæri gegn Aser- um,“ segir Jóhann Berg brattur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.