Fréttablaðið - 20.08.2008, Side 59
MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst 2008 31
PEKING 2008 Mánudagurinn var
eftirminnilegur hjá handbolta-
þjálfurunum Guðmundi Guð-
mundssyni og Gunnari Magnús-
syni. Dagurinn byrjaði eldsnemma
því leikurinn gegn Egyptum hófst
klukkan níu.
Í kjölfarið héldu þeir félagar
upp í Ólympíuþorp þar sem þeir
rákust á knattspyrnustjörnuna
Ronaldinho. Þar á eftir var haldið
á sjálfan Kínamúrinn og loks niður
í bæ þar sem þeir félagar voru að
láta sauma á sig jakkaföt.
Á saumastofunni hittu þeir fyrir
engan annan en Diego Maradona
sem einnig var að láta sauma á sig
föt.
„Þegar við sáum hann fyrst
þarna inni trúðum við því vart að
þetta væri hann,“ sagði Gunnar
léttur spurður um uppákomuna.
„Við létum síðan vaða og feng-
um mynd af okkur með kappan-
um. Hann bað í kjölfarið um að
ekki yrðu fleiri myndir teknar af
sér en allir þarna inni vildu eðli-
lega fá mynd af sér með honum.
Þetta var magnað. Vonandi er það
fyrirboði um það sem koma skal
að hafa hitt heimsmeistara í Pek-
ing.“
Hittu bæði Maradona og Ronaldinho
Handboltaþjálfararnir hittu stórstjörnur á mánudaginn og vonast eftir að það hafi boðað gott fyrir leikinn
á móti Póllandi í átta liða úrslitunum handboltakeppni Ólympíuleikanna í nótt.
MEÐ RONALDINHO Guðmundur og Gunnar hittu hann í Ólympíuþorpinu og voru
fljótir að láta smella af sér mynd með kappanum. MYND/ÚR EINKASAFNI
Á MÚRNUM Guðmundur, Gunnar Magn-
ússon, Einar Þorvarðarson og Brynjólfur
Jónsson. MYND/ÚR EINKASAFNI
PEKING 2008 Íslenska landsliðið í
handknattleik mætti Pólverjum
klukkan 6.15 í morgun í átta liða
úrslitum á Ólympíuleikunum.
Risaleikur hjá strákunum okkar
sem spila til verðlauna nái þeir
að leggja Pólverja að velli. Takist
það mætir Ísland sigurvegaran-
um í viðureign Kóreu og Spánar í
undanúrslitum.
„Undirbúningur hefur gengið
vel. Mikið fundað og svo æft. Það
er alveg ljóst að við verðum að
spila mjög vel til þess að vinna
þennan leik,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari.
„Þeir voru í auðveldum riðli og
ég hef ekki enn séð þá spila af
fullum styrk. Þeir hafa eflaust
verið að spara orku og eiga mikið
inni. Pólverjarnir eru góðir en
það erum við líka,“ sagði Guð-
mundur sem er ekki í vafa um
hver lykillinn að sigri sé.
„Vörnin þarf að vera frábær
því við erum að taka á móti einni
sterkustu sóknarlínu heims. Það
þýðir ekki að vera með neitt hálf-
kák heldur þarf að fara út í Pól-
verjana af krafti. Þeir lágu aftar-
lega gegn okkur síðast og vilja að
við skjótum fyrir utan og við
verðum að vera klárir í það,“
sagi Guðmundur en allir leik-
menn eru heilir heilsu nema
Arnór Atlason sem er enn stífur í
baki en spilar væntanlega þrátt
fyrir það. - hbg
Einn stærsti leikur strákanna okkar byrjaði snemma í morgun þegar liðið mætti Póllandi í 8 liða úrslitum:
Við megum ekki vera með neitt hálfkák
SPENNA Leikir íslenska liðsins hafa
tekið á taugar landsliðsþjálfarans.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
Skrifar frá Peking
henry@frettabladid.is
PEKING 2008 Frjálsíþróttafólkið
lauk keppni á Ólympíuleikunum í
gær þegar spjótkastarinn Ásdís
Hjálmsdóttir féll úr keppni. Ásdís
náði sér engan veginn á strik
sökum meiðsla. Tvö fyrstu köstin
hennar voru í kringum 45 metra
og hún gerði því viljandi ógilt.
Síðasta kastið hennar var upp á
48,59 metra og lét hún það kast
standa eftir nokkra umhugsun.
„Mér líður nú ekkert sérstak-
lega vel. Hvorki í hendinni né
með árangurinn. Olnboginn var
alls ekki að halda og ég er að
drepast í hendinni. Það var
rosalega sárt að kasta spjótinu,“
sagði Ásdís.
„Ég komst hingað og er fegin
að hafa tekið þátt. Nú þarf að fara
í það að laga höndina. Ef ég þarf
að fara í aðgerð vil ég gera það
strax,“ sagði Ásdís en hún segir
það engu að síður vera frábæra
reynslu að hafa tekið þátt.
„Það var frábært að vera inni á
vellinum. Að kasta spjóti er það
skemmtilegasta sem ég geri og ég
get vonandi æft án meiðsla fram
að næstu Ólympíuleikum,“ sagði
Ásdís. - hbg
Ásdísi Hjálmsdóttur gekk illa:
Það var rosalega
sárt að kasta
ÓGILT Tvö af þremur köstum Ásdísar
voru ógild. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM