Fréttablaðið - 26.08.2008, Side 17

Fréttablaðið - 26.08.2008, Side 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Þau eru mörg takmörkin sem í upphafi eru sett af heilum hug en misjafnlega gengur svo að fylgja þeim eftir. Þó standa alltaf einhverjir við stóru orðin. Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri hjá Glitni, setti sér það takmark að komast í gott form fyrir fimmtugt. „Ég vildi komast í frábært form fyrir fimmtugsafmælið og mér tókst það. Ég hef aldrei verið í betra formi en nú,“ segir Sigrún sem hljóp sitt fyrsta maraþon 47 ára. Annars segist hún alltaf hafa verið dugleg að stunda ræktina og hafi mætt klukkan sjö í mörg ár. „Venjulega mæti ég alla virka morgna í ræktina og hleyp svo á laugardögum og fer í Árbæjarlaugina á eftir. Svo hef ég labbað á sunnudögum, ég er svolítið hreyfinga-brjáluð,“ viðurkennir Sigrún hlæjandi. „Margir kalla mig ofvirka, en svona hef ég alltaf verið og ætla aldrei að breyta því. Mér líður best þegar nóg er að gera og í brjáluðu ati. Ég hef hlaupið þrjú maraþon og fimm hálfmaraþon en haustið 2006 hljóp ég mitt fyrsta maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. Mánuði síðar hljóp ég maraþon í Ósló og svo sex mánuðum síðar í London.“ Sigrún á sér uppáhaldshlaupaleiðir í Elliðaárdalnum en hún býr í námunda við Elliðavatn. Auk þess að hreyfa sig mikið hugsar Sigrún vel um mataræðið og segir það lykilatriði hvað við látum ofan í okkur. „Ef við borðum eitthvað sem líkaminn á erfitt með að vinna úr er það ávísun á verki og vanlíðan. Við erum það sem við borðum og lykillinn að heilsu er mataræðið.“ heida@frettabladid.is Fimmtug og í fantaformi Sigrún Kjartansdóttir kom sér í fantaform fyrir fimmtugsafmælið og æfir alla daga vikunnar. Lykilinn að heilbrigðu lífi segir hún vera hollt mataræði og næga hreyfingu. Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri hjá Glitni, kom sér í form fyrir fimmtugt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NETNÁMSKEIÐ verða sífellt þægilegri í heimi nútímans þar sem fólk getur lært á sínum hraða hvar og hvenær sem það vill og stundað námið þegar því hentar. Á fjarkennsla.com er boðið upp á viðskipta- og tölvutengd fjögurra til átta vikna námskeið sem hefjast í byrjun september. Ertu með eitthvað gott á pjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 16-18 . Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.