Fréttablaðið - 26.08.2008, Side 25

Fréttablaðið - 26.08.2008, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 Glæsilegir fulltrúar hestamanna á LM2008 á Gaddstaðaflötum. MYND/JENS EINARSSON Ársþing Landssambands hesta- mannafélaga 2008 verður haldið á Kirkjubæjarklaustri 24. og 25. okt- óber. Þingið er í boði hestamanna- félagsins Kóps. Ársþing LH hafa til skamms tíma verið haldin annað hvert ár, en voru lengst af haldin á hverju ári. Sú breyting var gerð á reglum um kosningar, samfara fækkun þinganna, að öll stjórnin er í kjöri á hverju ársþingi. Stjórn LH skipa nú: Haraldur Þórarinsson for- maður, Vilhjálmur Skúlason vara- formaður, Maríanna Gunnarsdótt- ir gjaldkeri og Einar Ragnarsson ritari. Meðstjórnendur eru Sigfús Helgason, Sigurður Ævarsson og Oddur Hafsteinsson. Ársþing LH á Klaustri Nemendur og kennarar við hestabraut FSu í reiðhöllinni á Votmúla. MYND/JENS EINARSSON Eindreginn vilji er fyrir að hafa áfram hestabraut við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Um er að ræða tveggja ára nám sem gefur 70 ein- ingar. Hestabrautin hefur verið í þróun við skólann undanfarin ár og er það samdóma álit allra sem að henni standa að vel hafi tekist til. Örlygur Karlsson skólameist- ari segir að hestabrautin hafi gildi fyrir skólann. Margir velji FSu vegna hestabrautarinnar. Allt kapp verði því lagt á að útvega peninga til reksturs brautarinnar, sem kost- ar sitt, eðli málsins samkvæmt. Freyja Hilmarsdóttir á Votmúla hefur undanfarin ár séð um verk- lega þátt hestabrautarinnar. Reið- kennararnir við hestabrautina eru Hugrún Jóhannsdóttir og Magnús Lárusson. Hestabrautin áfram við FSu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.