Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 24

Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 24
 19. september 2008 FÖSTU- DAGUR 2 „Spákonufell er mjög vinsæl pitsa hjá okkur; raunar kom á óvart hve vinsæl hún er,“ segir Guð- finna Helga Þórðardóttir, einn eigenda Eldbökunnar í Ögur- hvarfi, um pitsu á matseðli staðarins sem er hlaðin sniglum. „Bakarinn Ásgeir Blöndal er hug- myndasmiðurinn á bak við eigin- lega allar pitsurnar okkar. Hann hefur ástríðu fyrir að prófa sífellt eitthvað nýtt og átti ein- mitt hug- myndina að því að vera með pitsu með sniglum.“ Þótt pitsurnar kunni sumar að virðast framandi í augum lands- manna eru heitin þjóðleg. „Allar pitsurnar draga heiti sín af íslenskum fjöllum. Sænautafell og Baula eru dæmi um pitsunöfn- in hér á Eldbökunni,“ segir Guð- finna, sem á staðinn ásamt Guð- mundi Jónassyni, Halldóri Ólafssyni og Daníel Helgasyni. Fleira en framandi álegg sker Eldbökuna þó frá öðrum pitsu- stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Guðfinnu. „Hér er boðið upp á speltbotna í bæði litlar og miðstærðar pitsur. Þar sem það er erfiðara að vinna með spelt er ekki hægt að bjóða upp á stórar pitsur með speltbotni. Speltið er einnig án sykurs og gers, sem hentar fyrir þá sem hafa ger- ofnæmi eða sykursýki.“ Eldbakan stendur svo að sjálf- sögðu undir nafni þar sem eld- bakaðar pitsur eru á boðstólum. „Það er ekki hægt að bera eldbak- aðar pitsur saman við þær ofn- bökuðu þar sem þær eru mun létt- ari. Maður er ekki afvelta eftir að hafa hámað í sig pitsu eins og oft er sagt,“ segir Guðfinna. Ásamt því að vera með góðan sal á efri hæð hússins fyrir þá sem vilja koma og njóta máltíðar á staðnum er Eldbakan með heim- sendingarþjónustu. „Það eru þó fríðindi við að borða á staðnum, því hér eru fjórar olíur: hrein ólífuolía, hvítlauks-, jalapeno- og piparolía. Svo er líka ferskur parmesanostur til staðar sem er svolítil sérstaða hjá okkur.“ agnesosk@frettabladid.is Spákonufell þakið sniglum Þjóðleg heiti eru kannski í hávegum höfð á matseðli pitsustaðarins Eldbökunnar, en áleggið er hins vegar oft framandi og þar stendur Spákonufellið kannski upp úr enda er sú pitsa hlaðin sniglum. Alls kyns kræsingar eru í boði.Guðfinna Helga Þórðardóttir segir sniglapitsur vinsælar á Eldbökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 800 g saltfiskur (þykkir bitar) 4 stórar kartöflur 2 laukar ½ kúrbítur 1 græn paprika 1 rauð paprika 4-6 hvítlauksrif nokkrar ólífur rósmarín ólívuolía basil steinselja Veltið saltfiskinum upp úr hveiti og steikið í tvær mínútur á hvorri hlið og leggið til hliðar. Skerið kartöflur í báta og steikið á pönnunni, kryddið með rósmaríni og smá salti, setjið í eldfast mót. Steikið því næst lauk, paprikur og kúrbít, setjið í eldfasta mótið. Raðið síðan fiskinum þar ofan á og skreytið með nokkrum ólífum. Bakið í ofni í um 40 mínútur við 180 gráður. Meðlætið: Blandið saman 2 dl af ólífuolíu, hvítlauk, hálfu búnti af basiliku og hálfu af steinselju. Búið til mauk úr þessu og berið fram með fiskinum. Þar liggur galdurinn. heida@frettabladid.is SALTFISKUR Í OFNI Ofnbakaður saltfiskur FYRIR 4 frá Hönnu Maríu Karlsdóttur Ofnbakaður saltfiskur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEITINGASTAÐURINN VOX er á meðal þeirra veitingastaða sem tilnefndir eru til heiðursverðlauna í Norrænni matargerðarlist 2008. Þema ársins í nýrri norrænni matargerðarlist er samkeppnis- hæf norræn framleiðsluþróun í matargerðarlist, heilbrigði og lífsgæði. Vörur úr lífrænni ræktun er ávísun á betri heilsu og bragð! Heilsa býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænt ræktaðri matvöru frá BIONA, einum virtasta framleiðanda á sínu sviði. BIONA er fyrir kröfuharða neytendur sem vilja hágæða vottaðar matvörur sem fullnægja ströngustu kröfum um umhverfisvæna- og lífræna ræktun án skordýraeiturs, tilbúins áburðar og erfðabreyttra matvæla. BIONA hentar öllum sem kjósa hollustu og heilnæmt fæði. BIONA vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Fjarðarkaupum, Nóatúni, Krónunni, Samkaup/Úrval, Blómaval, Maður Lifandi, og Melabúðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.