Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.09.2008, Qupperneq 24
 19. september 2008 FÖSTU- DAGUR 2 „Spákonufell er mjög vinsæl pitsa hjá okkur; raunar kom á óvart hve vinsæl hún er,“ segir Guð- finna Helga Þórðardóttir, einn eigenda Eldbökunnar í Ögur- hvarfi, um pitsu á matseðli staðarins sem er hlaðin sniglum. „Bakarinn Ásgeir Blöndal er hug- myndasmiðurinn á bak við eigin- lega allar pitsurnar okkar. Hann hefur ástríðu fyrir að prófa sífellt eitthvað nýtt og átti ein- mitt hug- myndina að því að vera með pitsu með sniglum.“ Þótt pitsurnar kunni sumar að virðast framandi í augum lands- manna eru heitin þjóðleg. „Allar pitsurnar draga heiti sín af íslenskum fjöllum. Sænautafell og Baula eru dæmi um pitsunöfn- in hér á Eldbökunni,“ segir Guð- finna, sem á staðinn ásamt Guð- mundi Jónassyni, Halldóri Ólafssyni og Daníel Helgasyni. Fleira en framandi álegg sker Eldbökuna þó frá öðrum pitsu- stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Guðfinnu. „Hér er boðið upp á speltbotna í bæði litlar og miðstærðar pitsur. Þar sem það er erfiðara að vinna með spelt er ekki hægt að bjóða upp á stórar pitsur með speltbotni. Speltið er einnig án sykurs og gers, sem hentar fyrir þá sem hafa ger- ofnæmi eða sykursýki.“ Eldbakan stendur svo að sjálf- sögðu undir nafni þar sem eld- bakaðar pitsur eru á boðstólum. „Það er ekki hægt að bera eldbak- aðar pitsur saman við þær ofn- bökuðu þar sem þær eru mun létt- ari. Maður er ekki afvelta eftir að hafa hámað í sig pitsu eins og oft er sagt,“ segir Guðfinna. Ásamt því að vera með góðan sal á efri hæð hússins fyrir þá sem vilja koma og njóta máltíðar á staðnum er Eldbakan með heim- sendingarþjónustu. „Það eru þó fríðindi við að borða á staðnum, því hér eru fjórar olíur: hrein ólífuolía, hvítlauks-, jalapeno- og piparolía. Svo er líka ferskur parmesanostur til staðar sem er svolítil sérstaða hjá okkur.“ agnesosk@frettabladid.is Spákonufell þakið sniglum Þjóðleg heiti eru kannski í hávegum höfð á matseðli pitsustaðarins Eldbökunnar, en áleggið er hins vegar oft framandi og þar stendur Spákonufellið kannski upp úr enda er sú pitsa hlaðin sniglum. Alls kyns kræsingar eru í boði.Guðfinna Helga Þórðardóttir segir sniglapitsur vinsælar á Eldbökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 800 g saltfiskur (þykkir bitar) 4 stórar kartöflur 2 laukar ½ kúrbítur 1 græn paprika 1 rauð paprika 4-6 hvítlauksrif nokkrar ólífur rósmarín ólívuolía basil steinselja Veltið saltfiskinum upp úr hveiti og steikið í tvær mínútur á hvorri hlið og leggið til hliðar. Skerið kartöflur í báta og steikið á pönnunni, kryddið með rósmaríni og smá salti, setjið í eldfast mót. Steikið því næst lauk, paprikur og kúrbít, setjið í eldfasta mótið. Raðið síðan fiskinum þar ofan á og skreytið með nokkrum ólífum. Bakið í ofni í um 40 mínútur við 180 gráður. Meðlætið: Blandið saman 2 dl af ólífuolíu, hvítlauk, hálfu búnti af basiliku og hálfu af steinselju. Búið til mauk úr þessu og berið fram með fiskinum. Þar liggur galdurinn. heida@frettabladid.is SALTFISKUR Í OFNI Ofnbakaður saltfiskur FYRIR 4 frá Hönnu Maríu Karlsdóttur Ofnbakaður saltfiskur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEITINGASTAÐURINN VOX er á meðal þeirra veitingastaða sem tilnefndir eru til heiðursverðlauna í Norrænni matargerðarlist 2008. Þema ársins í nýrri norrænni matargerðarlist er samkeppnis- hæf norræn framleiðsluþróun í matargerðarlist, heilbrigði og lífsgæði. Vörur úr lífrænni ræktun er ávísun á betri heilsu og bragð! Heilsa býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænt ræktaðri matvöru frá BIONA, einum virtasta framleiðanda á sínu sviði. BIONA er fyrir kröfuharða neytendur sem vilja hágæða vottaðar matvörur sem fullnægja ströngustu kröfum um umhverfisvæna- og lífræna ræktun án skordýraeiturs, tilbúins áburðar og erfðabreyttra matvæla. BIONA hentar öllum sem kjósa hollustu og heilnæmt fæði. BIONA vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Fjarðarkaupum, Nóatúni, Krónunni, Samkaup/Úrval, Blómaval, Maður Lifandi, og Melabúðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.