Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 46

Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 46
26 19. september 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvíldu í friði Keli Fæddur: 1992 Látinn: 1994, 1996, 1997, 1997, 1999, 2000, 2001, 2004 og 2006 Ansans! Skila- boð frá Gróu Sigþrúði! Nú vill hún fara í bíó! Og? Ég held hún sé skotin í mér, en ég er ekki skotinn í henni! Hvað geri ég? Geturðu ekki bara reynt að afþakka pent? Vertu bara skemmtilegur og léttur á því! Kældu þig niður! Takk! Bara lauflétt! Maður þarf nú ekki að særa fólk! Nei, nákvæm- lega. Þvílíkur ruslahaugur! Það er ekki hægt að finna neitt hérna inni! Jú, víst. Ég vaknaði og fann þig hérna inni, ekki satt? Ó, hvað ég vildi fara heim og leggjast í gott mjólkurbað! Gerilsneytt? Nei! Bara upp að höku. Í hverju viltu fara í skólann í dag, Solla? Fötum einhvers annars. Ekki aftur... MasterCard Mundu ferðaávísunina! Í lok ágúst réðu Íslendingar sér vart fyrir kæti. Lífið var ljúft, smáfuglar kvökuðu við raust og fólki fannst rigningin góð. Ástæðan fyrir óstjórnlegri kátínu heillar þjóðar var býsna léttvæg. Ólympíusilfur- verðlaun í handbolta, einhverri þrautleiðin- legustu keppnisgrein mannkynssögunnar, þóttu nægt tilefni til að gera sér glaðan dag og líta framtíðina björtum augum. Fyrir- sagnir fjölmiðla sögðu sína sögu. „Silfur- strákarnir okkar!“, „Hetjurnar komnar heim!“, „Stórasta land í heimi!“. Jákvæðnin réði svo sannarlega ríkjum á köldu landi ísa. Nú, tæpum mánuði síðar, er allt í volli. Fellibyljir herja á landið. Mávagargið á tjörninni er allsendis óþolandi. Stöðugur frétta- flutningur af síversnandi gengi krónunnar og gjald- þroti hvers milljónabankans á fætur öðrum er einungis rofinn með einstaka tíðindum af viðurstyggilegum kynferðisbrotum og líkamsárásum. Hve þungt er yfir bænum. Það er á stundum sem þessum sem einhvers konar skilningur myndast á því hvers vegna íþróttir þjóna nánast sama hlutverki og trúarbrögð í mörgum fátækari löndum. Gott gengi landsliðs í íþróttum megnar nefnilega að leiða huga fólks frá hversdagslegum erfiðleikum um hríð. Heilu þjóðirnar þjappa sér saman í trausti og trú á íþróttahetjurnar sínar. Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins. Íþróttir eru e-pillur krepputímanna. Með hliðsjón af þessu gætu yfirvöld gert margt vitlausara en að dæla aurum í hvers kyns íþróttastarfsemi. Skítt með krónuna, evruna, okurprísa, spillingu og bruðl með almannafé. Ef strákarnir okkar ná gullinu á næsta móti verður allt gott aftur. Alsæla kreppunnar NOKKUR ORÐ Kjartan Guð- mundsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.