Fréttablaðið - 24.09.2008, Síða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
UPPLÝSINGAR O
s
ng Mjódd
Verktakinn og fararstjórinn Örn
Kjærnested hefur haft óbilandi
áhuga á útivist og ferðalögum alla
tíð. Hann byrjaði í skátunum sem
barn og var keppnismaður á
skíðum en stundaði síðan hesta-
mennsku um áratuga skeið. Þá
hefur hann stundað göngur af
kappi og þá bæði hefðbundnar
göngur og fjallaskíðagöngur sem
hann segir njóta vaxandi vin-
sælda.
Örn hefur skíðað víða og þekkir
skíðabrekkur í Noregi, Austurríki,
Sviss, á Ítalíu og í Colorado í
Bandaríkjunum eins og lófann á
sér, en allra best kann hann þó við
sig í Madonna di Campiglio, einum
þekktasta skíðabæ Ítalíu. Þar hefur
hann dvalið á hverju ári síðastliðin
tíu ár, bæði á eigin vegum og sem
fararstjóri hjá Úrvali-Útsýn.
„Ég fer yfirleitt út í desember
og er á skíðum fram í mars. Fólk
kemur svo að jafnaði í eina viku og
nýtur lífsins. Brekkurnar eru bæði
fyrir byrjendur og lengra komna
og á veturna er sól sjö daga af tíu.
Bærinn er líflegur og heimamenn
gestrisnir. Engin bílaumferð er í
gegnum bæinn og er mikið úrval af
góðum ítölskum veitingastöðum og
kaffihúsum. Jólastemningin í
bænum er einstök og ætla ég að
halda jólin þar í fimmta sinn með
fjölskyldunni. Ítalir koma til bæj-
arins víðs vegar að og er stemning-
in svipuð og á Þorláksmessu í
Reykjavík dag eftir dag,“ lýsir
Örn.
Í júní liggur leið hans aftur til
Madonna en þá fer hann með
gönguhópa um Dólómítafjöll.
„Mikil göngumenning er í Mad-
onna eins og víðar á Ítalíu og fylgj-
um við tilbúnum göngustígum. Við
byrjum í 1.500 metra hæð og förum
hæst upp í 2.900 metra og horfum
yfir fjölbreytt landslag og fjöll
þakin kalksteini og granít.
vera@frettabladid.is
Paradís að sumri sem vetri
Örn Kjærnested stundar útivist og ferðamennsku af miklum móð. Hann þekkir suma staði betur en aðra
og í fjallaþorpinu Madonna di Campiglio á Ítalíu er hann öllum hnútum kunnugur.
Örn fer með gönguhópa um Dólómítafjöll á hverju sumri. Hér heldur hann á potti sem er notaður til að elda á hlóðum.
MYND/ÚR EINKASAFNI
ENDURVINNSLUVIKA var haldin í fyrsta sinn á Íslandi
í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun hefur hlutfall þeirra
sem flokka sorp til endurvinnslu hækkað frá árinu 2006, en
þá flokkuðu 84 prósent sorp. Nú flokka um 91 prósent sorp
til endurvinnslu.