Fréttablaðið - 24.09.2008, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 24. september 2008
Kammerhópurinn Nordic Affect
hefur vetrartónleikaröð sína í
Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis-
götu í kvöld kl. 20. Á þessum
fyrstu tónleikum starfsvetrarins,
sem bera yfirskriftina „Fram og
til baka“, verður efnisskráin til-
einkuð tilbrigðatónsmíðum. Fjöl-
breytnin ræður ríkjum og flakkað
verður um í tíma því flutt verða
allt frá tilbrigðum 17. aldar fiðlar-
ans David Mell við lagið „John
Come Kiss Me“ til tveggja nýrra
tónsmíða eftir Gunnar Andreas
Kristinsson. Verk Gunnars eru
samin sérstaklega fyrir Nordic
Affect og byggja tónsmíðarnar á
hringitónum.
Kammerhópurinn Nordic Affect
hefur á tónleikum sínum á Íslandi
og erlendis flutt allt frá danstón-
list 17. aldar til hinnar spennandi
raftónsköpunar nútímans. Hópur-
inn hefur fengið afbragðs dóma
fyrir leik sinn og vakið athygli
fyrir stílinnlifun og þróttmikinn
leik. Listrænn stjórnandi hópsins
er Halla Steinunn Stefánsdóttir.
Miðaverð á tónleikana í kvöld er
2.000 kr., en námsmenn og eldri
borgarar fá miðann á 1.500 kr.
- vþ
Tilbrigðatónsmíðar í kvöld
NORDIC AFFECT Hefur vetrartónleikaröð sína í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 24. september
➜ Tónleikar
20.00 Guðbjörg R. Tryggvadóttir
sópran og Elsebeth Brodersen
píanó leikari halda tónleika í
Norræna húsinu þar sem þær flytja
frönsk og ítölsk ljóð. Norræna húsið,
Sturlugötu 5.
20.00 Feðgarnir Berg-
þór Pálsson og Bragi
Bergþórsson, ásamt Þóru
Fríðu Sæmundsdóttur
píanóleikara, verða með
tónleika í Iðnó þar
sem þau flytja lög
eftir Inga T. Lárusson.
Iðnó, vonarstræti 3.
➜ Fyrirlestrar
20.00 Sigurbjörn Einarsson bisk-
up - ævi, störf, guðfræði Hjalti
Hugason heldur fyrirlestur á vegum
Vísindafélags Íslendinga, í hátíðarsal
Háskóla Íslands.
➜ Myndlist
Gyða Ölvisdóttir er með myndlista-
sýningu á veitingahúsinu Af lífi og sál,
Laugavegi 55. Sýningin er opin frá kl.
11-23 alla daga .
Á ferð með fuglum Listasafn Ár nes-
inga sýnir verk Höskuldar Björnssonar.
Sýningin stendur til 28. sept. og er opin
alla daga frá 12-18. Lista safn Árnesinga,
Austurmörk 12, Hvera gerði.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Miðvikudagurinn 24. september kl. 11.45
Rannsóknir og nýsköpun
á tímum efnahagslægðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Guðrún Nordal, formaður Vísinda-
nefndar Vísinda- og tækniráðs, ræða um rannsóknir og nýsköpun á opnum fundi í Valhöll.
Vísinda- og nýsköpunarnefnd Sjálfstæðisflokksins heldur fundinn og fundarstjóri er
dr. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor.
Fimmtudagurinn 25. september kl. 17.00
Þau hlutu hæstu einkunn
fyrir þjónustu!
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ,
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og Sigríður Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá
Capacent Gallup, ræða árangur sveitarfélaganna þriggja sem öllum er stjórnað af
sjálfstæðismönnum og komu best út í könnun Capacent Gallup um þjónustu við íbúa
sveitarfélagsins, á opnum fundi í Valhöll. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fundinn og fundarstjóri
verður Ásdís Halla Bragadóttir.
Föstudagurinn 26. september kl. 12.00
Hvor hefur forskot eftir
landsfundina?
Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, Illugi Gunnarsson, alþingismaður, og Silja Bára
Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, tala um stöðuna í bandarísku forsetakosningunum
í aðdraganda fyrstu kappræðnanna og nýliðna landsfundi flokkanna á opnum fundi í Valhöll.
Landsamband sjálfstæðiskvenna heldur fundinn og fundarstjóri er Katrín Helga Hallgrímsdóttir,
varaformaður LS.
Allir velkomnir!
Tölum saman
Fjölmargir opnir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins
í viku hverri. Á þessa fundi eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is eða í síma 515-1700.