Fréttablaðið - 24.09.2008, Síða 38
24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
> TVÖFÖLD HAMINGJA
Enn bætist í hóp tvíburaforeldra í Holly-
wood. Heimildir herma nú að fyrrum
klámstjarnan Jenna Jameson og
kærasti hennar, Tito Ortiz, eigi
von á tvíburum. Þau hafa verið
saman frá árinu 2006, þegar
þau kynntust í gegnum vefsíð-
una Myspace.
Næsta mánudag opnar veitinga-
staðurinn Segurmo á barnum Bos-
ton á Laugavegi. Númi Thomasson
er aðalkokkur staðarins, en hann
hefur starfað sem einkakokkur
Bjarkar Guðmundsdóttur á nokkr-
um túrum söngkonunnar. „Það var
frábær reynsla sem nýtist mér vel
í því sem ég er að gera í dag. Er
Björk matvönd? Nei, hún er jafn
nýjungagjörn þegar kemur að mat
og í tónlistinni.“
Sjálfur hefur Númi komið
nálægt tónlist, hann spilaði á
trommur með Andhéra og tromm-
ar nú með Borko. Hann segir að á
Segurmo verði boðið upp á bæði
hádegis- og kvöldmat og aðal-
áherslan verður á ferska hollustu-
rétti á sanngjörnu verði. „Ég held
áfram með plokkfiskinn og kjöt-
súpuna sem Boston hefur verið
með og svo verða kjöt-, fiski- og
grænmetisréttir í boði. Ég ætla að
skipta um matseðil vikulega. Mig
langar til að hafa þetta eins ódýrt
og ég get án þess að fara á haus-
inn.“
Hristuleikari Singapore Sling,
Sigurður Finnsson, hefur ráðið sig
sem aðstoðarkokk á Segurmo. „Ég
hef aldrei verið kokkur og kann
ekki neitt. Númi er að kenna mér
að skera lauk núna. Svo læri ég
vonandi meira. Þetta lítur rosa-
lega vel út. Hann Númi er svo dug-
legur.“ - drg
Einkakokkur Bjarkar
opnar veitingastað
OPNAR VEITINGASTAÐINN SEGURMO
Númi Thomasson segist reynslunni
ríkari eftir að hafa kokkað ofan í Björk
og hennar lið.
Flóra Íslands með litmynd-
um eftir listmálarann Egg-
ert Pétursson er dýrasta
bókin sem kemur út fyrir
þessi jól. Bókin kostar 75
þúsund krónur og verður
einungis gefin út í fimm
hundruð tölusettum eintök-
um, árituðum af Eggerti.
„Miðað við að gangverð á verkum
hans er nokkrar milljónir þá er
þetta bara tombóluverð,“ segir
Kristján B. Jónasson hjá forlaginu
Crymogea sem gefur bókina út.
„Þetta er mjög ódýr kostur ef
maður ætlar að eignast verk eftir
Eggert Pétursson.“
Bókin er 560 blaðsíður, gefin út í
A3-broti og innbundin í krossvið-
aröskju og því greinilegt að um
engan venjulegan grip er að ræða.
Eingöngu er hægt að panta hana
hjá forlaginu og þegar eru tæp
hundrað eintök farin. Bókin er
nokkurs konar endurútgáfa af
handbókinni Íslensk flóra með lit-
myndum með teikningum Eggerts
sem kom út árið 1983 en er nú upp-
seld.
„Eggert er einn ástsælasti sam-
tímalistamaður okkar Íslendinga
og þetta er grundvöllurinn að hans
höfundarverki. Hann tekur þetta
verkefni að sér að teikna 270
myndir af íslensku flórunni og
þessar myndir voru ofan í kjallara
hjá honum þangað til við fengum
þessa hugmynd að gefa þetta út.
Þessar litmyndir hafa aldrei verið
sýndar í sinni raunverulegu
stærð,“ segir Kristján, sem játar
að bókin sé sú dýrasta sem hann
hafi selt.
Spurður segist hann aldrei hafa
fengið kvartanir um verðið og
tekur fram að engir auðjöfrar hafi
enn þá tryggt sér eintak. „Þeir
sem á annað borð hafa áhuga á
þessu virðast ekki velta þessu
verði fyrir sér. Þeir vilja bara eiga
þennan grip því þetta er í senn
listrænt og gefur mynd af okkar
náttúru,“ segir Kristján. „Það
kemur á óvart að sjá að þetta er
eingöngu ósköp venjulegt fólk og
stofnanir sem panta eintök og
þarna er ekkert stórt nafn úr við-
skiptaheiminum.“
freyr@frettabladid.is
Dýrasta jólabókin
FLÓRA ÍSLANDS Á 75 ÞÚSUND Kristján
segir að miðað við gangverð á verkum
Eggerts Péturssonar sé Flóra Íslands seld
á tombóluverði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Sikiley